Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 Sport DV Fóruvesturán lykilmanna Haukar komust áfram í 16 liða úrslit bik- arkeppni KKÍ og Lýsingar þrátt fyrir að fara fá- mennir vestur á ísafjörö þar sem liðið vann tíu stiga sigur á 1. deildarliði KFÍ. Haukar léku án bandaríkjamanns, fyrirliða (Sævars Inga Haraldssonar) og stigahæsta íslenska leik- manns síns (Kristins Jónas- sonar). Stórleikur Mortens Szmiedowicz (39 stig, 19 frá- köst) kom liðinu áffam í bik- Jafnaði félags- metið Corrie Mizusawajafiiaði félagsmet öldu Leifar Jóns- dóttur (frá 1999) þegar hún gaf 14 stoðsendingar í 81-69 sigri ÍS á KR í Iceland Ex- press deild kvenna í körfu- bolta á mánudagskvöldið. Stúdínur hafa unnið alia þrjá leiki sína með Mizusawa innanborðs en hún náði þre- faldri tvennu gegn KR, var með 11 súg, 10 fráköst og 14 stoðsendingar. Einarfram- lengirtil 2007 Handknattleik- skappinn Einar Hólmgeirsson hef- ur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeild- arliðið Grosswall- stadt. Samningur- inn er til tveggja ára en hann hefur glugga áður en næsta tímabil hefst þar sem hann getur farið til annars liðs. Fyrr í haust hafði þjálf- ari liðsins fryst Einar úr lið- inu en þeir hafa nú sæst. „Ég er ánægður með þetta og þeir ætla að reyna að styrkja liðið fyrir næsta tíma- bÚ. Nú get ég bara farið að einbeita mér að boltanum," sagði Einar í gær. H'nnwii AF ÞESSU 10.10 A1 Ittihad-Sao Paolo í Heimsmeistara- • keppni félagsliða. Beint á Sýn og endursýndur klukkan 16.20 og 22.05. 19.15 ÍR-Haukar í DHL-deiJd karla. 20.00 Manchester United-Wigan og Ev- erton-West Ham beint á Enska Boltanum. 20.20 Kvikmynd um knattspymugoðsögn- ina George Best sem lést nýverið. 22.20 Handboltakvöld '<Wí' á Rúv. 23.45 Strákamir í Celt- ic. Þáttur um Theódór SÖTI Elmar Bjamason og Kjartan Henry Finn- bogason. Liverpool-liöið er komið til Japans þar sem liðið mætir Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka í undanúrslitum Heimsbikars félagsliða á morgun. Liverpool getur sleg- ið félagsmet og unnið Heimsbikarinn í fyrsta sinn í sigursælli sögu félagsins í Jap- ansferðinni. Liverpool-vörnin heldur Jamie Carragher og Sami Hyypia hafa ekki unnið enska meist- aratitilinn með Liverpool en eru samt við það að verða sögulegt miðvarðapar í sigursælli sögu Liverpool. Haldi Liverpool-vörnin hreinu gegn Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka í undanúrslitum Heimsbikars félagsliða á morgun er félagsmetið fallið. Liverpool hefur nefnilega haldið hreinu í tíu leikjum í röð í öllum keppn- um. Liverpool hefur aldrei unnið Heimsbikar félagsliða en liðið tapaði bæði árin 1981 og 1984 þegar aðeins var leikinn einn úr- slitaleikur við Suður-Ameríkumeistarana. f dag eru allir álfu- meistararnir með en stóru liðin frá Evrópu og Suður-Ameríku fá að sitja hjá inn í undanúrslitin. Tap í báðum úrslitaleikjunum til þessa Liverpool mætir Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka í undanúrslit- um Heimsbikars félagsliða á morgun en meistaramir frá Kosta Ríka slógu út Sydney FC frá Ástralíu í fyrstu um- ferðinni. Vinni Liverpool leikinn mætir það sigurvegaranum úr leik A1 Ittihad frá Sádí-Arabíu og Sao Paulo frá Brasih'u, í úrslitaleiknum. Úrslita- leikurinn fer fram á sunnudaginn og þar getur Liverpool bætt fyrir tvö töp félagsins í úrslitaleik um Heimsbikar félagsliða. Liverpool tapaði 3-0 fyrir Flamengo 1981 og 1-0 fýrir Independiente árið 1984. Ensku liðin hafa aðeins unnið einn af sex úrslíta- leikjum (Manchester United 1999) og mörgum þykir tímabært að bæta eitthvað úr því. Enn tími til að safna titlum Finninn Sami Hyypia er orðinn 32 ára en hann hefur ekki gefið upp vonina um að vinna marga bikara méð Liverpool. „Þessir leikmenn fé- lagsins sem unnu stóra titilinn síðast fyrir 15 árum hafa unnið meira en við en ég lít svo á að það sé enn tími fyr- ir okkur að koma með jafnmarga bik- ara til Liverpool," sagði Hyypia á blaðamannafundi í Japan og félagi hans í miðju Liverpool-vamarinnar, Carragher, tekur undir með Finnan- um. „Þessir leikmenn unnu titla með liðinu og það er stefnuskrá allra f lið- inu í dag. Auðvitað er gaman að slá metið þeirra en okkar aðalmarkmið er að búa til sigursælt lið. Það sem skiptif mestu máli er að vinna leiki.í ■ stöðunni 0-0 gegn Middlesbrough hugs- aði maður kánáski að ná að jafna metið með því að halda hreinu en ég hefði miklu frekar vilja vinna 2-1 en afy,,, gera markaiaust jafn- tefli. Á endanum riáð- um við bæði að vinna og haldahreinu og ég er mjög stóltúr ajm4ð vera hluti af Livérþbol-vörn- inni sem hefur haldið hreinu svona lengi,"- sagði Carraglier. '''■>! Það er mikið' álag á' leikmönnum Liverpool og Heimsbikarinn léttir ekki á því, ekki síst þegar það er tekið inn í mynd- ina að liðið þurfti að ferð- ast alia leið til Japans. Það er liðnir 15 klukkutímar frá því skorað var hjá Liverpool-liðinu. Markið skoraði Luis Boa Morte fyrir Fuiham í 0-2 tapi Liverpool á Craven Cottage 22. október síðastliðinn. Síð- an hefur Liverpool leikið tíu heila leiki (sjö í deild og þrjá í Meistara- deild) án þess að fá á sig mark. Liðið er komið upp í annað sæti ensku deildarinnar eftir sjö sigra f röð og vann sinn riðil í Meistaradeildinni og sló þar við ensku meisturunum í Chelsea sem hafa tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool-liðið jafnaði 17 ára gamalt félagsmet með því að haida hreinu tiúnda leikinn í röð (gegn Middles- brough um helgina) og í framhald- inu hafa margir farið að bera saman iiðið í dag við Liverpool-liðið íyrir sautján árum síðan. Skiptir mestu máli að vinna bikara „Málið er að leikmenn eins og Alan Hansen og Mark Lawrenson unnu meistaratitla og Liverpool var þá búið að vinna Evrópubikar, oft. Tölfræðin er skemmtileg en það sem skiptir mestu máli er að vinna bik- ara,‘‘ sagði Jamie Carragher þegar hann var spurður út í samlíkingu við Liverpool-liðið veturinn 1987-88 en það lið hélt einnig hreinu í tiú leikj- um í röð og vann svo enska meistara- titilinn. Liðið var þá undir stjórn Kenny Dalglish en undir hans stjórn varð Liverpool meistari 1986,1988 og svo 1990 en það er einmitt síðasti meistaratitilinn sem hefur komið í Bítlaborgina. TÍU LEIKIR LIVERPOOL í RÖÐ: , Enska úrvalsdeildin: 29. okt. West Ham (heima) 2-OXabiAlonso (17.),Zenden (81) 5. nóv. Aston Villa (úti) 2-0 Gerrard, víti (84.), XabiAlonso (88.) 19. nóv. Portsmouth (h) yf^nd.e.n ^22')' °sse (38)- Morientes (79.) 26. nóv. Man. City (ú) 1- 0 Riise (60.) 30. nóv. Sunderland (ú) 2- 0 Luis Garcia (29.), Gerrard (44.) 3. des. Wigan (h) 2-0 Morientes 2 (71., 76.) Meistaradeíld Evrópu: 1. nóv. Anderlecht (h) 3-0 Morientes (33.), Luis Garcia (60.), Cisse (88.) 23. nóv. Real Betis (h) 0-0 6. des. Chelsea (ú) 0-0 Tveir öflugir Jamie Carragher og Sami Hyypia eru mennirnir í miðju Liverpooi-varnarinnar sem hefur ekki fengið ó sig mark Í924 mínútur íensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. DV-myndir: NordicPhoto/Getty ■■ ■ Bl | ■ _• | - --• ■ ■KHHIHhHhhHBSHB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.