Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.05.1962, Síða 19

Símablaðið - 01.05.1962, Síða 19
 sem er 80 slög á mínútu og okkar eigin hjartslætti, sem var 160 slög á mínútu. Þá skal hér lauslega getið um nýjasta furðu- verkið á sviði rafeindavís- indanna. Furðuverk þetta er vél, sem getur lesið, eins og mannlegt auga. Hún getur jafnframt hugleitt og lagt á minnið það sem hún les. Vísindamenn sjá fram á ó- trúlegustu möguleika í sam- bandi við vél þessa, sem hlotið hefur nafnið „augað“. Hún getur t. d. lesið úr um 90.000 kortum yfir daginn og vinnur þá á við 25—100 manns, vinnur verkið betur, gerir örsjaidan villur og þarf aldrei að skreppa frá til að fá sér kaffisopa. Rafmagnsheilarnir hafa með „auganu“ eignast góðan bandamann, því þó nýjustu rafmagnsheilarnir séu mjög fullkomnir, þá er sá galli á, að fyrir utan það, að geta ekki hugsað sjálfstætt, eins og „augað“, þá takmarkast afköst þeirra við hraða þeirra manna, sem ,,mata“ rafmagnsheilana. Ameríska póstþjónustan sem jafnan hefur fullkomn- ustu tæki í þjónustu sinni, getur nú með aðstoð „aug ans“ sundurliðað bréfapóst 5 sinnum hraðar en áður. ☆ Bókaútgefendur, sem ætla að gefa út bók, þýdda af erlendu tungumáli, láta „augað“ sjá um að þýða bók- ina, skila þýðingunni tii setjaravélanna og að lokum letrinu til prentvélanna. Það hefur verið uppgötv- að, að mörg amerísk fyrir- tæki, sem hafa ,,augað“ í þjónustu sinni, hafa viljað halda því leyndu, því vart hefur orðið taugaspennu hjá starfsfólkinu, þegar það hef- ur orðið þess vart, að á meðal þeirra er allt í einu komið gráðugt sjáandi „auga“, sem enginn veit raunverulega hversu megn- ugt er. Á þessu má sjá, að það er freistandi, að taka undir með þeim mönnum, sem halda því fram, að tækni- framfarirnar í heiminum séu of örar miðað við þroska mannsins almennt. Ekki tel ég mjög mikla hættu á, að svo sé, því maðurinn hefur ótrúlega mikla hæfileika til að samlagast tæknilegum nýjungum og nýta sér þær. Hitt er annað mál, að við hina öru tækniframþróun, munu skapast fleiri og fleiri tómstundir og þá er hverj- um einstaklingi hollt að hug- leiða hvernig hann notar þessar stundir. Nú vitum við að tómstundir okkar eru margar hverjar notaðar til nytsamlegra hluta, svo sem að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, eða til annarra álíka nytsamlegra hluta. En, sem betur fer, er líka öðru hverju stund og stund til að sinna andlegum hugðar- efnum og taka sér góða bók í hönd, eða setjast niður og skrifa nokkrar línur í Síma- blaðið. Eins og kunnugt er, hefur Símablaðið haft getrauna- samkeppni í jólablaðinu undanfarin ár, með því hef- ur það viljað leggja sitt fram til að vekja áhuga hjá síma- stéttinni á gildi góðra bók- mennta. Blaðið gleðst yfir þeim áhuga, sem símafólk hefur sýnt við að rifja upp kynni sín við íslenzkar bókmennt- ir og vonar að það sé spor í rétta átt til aukins þroska. Aukinn þroski hjá hverj- um símamanni og konu, er aukinn styrkur fvrir stéttina í heild og nú t. d. þegar verk- fallsréttur okkar opinberra starfsmanna virðist vera á næsta leyti, kemur til okkar kasta, að sýna að við höfum ekki minni þroska til að bera, en aðrar stéttir, til að ráða yfir slíkum eignarétti. Öll þjóðin mun fylgjast vel með þeim málum og væri vel ef opinberum starfs- mönnum bæri gæfa til að vera öðrum stéttum til fyrir- myndar í meðferð þeirra mála, á komandi árum. .SCANNERINN'' breytir tölustafnum í svarta og hvíta geisla Tölustafnum breytt í .yídeo-signal Photocell'breytir Ijósorkunnií straum- A* ^ Púlsa Púlsarnir fró.Photo- cellunnrtengdir inn á rafmagnsheilasem flytur tölustafinn yfir á segulband eöa kort fyrir reiknisvélac Linsa '„SCANNING" HJÓL (1QOOO snúningar á mínútu.) Linsa AUGAÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.