Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 24

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 24
ci þttu, /„„> UNGA FÖLKIÐ RITSTJÓRN: NDKKRIR UNGIR SÍMAMENN SAIVIKEPPIMI SÍIVIABLAÐSIIMS Síðan F.Í.S. fékk til umráða húsrými á VI. hæð í Lands- símahúsinu í Reykjavík hefur félagslífið aukizt til muna og má í þvi sambandi nefna skák og spilakvöld (sjá annars stað- ar i blaðinu). Þátturinn á lin- unni vill nú auka fjölbreytnina í þessum efnum, með þvi að efna til ljósmyndasamkeppni fyrir alla ljósmyndara innan símamannastéttarinnar. Vitað er, að mikill fjöldi símamanna stundar ljósmyndatöku í frí- stundum sinum, og hafa marg- ir þeirra náð mjög athyglis- verðum árangri, svo ekki sé meira sagt. Veitt verða þrenn verðlaun, •allt vandaðar bækur á sviði ljósmyndatækni. 3ja manna dómnefnd mun dæma mynd- irnar. í ráði er að myndirnar verði að loknum skilafresti til sýnis í stærstu kaffistofum stofnunarinnar, og að sjálf- sögðu áskilur Símablaðið sér rétt til birtingar á myndunum í blaðinu. Simablaðið mun og koma á framfæri myndum, þar sem möguleikar eru á mjög myndarlegri þóknun. Þátttökureglur eru þessar: A - Efni myndarinnar er al- gjörlega frjálst. B - Myndirnar skulu vera svart/hvítar. /----------------N ViitaUkilií V_______________/ Hér fer á eftir viðtal við Kristján Helgason símafræðing, en hann stundaði nám sitt í Nor- egi. Þátturinn „Á línunni“ sneri sér til Kristjáns með nokkrar spurningar um skólann og skólalífið í Noregi. — Hvenær fórstu út, Kristj- án? — Ég fór upp úr miðjum maí 1956 og komst þá inn á undir- búningsnámskeið fyrir inntöku- próf. — Hvernig er þeim nám- skeiðum hagað? — Þessi námskeið eru tvenns konar, annað stendur yfir í 6 mánuði, og er það ætlað fyrir þá, sem ekki hafa gagnfræðapróf eða langt er liðið frá því það hefur ver- ið tekið. Hitt er 3ja mánaða námskeið, og er ætlað þeim, sem hafa lokið gagnfræðaprófi innan ákveðins tíma, eða hafa góða undirbúningsmenntun. — Já, þú hefur staðizt prófið og komizt í skólann? — Eftir prófið fór ég heim, og fékk síðar tilkynningu um, að ég hefði staðizt prófið, og væri tekinn sem nem- andi við „Oslo tekniske skole“. — Þú hefur auðvitað orðið hinn ánægðasti, — og hve- nær byrjaði skólinn? — Þetta kom mér nú að nokkru leyti á óvart, og hafði ég ekki undirbúið mig, svo sem með útvegun á húsnæði o. fl. Sneri ég mér þá til Einars Pálssonar skrifstofustjóra,

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.