Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 13

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 13
Bréf framkvæmdastjórnar F.Í.S. til formanns Starfsmannaráðs Landssímans. Reykjavík, 4. maí 1959. Framkvæmdarstjórn F.f.S. leyfir sér hér með að tjá yður, eftir endurteknar umræður í félagsráði þar að lútandi — að félagið lítur það mjög •alvarlegum augum, liversu óreglu- legir fundir hafa verið í starfsmannaróði undanfarin ár, og nú algerlega fallið niður síðan í nóvember 1958. Félagsráð lítur svo á, að með þessu sé stefnt að því að veikja vettvang, sem öllu fremur er líklegur til að halda uppi nauð- synlegri samvinnu milli símastjórnarinnar og F.Í.S. gagnkvæmu trausti og skilningi á sjónarmiðum hvors annars. Þrátt fyrir ólík sjónarmið í ýinsum þeim málum, sem ráðið hefur fjallað um, hefur það vakið traust símamannastéttarinnar og meiri öryggiskennd gagnvart meðferð kjara- mála hennar, ekki sízt á það við um stöðu- veitingar. Það vill einmitt nú svo til, að með- ferð þriggja slíkra mála, hefur á síðustu mánuðum veikt þetta traust, en það er sú aðferð að ráða menn utan stofnunarinnar í stöður, sem fjöldi manna innan stofnunar- innar er hæfari í, svo sem er um fulltrúa- stöðu hjá birgðaverði landssimans, í öðru lagi að setja uten stofnunar loftskeytamann í auglýsta símritarastöðu við Loftskeyta- stöðina í Reykjavík, og ganga þar fram hjá símriturum, sem hafa margra ára þjón- ustutíma hjá stofnuninni, í þriðja lagi drátt- ur á því að auglýsa til umsóknar stöðu yfir- manns við endurskoðun Landssímans, sem er staða á launalögum, gömul og rótgróin. F.Í.S. lítur svo á, að það sé ekki eingöngu hagsmunamál símamannastéttarinn'ar, að spornað sé við því að veikja áhrif og traust starfsmannaráðs, heldur væri það stofnun- inni til mikils hnekkis. Það telur einnig, að slíkur vettvangur i rekstri opinberra stofnana sé heiltevænleg- ur — og að stefna beri að stofnun slíkra ráða, eins og tíðkast hjá nágrannaþjóðum oklcar, og ber félaginu skylda til að láta ekki þá góðu reynslu, sem fengizt hefur af starfs- maunaráði Lundssimans renna út i sandinn. Framkvæmdastjórn F.Í.S. væntir þess, að fundir starfsmannaráðs hefjist nú þegar á ný, og verði haldnir reglulega framvegis. Virðingarfyllst, f. h. framkv.stj. F.Í.S. Jón Kárason form., Agnar Stefánsson. ★ Endurskoöun Reglugerðar um launakjör á 1. fl. B. stöövum í nefnd þessa hafa jafnan verið skipaðir 3 menn, 2 tilnefndir af ráðherra en 1 af R.S. R.B. Félagsdeild símastj. á 1. fl. B. stöðvum hafði ítrekað gert samþykktir um það, að þessi endurskoðun færi fram í starfsmanna- ráði Landssimans og F.Í.S. stutt það. Nú varð sú breyting á eftir mikið þóf, að i nefndina voru skipaðir 6 menn, þrír frá pósti og síma, þeir Gunnlaugur Briem póst- og símamálastjóri, Einar Pálsson skrifstofu- stjóri og Pétur Eggerz póstfulltrúi, — en eft- ir tilnefningu B.S.R.B þeir Andrés Þormar aðalgjaldkeri, Matthias Guðmundsson póst- fulltrúi og Ólafur Kvaran ritsímastjóri. Áður en nefndin kom saman hafði póst- og shnamálastjóri leyst af hendi mikið und- irbúningsstarf og lagt nýjan grundvöll að endurskoðuninni, sem svo var að miklu leyti byggt á. Hin nýendurskoðaða reglugerð markar ný og merk tímamót í sögu kjara- mála póst- og símamanna, því aldrei fyrr hafa i einu skapast svo margir framtiðar- möguleikar fyrir einstaklinga hennar, sem flestir hafa að engu liaft að keppa umfram það sæti, sem þeir þegar hafa lent í. Er þessi endurskoðun Ijóst dæmi um þýð- ingu góðs og hreinskilins samstarfs beggja aðila í kjaramálum stéttarinnar. Má það fyrst og fremst þakka afstöðu póst- og simamála- stjóra eftir að samkomulag var orðið um skipan nefndarinnar, og undirbúningi hans á málinu. — Væri óskandi að hann tæki jafn- an á málum stéttarinnar af sama raunsæi og sanngirni.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.