Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 20

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 20
Jóhanna Elíasdóttir —> Halldóra S. Árnadóttir og Guðlaug Þórðardóttir, fulltrúar 1. deildar í Félags- ráði. Við talsímaafgreiðslu vinna nú hátt í 300 stúlkur. Þetta er lægstlaunaði starfshópur- inn við stofnunina. Einu sinni völdust til þessa starfs mestmegnis dætur embættis- manna og velstæðra borgara, sem sóttust eftir starfinu til að afla sér vasapeninga, launalögin frá 1919 eru sögu- leg heimild um það. En hópurinn stækkaði og viðhorfin breyttust. Færri og færri sóttust eftir starfinu til að afla sér vasapeninga. Fleiri og fleiri þurftu að lifa af launum sínum. En þá tók við annað viðhorf: Launa- kjörin miðast við þarfir ein- staklings og því viðhorfi hefur reynst erfitt að breyta. En þróun þjóðfélagsins hef- ur skapað ný viðhorf: Leng- ur verða ekki opinber störf metin til launa hér á landi eftir því hvort þau eru unnin af karli eða konu heldur eftir eðli starfsins sjálfs. Lengur verður þetta starf heldur ekki metið til fram- færslu einstaklings, heldur er það staðreynd, að fjöldi símastúlkna verða að sjá fyr- ir öðrum. Við hina nýju endurskoð- un er það því nauðsynlegt að þessi starfshópur sé ekki afskiptalaus, en kynni þeim, sem að þessum málum koma til með að vinna, viðhorf sín og starf, eigi hin gömlu og úreltu sjónarmið ekki enn að hafa áhrif á þau launa- kjör sem talsímakonur koma til með að búa við í fram- tíðinni. Þá gefzt nú þessari deild tækifæri til að hafa áhrif á það, að þar myndist fleiri hækkunarstöður, svo að ein- hverju sé að keppa fyrir þær stúlkur, sem gera síma- afgreiðsluna að lífsstarfi. % Landsfundur F. I. S. verður haldinn seinnipartinn í sumar. Eitt aðal viðfangs- efni hans verður það viðhorf, sem skapast hefur við algera sameiningu pósts- og síma. Víða utan Reykjavíkur hafa starfað við síma- eða póst- afgreiðslu stúlkur, sem ekki eru félagsbundnar. Að vísu hafa símastúlkur á 1. flokks B-stöðvum átt þess kost, að vera félagar í F.Í.S. en á því hefur verið mikill mis- brestur. í framtíðinni munu þessar stúlkur vinna jöfnum höndum að síma- og póst- afgreiðslu, og eiga því eðli- lega að ganga í F.Í.S. og það ættu þær að gera upp til hópa fyrir Landsfund og þyrftu að eiga fulltrúa þar, þegar ákvörðun verður tekin um félagsstöðu þeirra. <— Dóra Ólafsdóttir Varðstjórar við tal- símaafgreiðsluna á Akureyri. — stærstu stöðina utan Reykja- víkur. '.V.V 5ÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.