Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1964, Page 12

Símablaðið - 01.01.1964, Page 12
Hluti af byggingum L. M. E. í Stokkhólmi. að símastjórnirnar í Egyptalandi og Ástra- líu hafa ákveðið þessa veljara sem stand- ardkerfi. L. M. E. heldur áfram tilraunastarfi af miklum krafti á smíði sjálfvirkra sím- stöðva, og er t. d. mikil vinna lögð í að fá fram sjálfvirka elektroniska stöð, þ. e. stöð laus við alla mekaniskar tengingar. Með þessum stöðvum fær maður miklu fljótari tengingu milli símanotenda en með hinum tveim fyrrnefndu kerfum. Ein stærsta peningahítin í sambandi við símakerfi er venjulegast línukerfið milli hinna ýmsu staða, og að geta notað það á sem hagkvæmastan hátt, er þar af leiðandi ákaflega nauðsynlegt. Þess vegna hefur L. M. E. lagt mikið kapp á að fylgjast sem allra bezt með á því sviði. Eitt af því, sem tæknin hefur komið fram með til að geta notað línunetin betur, eru hinir s. k. fjölsímar, sem gera það mögu- legt að flytja mörg samtöl samtímis á einni og sömu línu. Á seinni árum hefur þörfin fyrir fjöl- síma aukizt stórlega mikið vegna hinnar auknu notkunar símans milli staða, landa og heimsálfa. Þetta hefur leitt það af sér, að krafa til þessara tækja er, að þau taki minna pláss en áður, noti minni orku og þurfi litla umhugsun. Þess vegna hefur L. M. E., til að verða við þessum kröfum, hafið framleiðslu á nýrri gerð fjölsíma, sem segja má að uppfylli fyrrnefndar kröfur. Fjölsímar L. M. E. hafa náð miklum vinsældum víða um heim, meðal annars fyrir mjög vandaða framleiðslu og frágang. L. M. E. framleiðir fjölsíma fyrir loft- línur Par-jarðstrengi Koax-strengi og radíó- sambönd, auk þess sem framleiddir eru fjölsímar fyrir háspennulínur. Einnig framleiðir L. M. E ýms sérstök fjölsímatæki fyrir t. d. útvarps- og sjón- varpssendingar. Hér hefur verið stiklað á stóru í sam- bandi við sögu og starfsemi L. M. E. Margt fleira mætti nefna, en það yrði of langt mál. Jón Valdimarsson. SKRÝTLUR Það var áður en sjálfvirki síminn kom, að kona nokkur í kaupstað úti á landi hringdi á miðstöð og bað um „slátur- húsið“. Símastúlkan mis- heyrði beiðnina og gaf kon- unni samband við „sjúkra- húsið“. ,,Halló“ svaraði yfirlækn- irinn. „Já, halló, ég ætlaði að vita hvort þið hefðuð slát- ur.“ „Ekki er það ómögulegt,“ svaraði yfirlæknirinn, sem er maður spaugsamur. „Ætli ég gæti fengið 5“ spurði konan. „Nei,“ svaraði yfirlæknir- inn, „svo miklu lógum við ekki á einum degi,“ Á ísafirði var símastúlka eitt sinn að taka á móti skeyti frá Patreksfirði. Text- inn átti að vera: „Góðfúslega sendið 12 stk. borhulsur.“ Þegar stúlkan afhenti sím- ritaranum skeytið til áfram- sendingar, hafði textinn í meðförum hennar breytzt í „12 stk. gorpylsur." \

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.