Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 33
Menning DV IÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 33 Rit Guðmundar Magnússonar um Thorsarana hefur valdið nokkrum skjálfta hjá útgefendum og ættmennum af hinni dansk-íslensku Qölskyldu. Ármann Jakobsson segir kost og löst á verki en segir höfundinn hafa náð markmiði sínu Buddenbrooks íslands? Titillinn á riti Guðmundar Magnússonar um Thorsættina er dálítið sjoppulegur. Auð og völd er sjálfsagt að nefna. En til hvers vfsar örlög? Það er eins og sótt í ameríska síðdegissápu og á varla við - flestar söguhetjumar lifðu langa ævi í far- sælum hjónaböndum við allsnægt- ir. Þó að auðvitað væm skin og skúrir í þessari fjölskyldu eins og öðmm var „mótlætið" oft aðeins eðlileg gagnrýni á yfirburðarstöðu fjölskyldunnar í samfélaginu. Ný bókmenntagrein í upp- siglingu Á hinn bóginn er erfitt að setja meira út á þessa bók. Hér er á ferð bókmenntategund sem er frekar nýstárleg á fslandi, alþýðlegt sagn- fræðirit ætíað til fróðleiks og skemmtunar fremur en sem bauta- steinn yfir viðfangsefnið. Stíllinn er þægilegur, lesandinn flýgur áfram og þó að höfundur sé næstum gagnrýnislaus á viðfangsefni sitt er hann einnig láus við ofstopa í garð þeirra sem vom á öðm máli. Hér er ekki á ferð afhjúpunar- eða æsinga- rit. Því er engin ástæða til að fárast fir „týndu síðunum" sem em orðn- ________ ar blaðaefni, : um hjóna- i band l Þóm rHall- " “ grímsson. Varla hefur þar horfið mikið efni ■ því að í bók- inni er saga áranna I Guðmundur I Magnússon, sagn- ■ fræðingur og I blaðamaður. StíHinn er þægilegur, lesandinn flýgur áfram og þó að höf- undursé næstum gagnrýnislaus á við- fangsefni sitt er hann einnig laus við ofstopa í garð þeirra sem voru á öðru máli. 1880-1950 í öndvegi, þegar Thors- ættin reis og sól hennar skein skær- ast. Ættin er ekki sama eining þegar böm Thors Jensens em látin og þessi mörk því náttúruleg. Að verðleikum Guðmundur stendur með sínu fólki eins og sagnaritarar gjarnan. Þannig finnst honum Thor Jensen hafa afrekað mikið með því að ná eins langt og hann gerði, verandi „ættíaus Dani“ á íslandi (bls. 342). Vissulega var Thor Jensen dugnað- arforkur en fleiri dæmi em um ætt- lausa Dani sem plumuðu sig hér, til að mynda langalangafi þess er þetta ritar. Meint Danahatur íslendinga risti sjaldan djúpt og samband Dana og íslendinga var raunar á þeim ámm Dönum heldur í hag. Duglegt fólk Ekki skal þó gert lítið úr hinu að Thor Jensen hófst upp af eigin rammleik og eins og fleiri útgerðar- og verslunarmenn fór hann á haus- inn en reis upp á ný. Þá eins og nú höfðu íslendingar almennt lítinn skilning á viðskiptum og margir þessara manna voru útlendingar og kannski svolítið vanmetnir í samfé- laginu. Um Thor og fjölskyldu má segja að þetta var upp til hópa dug- andi og sjarmerandi fólk og rík ástæða til að gera því skil. Aðeins hvassari nálgun hefði þó þurft til að nýr skilningur næðist á t.d. Ólafi Thors. Guðmundur segir lipurlega frá og heldur athyglinni. Lýsing er þetta þó frekar en djúp greining. Tliorsíiramir AUÐUR • VÓLD ORLÓG vsrp n xtP'- Markmið og leiðir Meiri gagnrýni hefði gert bókina dýpri og bitastæðari. En það er ekki markmið höfundar; bókin er einmitt það rit sem hann hugðist semja. Það verk er unnið af alúð, svolftið hratt þó og stöku villur hér og þar (kona Ólafs Thors er sögð Einarsdóttir á einum stað). Um sögusýn má lengi við hann deila, þar ræður sýn sjálfstæðismannsins og stundum Fréttablaðsins (sbr. bls. 300) og sum okkar eru henni ósam- mála í ýmsum lykilatriðum. í heild er þó bókin viðfelldin, eins og Thorsaramir sjálfir. Þetta Thorsararnir: Auður - vold örlög. Guðmundur Magnússon Almenna bókafélagið, Reykjavík 2005. Verð 5.990 kr. Tár ur steini á dvd og cd Tónlist mun vera fyrsta alþýðlega sagn- ffæðirit höfundar ætíað fjöldanum. Það erunnið aflipurð ogvandvirkni og hann er líklegur til frekari afreka á því sviði. Ármann Jakobsson Jóhann Sigurðar- son og Þröstur Leó íTári úrsteini. Um þessar mundir em liðin tíu ár frá frumsýningu kvikmyndar- innar um tónskáldið Jón Leifs, Tár úr steini. Af því tilefni hefur verið gefinn út vandaður tveggja diska pakki sem inniheldur DVD disk með kvikmyndinni ásamt fjöl- breyttu ítarefni og-CD disk með tónlistinni úr kvilcmyndinni. Þetta er í fyrsta skipti sem kvik- myndin Tár úr steini birtist á DVD, en hún kom út á VHS spólum á sínum tíma. Sú útgáfa er löngu uppseld og hefur kvikmyndin því verið ófáanleg um allnokkurt skeið. íslensk tónverkamiðstöð gaf út geisladisk með tónlistinni úr kvik- myndinni, en hann hefur einnig verið ófáanlegur undanfarin ár. Þessi nýja tvöfalda útgáfa er sam- starfsverkefni Kvilcmyndafélagsins Tónabíós og Tónverkamiðstöðv- arinnar. Kvikmyndin Tár úr steini fékk gífurlega góðar viðtökur þegar hún var fmmsýnd árið 1995. Talið er fullvíst að hún eigi stóran þátt í endurreisn tónskáldsins Jóns Leifs á tíunda áratug síðustu aldar, bæði meðal íslensku þjóðarinnar sem og á erlendri gmnd. Enda fór myndin víða, fékk afbragðsdóma í virtum fagblöðum eins og Variety og Hollywood Reporter, auk þess sem hún vann til fjölda alþjóð- legra sem og innlendra verðlauna. Kvilcmyndinni Tár úr steini fylgir vönduð heimildarmynd um gerð myndarinnar auk annars myndefnis setm tengist kvik- myndagerðinni og ekki hefur áður birst opinberlega. Hægt er að hlusta á leikstjóra og aðalleikara M rifja upp minningar tengdar tök- um og útskýra vbímibrögð sín sem og annað áhugaýért sem tengist sköpunarferlinu. Skýringartextar em á íslensku, ensku og þýsku og pakkanum fylg- ir vandaður bæklingur um tónlist- arþátt kvikmyndarinnar. GunnarGunn- steinsson leik- stjóri Formælandi Sjálfstæðra leikhópa. SJÁLFSTÆÐU leikhúsin hafa verið nokkuð (umræðu vegna klúðurs í Magnúsi og Einari Oddi fjárlaga- nefndarkólfum sem skömmtuðu tíu miijónum ívitlausa dollu,ekki það að bæði áhugamannaleikfélög og Leikfélag Reykjavíkur væru hvort með sínum hætti vel að því komin að fá einhverja aura. Nú eru Sjálf- stæðu leikhúsin í samræðu við borgina um að taka gamla Ishúsið sem bretar breyttu ÍTjamarbló og rífa allt innan úr því og breyta í svartan kassa. SVARTIR kassar hafa verið lausnar- orð hjá Islensku leiklistarfólki. Svart- ur kassi á að gera leikara að trú- verðugri túlkendum hins ritaða orðs,skáldin skulu verða snjallari ( svarta kassanum og kraftaverkin gerast. Svartur kassi er ferhyrnt rými með útgöngum á helst allar hliðar, bæði fyrir áhorfendur og listafólk. Hann verður að vera með gryfju, það er mannhæð niður hið minnsta, helst í miðju og jafn- vel víðar. Loft- hæð í honum verður að vera mikil og yfir öllum gólffleti verður að vera gengt Ijósaloft. ÞAÐ hafa verið gerðar tværtilraunir að svörtum kassa I leik- húsbyggingum á (slandi, báðar í Borgarleikhúsinu; Litla sviðið - sex- hyrningur með djúpu gólfrými og færanlegum áhorfendasvæðum, flugkerfi og ljósagrind,og nýja svið- ið - aflangur sexhyrningur með kjallara undir hluta, Ijósalofti og lausum áhorfendapöllum. Þá er Þjóðleikhúsið að reij í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar - gamlan leikfimi- sal - og fyrir norðan er Leikfélag Akureyrar að innrétta leikrými I gömlu samkomuhúsi. Þá eru ótalin svört rými af ýmsum stærðum vlðar svo sem gamla sjónvarpsstudíóið við Laugaveg og gamla Sagafilm- studíóið inni við Sund. MJÓUM en loftháum blósal er hæpið að breyta I svartan kassa. ( besta falli tæki hann áhorfendur á báða vegu en þá væru óleyst að- gengismál leikara I rýmið, áhorf- endaaðstaða væri litlu betri og út- göngum væri ekki betur við komið. Tjarnarbíó var I eina tíð eitt fárra húsa I bænum sem hafði einstakan hljómburð. Reyndar er raddsnilli ís- lenskra leikara svo fyrir komið að oft heyrist ekkert I þeim nema þeir tali I hljóðnema og dugar ekki til sökum óskýrs framburðar sem hlýst oftast af óskýrri hugsun. ÞAÐ þarf ekki reikningsmeistara til að sjá að nýting á slíkum sal yrði lít- 11, leiksvæði tæki allt plássið, og löng vist leiksýninga myndi kalla á fátíðar breytingar á rými, eins og hefur verið raunin I Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss, Litla sviði og Nýja sviði Borgarleikhúss. Það kostar mannskap og laun að endurraða stólum.Engir hafa viljuga starfs- menn til þess nema frímúrararegl- an sem ku setja nýja félaga I það og stjórnmálaflokkar. Reyndar óskar maður þess að sumir stjórnmála- menn væru enn að raða stólum. Hafi Sjálfstæðu leikhúsin bitið I sig þessa fásinnu er vonin að gæslu- menn almannafjár hafi vit fyrir þeim og eyði aurunum frekar I leik- sýningar. j Tinna Gunnlaugsdóttir leikhússtjóri J Opnar svartan kassa i dag með tilstyrk | Landsbankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.