Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 32
< 32 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 Menning DV > BJARTSMENN veðrast upp við hól um höfunda sína og vlsuðu nýlega á umsögn Magnúsar Þórs .. Snæbjörnssonar um Stefnuljós Her- i manns Stefánsson- * , ■ ará Kistunni:„Frum- ] legar hugmyndir, _ mikil tilþrif í stíl og Wá skemmtileg kímni- gáfa Hermanns er lesandanum sífellt gleðiefni. Ég finn engan smíðagalla á þessari bók.Mér er til efs að ég eigi eftir að lesa um þessi jól íslenskt skáldverk sem mérfinnst jafn mikið til koma og Stefnuljósa." Nýtt jóladagatal hefur göngu sína á Stöö 2 í kvöld og verður á dagskrá eftir Is- land í dag allt fram á aðfangadag. Það kallast Galdrabókin og er með stærri verk efnum sem Stöðin hefur pantað um langt skeið en Basecamp framleiðir. Brandhildur Blott Vonda drottningin i ævintýraheimi Galdrabókarinnar. Hermann Stef- ánsson Fær marga gullmiða á Kistunni. „TVÍMÆLALAUST ein af áhuga- verðustu bókum þessa árs og mikið listaverk," segir hann.„Ef ég yrði beðinn um að setja dóminn í hnotskurn,sem prenta mætti á gylltan límmiða, þá myndi ég hugsa mig um í stundarkorn og segja svo:„Magnaður skáldskap- ur." Mangi þarf ekkert að setja sig í hnotskurnarstellingar, löngu bú- inn: „Ég finn engan smíðagalla á þessari bók," ætti að duga Birting- um vel. GULLMIÐAHÁTlÐIN erframund an: bein útsending við hátíðlega athöfn og síðari hluti á Bessastöð um innan átta vikna. Eitthvað eru jónar og jfl pálar að láta svona hollíhú fara í pirring- inn á sér,einsog bókaútgefendum sé ekki guðvelkomið að veita sinn gull- grís og ragi ekki nokkurn mann: miðinn fer af með plastinu, slökkva 1 má á sjónvarpinu eða skipta um rás og ekki er nema fáum boðið (illa kælt og ódýrt hvltvín á Bessastöð- um. (slensku bók- menntaverðlaun- in Þetta járnstykki var til verðlauna í hittifyrra. Galdrabókin er ein stærsta framleiðsla á bamaefni sem ráðist hefur verið í á Stöð 2 um langt ára- bil. Jóladagatöl hafa lengi verið á dagskrá norrænna sjónvarps- stöðva og sætt gríðarlegum vin- sældum hjá ungum sem öldnum. Þessi siður var tekinn í tíð Sigurðar G. Guðjónssonar og mæltist strax vel fyrir en ríkissjónvarpið hafði á árum áður framleitt jóladagatöl. Stórframleiðsla Framleiðslufyrirtækið Ba- secamp framleiddi tuttugu og fjóra átta mínútna þætti, ekkert var til sparað til að gera þættina sem besta og skemmtilegasta. Leik- stjóri var Inga Lisa Middleton en handritsgerðin var í höndum Mar- grétar Örnólfsdóttur. Einn fremsti brúðustjómandi í heimi Bemd Ogrodnik stjómaði brúðum og hannaði þær, en Hlín Gunnarsdóttir sá um leikmynd, búninga og útlit brúðanna. Mar- grét samdi alla tónlist. Hópur leikara kom að því verki að taia fyrir brúðumar: Hjálmar Hjálmarsson, Álfrún og Margrét ömólfsdætur, Ólafia Hrönn og Sigrún Edda, sem báðar em með reyndustu búktölumm landsins; þá verður Pétur Jóhann í smáu Jilutverld. Galdrabókin hefur verið í vinnslu í tæpt ár. Hún verður á dagskrá strax á eftir íslandi í dag og verður endursýnd í morgunsjón- varpsdagskrá daginn eftir. Þráður og snurður Alexander er strákur sem er í pössun hjá frænku sinni þegar hann finnur Galdrabók sem stranglega er bannað að fikta í. AI- exander stenst hinsvegar ekki mát- ið og hann opnar bókina og les upp úr henni galdraþuJu. Eftir það þeytist hann inn í veröld galdra og töfra ásamt kettinum Pan og ugl- unni Ólavíu. Til þess að komast heim til sín fyrir jól þurfa AJexand- er og vinir hans meðal annars að læra á galdrabókina, gh'ma við tví- höfða slöngur, rappkanínur, frelsa góðu nomina sem situr í stofu- fangelsi í tumi og er gætt af eldspúandi dreka, aflétta álögum og gæta þess að Galdrabókin kom- ist ekki í hendur vondu nomarinn- ar. Á leiðinni læra þau að ef þau standa saman og sýna hvert öðm umburðarlyndi og virðingu em þeim allir vegir færir. Samhliða þáttunum gefur Sena út geisladisk með öllum lögunum úr þátmnum og einnig er gefið út jóladagatal sem líka er borðspil. Á hverjum reit má sjá vísbendingu um hvað mun gerast í þættinum það kvöldið. ANNARS er verðlaunafárið allt orðið að einhverskonar látlausri sjálfstyrkingarherferð fyrir þjóðina á öllum stigum. & i i i ™ í Llkt og I afmæl- ■■■■BCJIBMÍ um barna verða allir að fá verð- laun samkvæmt hinum norræna jöfnuði. Og vandlætarar falla fram grátandief I þeim er gef- ! inn gripur úr plasti með lakkhúð. Verst hvað fáum er __________________ mögulegt að sjá hvað þetta er dýr- lega skop- legt. Harry Bicket hljómsveitar- stjóri lætur gamminn geysa I kvöld í barokkinu. í kvöld verða árlegir aðventu- tónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói og verður barokkið allsráðandi. Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Ari Þór Vilhjálmsson, fiðluleikari og Matthfas Nardeau óbóleikari ásamt Sinfóníuhljómsveitinni reiða fram glæsilega dagskrá und- ir stjóm Harry Bickets. Arfleifð barokktímabilsins f tónlistarsögunni er mikil að vöxt- um og glæsileg, hvort sem litið er til kirkjulegrar eða veraldlegrar tónlistar, kammerverka eða verka fyrir hljómsveit. Á seinni ámm hefur áhugi og þekldng tónlistar- manna og tónlistaráhugafólks á þessari gullnámu aukist til mikilla muna. Nú er svo komið að fjöl- margir hljóðfæraleikarar og söngvarar sérhæfa sig í flutningi barokktónlistar, leika á uppmna- leg hljóðfæri (sem svo em kölluð þó oft sé reyndar um að ræða eft- irlíkingar gamalla hljóðfæra) og leggja sig eftir því að túlka tónlist- ina í anda þess sem vitað er um flutningsmáta tímabilsins. Þessi nýja og lífvænlega tónlist- armenning hefur að einhverju leyti gert það að verkum að barokktónlist hefur hörfað í hin- um hefðbundna tónlistarheimi. Það er þó engin ástæða til að loka dymm í húsi tónlistarinnar og því hefur Sinfóníuhljómsveit íslands ákveðið að tileinka árlega að- ventutónleika sína hinni hreinu, tæm og upphöfriu fegurð barokksins. Harry Bicket er einn þeirra hljómsveitarstjóra sem hef- ur sérhæft sig í flutningi barokktónlistar og hann heldur um tónsprotann í ár: á verkefna- skrá kvöldsins verða verk eftir J.S. Bach, Rameau og Hándel. Það hefst kl. 19.30. Er ekki ráð að hafa verðlaun frekar svona praktlsk? MAGNÚS ÞÓR (er hann skírður beint I höfuöið á Megasi?) botnar Kistupistil sinn sem er raunar skemmtileg smlð með þessum orðum:„Við ætluðum svo sem ekki að segja neitt sérstakt. Þetta átti bara að vera fyndið. Við erum bullkynslóðin." LAS ANNARS mér til hryllings um helgina aö einhver ósvífinn kaupahéðinn hefur stoliö Neon- nafni Bjartsmanna og ætlar nú að gefa út pornógraflu undir þessu nafni á breska markaðnum. Ekkert er mönnum heilagt. Vita þeir ekki af ritröðinni góðu? Bob Log hinn þriðji T ijH Hin stórkostlega einmenningssveit Bob Log III spil- yíý 's|H ar á Grand Rokki í Reykjavík á laugardag á vegum menningarmiðstöðvarinnar 12 tóna. Bob á að baki V' ÍÉH þijár plötur, School Bus (1998) og Trike (1999) undir ' -4H merkjum Epitaph útgáfunnar og síðast Log Bomb frá r* 2002 sem Fat Possum gaf út. Það er þó einlcum með “ ímmSm k W tónleikaframkomu sinni sem Bob Log HI hefur skapað “ sér nafn í tónlistarheiminum. Á meðan fætur Bob djöflast við trommu- leik einbeita hendumar sér að 12 dollara gíturum og viskýflöskum. í gegnum sfmtól sem hann hefur komið haganlega fyrir inn í hjálmi á höfði sínu ýlfrar Bob sfðan og kyrjar kynörvandi mansöngva sína. Tón- list Bob er lýst sem einhverskonar deltablússkomu og viskýlögðu psychobilly. Áður en Bob stígur á svið ruglar pönksveitin landskunna, Rass í áhorfendum. Forsala er hafin f 12 tónum. Umsjón: Páll Saldvin Baldvinsson pbb@dv.is Flugur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.