Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Side 10
7 0 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Bjami þykir traustursem vinur
og fjölskyldumaður. Mikill
múslkant og góður söngvari.
Metnaðargjarn, samvisku-
samur og sterkur persónuleiki.
Hann á það til að mála
skrattann á vegginn og er
stundum þungur á brún.
Hann er lélegur í golfi.
„Hann er mjög
músíkalskur og mikill
tónlistarmaður. Hann
er skemmtilegur strákur
og heilmikill húmoristi.
Bjarni er mikill vinur
vina sinna. Hann er metnaðar-
gjarn gagnvart tóniistinni og
gerir vel það sem hann tekur sér
fyrir hendur. Eini gallinn sem ég
man eftir I augnablikinu er að
hann er lélegur Igolfi."
Þórir Úlfarsson upptökustjóri
„Hann er náttúrulega
ofsatega góður strákur
og gegnheill. Hann er
traustur sem vinur og
sannur sjálfum sér.
Hann hefur reynt ýmislegt i líf-
inu og stendur uppi sem sterk
persóna eftiroft á tíðum erfitt
lífshlaup. Hann er einn afbestu
söngvurum landsins, alvöru-
söngvari. Hann á það til að vera
stundum svolítið þungur og
framtakslitill en þegar hann
kemst á flug fer hann á fulla
ferð."
Agúst Héðinsson, rúðgjafi útvarpssviðs
365.
„Hann er mikill
húmoristi, hefði átt að
vera leikari. Hann finnur
alltafþað góða í fólki
og talar aldrei illa um
neinn. Hann stendur við það
sem hann segir og er mjög sam-
viskusamur. Hann ermjög
tryggur sinum vinum og fjöl-
skyldu. Gallarnir eru helst þeir
að hann er algjör vinnuflkill og
svo á hann það líka til að detta I
neikvæða gírinn og málar þá
stundum skrattann á vegginn.
Silja Ragnarsdóttir, söngkona og tann-
tækninemi.
Bjarni Arason er fæddur 13. júlí 1971. Hann
hefursungiö frá 15 ára aldri eða frá því að
hann vann keppni um látúnsbarka íslands
og siðan þá hefur hann sungið inn á 6 plöt-
ur. Nýjasta plata Bjarna kom út á dögunum
og heitir Svíng. Bjarni hefur starfað sem út-
varpsmaður í meira en áratug og starfar
núna á Bylgjunni, þar sem hann er með
þátt alla virka daga á milli 13 og 16.
Feður skemur
heima
Feður barna sem
fæddust á árinu
2004 taka að jafnaði
aðeins 94 daga í
fæðingarorlof, eða
um þrjá mánuði, en
mæður taka að jafn-
aði 182 daga, eða
um sex mánuði. Þetta kem-
ur fram í nýrri töflu í Stað-
tölum Tryggingamiðstöðv-
ar ríkisins fyrir árið 2004.
Þar kemur einnig fram að
útgjöld vegna fæðingaror-
lofs og fæðingarstyrks juk-
ust um nftján prósent milli
áranna 2003 og 2004. Á síð-
asta ári námu útgjöldin
samtals 6,6 milljörðum
króna. Konur fengu greidda
3,7 milljarða en karlar 2,9
milljarða.
Forstjóri VÍS, Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, er einn af
handhöfum diplómatapassa íslenska ríkisins. Finnur hætti sem seðlabankastjóri fyr-
ir rétt rúmum þremur árum en hefur haldið passanum jafnvel þótt hann uppfylli ekki
skilyrði fyrir honum og hafi átt að skila honum strax og hann hætti í bankanum.
Allir passareins
Diplómatapassarnir
eru líka bláir.
Finnur hefur
ekki skilað
passanum
Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, er enn með diplómatapassa
sem aðalbankastjóri Seðlabankans jafnvel þótt það séu rúm þrjú
ár síðan hann hætti sem slíkur. í lögum um úthlutun passanna
frá síðasta ári kemur fram að handhafar passanna eigi að skila
þeim um leið og þeir hætta störfum sem veita þeim rétt til að
vera með diplómatapassa. Þrátt fyrir þetta er Finnur enn með
passa og segir í viðtali við DV í dag að hann hafi hreinlega gleymt
að skila honum inn.
Utanríkisráðuneytið hefur látið frá
sér lista yfir þá sem eru handhafar
diplómata- og þjónustupassa á veg-
um þess. DV fór fyrst ffam á að fá list-
ann seinni hluta októbermánaðar en
var synjað um hann á grundvélli laga
um persónuvemd. Mörður Ámason,
þingmaður Samfylkingarinnar, fór
fram á það við Geir Haarde utanríkis-
ráðherra að hann fengi listann og fékk
hann eftír hálfs mánaðar töf síðastlið-
inn þriðjudag.
Gleymdi að skila passanum
Þegar listinn yfir handhafa
diplómatapassa er skoðaður kemur í
ljós að Finnur Ingólfsson, forstjóri
VÍS, er enn með diplómatapassa sem
seðlabankastjóri þótt þrjú ár séu liðin
frá því að hann hættí í því starfi. Sam-
kvæmt reglum átti Finnur að skila
passanum um leið og hann hætti en
það hefur hann ekki gert. Hann flýgur
heimsáffanna á milli, ýmist í erinda-
gjörðum fyrir VÍS eða á eigin vegum
með diplómatapassa í handraðan-
um. Finnur sagði í samtali við DV í
gær að hann hefði einfaldlega gleymt
að skila passanum. „Ég verð bara að
viðurkenna að ég hef ekki hugsað út í
þetta. Þessi passi hefur ekki haft neitt
annað en vandræði í för með sér fyrir
mig því hann dregur að sér athygli er-
lendis," sagði Finnur og bætti við að
fyrir honum væru þessir passar til-
gangslausir.
„Þessi passl hefur ekki
haft neitt annað en
vandræði í för með
sér fyrir mig því hann
dregur að sér athygli
erlendis."
Passinn hans rennur út á næsta ári
og þá mun Finnur fá svokallaðan
þjónustupassa sem fyrrverandi ráð-
herra.
Áttum að ganga á eftir þessu
Helgi Gíslason, sendiherra og
prótókollmeistari í utanríkisráðu-
neytinu, staðfesti eftír
nokkra bið við blaða-
mann í gær að Finnur væri
enn með diplómatapassa
jafnvel þótt hann ætti fýrir
löngu að vera búinn að skila
honum inn. „Passinn hans fell
ur úr gildi á næsta ári þannig að
þá verður hann ekld lengur
með slíkan passa.“
Aðspurður hvort utanríkis-
ráðuneytið hefði ekki átt að taka
passann af Finni svaraði
Helgi að það hefði kannski
átt að ganga á eftír því.
„Það fórst hins vegar eitt-
hvað fyrir,“ sagði Helgi.
fékk ekki upplystngar um
diplómatapassa frá ráðu-
neytinu en Mörður Arnason
alþingismaður náði þeim út
úr ráðuneytinu.
Finnur Ingólfsson Hefur
haft diplómatapassa sem
seðlabankastjóri i þrjú á r
síðan hann hætti þar
störfum. _______
Sláturfélag Suðurlands keyrir mat frá Reykjavík í skóla á Dalvík
Börnin fengu brauðbollur í hádegismat
„Það voru einhverjir byrjun-
arörðugleikar í haust. Það kom fyr-
ir tvo daga í röð að maturinn dugði
ekki til," segir Öskar Þór Sigur-
björnsson, skólafulltrúi Dalvíkur-
byggðar. Óskar segir skýringuna
vera að maturinn hafi verið rangt
vigtaður í Reykjavík og þess vegna
ekki dugað.
„í annað skiptið var svínakjöt í
matinn og þau börn sem fengu það
ekki fengu brauðbollur í staðinn,"
segir Óskar.
Sláturfélag Suðurlands var eina
fyrirtækið sem átti tilboð í skóla-
máltíðir í Dalvíkurbyggð. Um er að
ræða mat fyrir um 300 börn í
tveimur grunnskólum og ein
um leikskóla í byggðarlag-
inu. Maturinn er keyrður
daglega frá Reykjavík
til Dalvíkur, um 400
kílómetra leið.
Óskar segir að
sumir hafi verið
ósáttir með bollurn-
Brauðbollur Börnin sem
ekki fengu svinakjöt fengu
brauðbollur í staðinn.
„Égreiknameðað
sum börn hafi verið
fúl með að missa af svfnakjötinu og
það voru nokkrir foreldrar sem
kvörtuðu til skólans," segir Óskar
og bætir við að mjög virkt eftirlits-
kerfi sé með þessum málum og
alltaf sé hægt að grípa til
varabirgða. „Ef bíll-
inn tefst á leiðinni
og nær ekki fyrir
hádegi eigum við
• alltaf að hafa
varabirgðir til
að gefa börn-
unum."
Sláturfélagið
sá ástæðu til að
fyrir óþægindin
bæta
með því að gefa krökkunum pítsur
í hádegismat eitt skipti. „Þeir verða
að standa sig í þessu og við ætl-
umst einnig til þess," segir Óskar.
svavar@dv.is