Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.05.1962, Side 12

Símablaðið - 01.05.1962, Side 12
Lm stjórn Eins og getið var um í síðasta blaði hefur félags- deild símvirkja haldið uppi námskeiði í ræðumennsku og fundarstjórn í vetur. Hef- ur umræðuefni verið marg- víslegt, og skiptust menn á um framsögu í málunum. Símablaðinu er kunnugt um, að ýms þessara erinda voru athyglisverð frá stéttar- legu sjónarmiði, — hafa fjallað um dagskrármál fé- lags okkar. Eitt þeirra er birt hér á eftir með leyfi ræðumanns, sem er svo óþarflega hlé- drægur að hann óskar að nafns síns verði ekki getið. En sýnilega hefur hann fylgst með skrifum hér í blaðinu um stjórn ríkis- fyrirtækja, — og má full- yrða, að meðal símamanna almennt eru líkar skoðanir efst á baugi. Enda hafa blað- inu borist fleiri greinar um það efni, sem enn hefur ekki verið rúm fyrir, en verða birtar eftir því, sem ástæð- ur eru fyrir hendi. Við lifum í litlu og fátæku þjóðfélagi, sem ekki má við miklum mistökum í rekstri þjóðarbúsins, og þá ekki heldur í stjórn opinberra fyrirtækja. Ég tel því ekki úr vegi, að við ræðum hér nokkuð um það, hvort það form á stjórn flestra þeirra, sem hér ríkir, er heppilegt eða hvort ekki er tímabært að endurskoða það. Ég hef þá fyrst og fremst í huga stofn- 21. gr. Dómur Kjaradóms er fullnaðarúrlausn kjaradeilu. Dómur Kjaradóms kemur til framkvæmda á næstu áramótum eftir uppsögn hans og gildir í tvö ár. Dómur bindur aðilja á sama hátt sem samningur þeirra, og gilda um uppsögn kjaraákvæða hans og fram- lengingu ákvæði laga þessara um kjarasamninga, sbr. II. kafla. V. KAFLI 22. gr. Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja tekur af þess hendi ákvörðun um uppsögn kjarasamnings, en um ákvörðun hennar skal fara fram allsherjaratkvæða- greiðsla starfandi ríkisstarfsmanna, er í hlut eigi, til samþykktar eða synjunar. Þegar bandalagsstjórn tekur ákvörðun samkvæmt 1- málsgr. skal hún skipuð eins og þegar hún velur í Kjara- ráð samkvæmt 3. gr. VI. KAFLI 23. gr. Kjaranefnd skal skipuð fimm mönnum. Hæstiréttur skipar þrjá nefndarmanna. Skal einn þeirra vera lögfræðingur og formaður nefndarinnar. Fjármálaráðherra skipar einn nefndarmann. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja skipar einn nefndarmanna. Sömu aðiljar skipa varamenn í Kjaranefnd. 24. gr. Kjaranefnd sker til fullnaðar úr ágreiningi samnings- aðilja um: 1. Skipun einstakra manna í launaflokka kjarasamnings. 2. Hver aukastörf rétt sé að telja til aðalstarfs og hver beri að launa sérstaklega. 3. Vinnutíma, yfirvinnu og yfirvinnukaup einstakra starfsmanna. VII. KAFLI 25. gr. Félagsdómur dæmir í málum, sem rísa milli samnings- aðilja út af brotum á lögum þessum og ágreiningi um skilning á kjarasamningi og gildi hans. Þegar félagsdómur fer með slík mál, nefna Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og fjármálaráðherra dómend- ur til setu í dóminum í stað þeirra dómenda, er nefndir hafa verið af Alþýðusambandi íslands og Vinnuveitenda- sambandi íslands. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja rekur mál fyrir SÍMABLAÐ1Ð

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.