Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 22

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 22
PÓSTMANNAFÉLAG ÍSLANDS Reglug. um launakjör a // r\ , * ái.fi.Bst. ^ 4U ara * NýlokiS er endurskoöun á þessari reglugerð, sem ákveðin var meS þaS fyrir augum, aS samræma laun á 1. fl. B. stöSv- um. í nefndinni áttu aS þessu sinni sæti þrír menn tilnefndir of Póst- og símamálastjórninni, þeir Gunnlaugur Briem, Einar Pálsson og Pétur Eggerz og tveir tilnefndir af stjórn B.S. R. B., þeir Andrés Þormar og Ólafur Kvaran. Áður hafði nefnd þessi ver- ið skipuð frá fyrstu tíð al- þingismönnunum Jóni Pálma- syni og Páli Zophoníassyni og einum fulltrúa frá B.S.R.B., fyrst Guðjóni Baldvinssyni og síðan 1949 Andrési Þormar. Telja má að þessi samræm- ing hafi nú náð því marki að um varanlega flokkun sé orðið aS ræða og tímabært, að á- kveða þessu starfsfólki laun á launalögum. Þessi síðasta end- urskoðun markar tímamót, því hún hefur skapað mikla mögu- leika fyrir síma- og póstmenn, sem hingað til hafa fáa mögu- leika haft til að komast í eft- irsóknarverðar stöður. R. I------------------------ SlMABLAÐIÐ □ BKAR PDBTMANNABTÉTTINNI ALLRA HEILLA Á ÞEBBUM MERKU TÍMAMDTUM _________________ 14 SÍMABLAÐIÐ Ég renni huganum aftur í tímann, til ársins 1930. Það er janúarmorgunn, með heiðskíru norðlenzku yfirbragði, að ungur maður leggur á stað frá Blönduósi, einn á hesti, tveggja, — þriggja — daga ferð og henni er heitið til höfuðstöðva íslenzkra póstmála, — Reykjavíkur. Þar á að kynna sér póst- og símastörf, því hlutaðeigandi er orð- inn starfsmaður þessara starfsgreina, án faglegrar þekk- ingar. Að þessum störfum skyldi hann 1 framtíðinni vinna. Það var góð prófraun þolinmæðinnar, að ferðast einn á hesti dag eftir dag, — bílarnir voru þá lítið þekkt- ir á þessum slóðum. Það gafst því góður tími til að hugsa, enda blönduðust hugsanirnar margvíslegum eftirvænt- ingum um menn og málefni. Sú ferðasaga verður þó ekki rakin hér, enda skeðu engir stórviðburðir. Þetta var aðeins ein af ósköp venjulegum ferðum þessara tíma. En breytingin er mikil og hefur kannske orðið með skjótari hætti, en við venjulegir menn höfum haft að- löðunarhæfni til að fylgjast með, án þess eitthvað yrði eftir af sálinni. Eitt var víst, að bæði klárinn og ferða- maðurinn voru orðnir lúnir að leiðarlokum. Þegar ég, sem hinn ungi maður, lít nú yfir farinn veg og til þessa ferðalags, dvelur hugur minn ekki lengi, hvorki við hæg- fara ferð, né ferðalúa, heldur minnist ég nú hverjar við- tökur ég fékk hjá væntanlegum starfsbræðrum, þegar á leiðarenda kom. Eitt er víst, að ferðaþreytan gleymdist fljótt, og það segir sína sögu. Mörg nöfn koma fram í hug- ann, svo sem Sveinn, Tryggvi, Helgi, Þórarinn, Valdi- mar, Gísli, Gústaf, Einar, Gunnar, já, og kannske Héð- inn og Njáll. Nei, það dugir ekki að telja up nöfn allra, enda þótt hópurinn væri fámennari þá, en nú er orðið, og því auðveldara með kynni. En flestir þessir menn hafa komið meira og minna við sögu þess félags, sem ég nú sendi kveðju mína, og voru oft í fremstu víglínu. Það var gott að vera með þeim og nema af þeim. Hópurinn hefur stækkað, félagið vaxið og einn hefur tekið við af öðrum í starfi og félagslegu lífi. Ég minnist einnig stjórn- enda stofnunarinnar frá þessum fyrstu kynnum. Póst- málastjórans, Sigurðar Briem, Sigurðar Baldvinssonar,

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.