Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005
Sport DV
Ólafurtil
Slóveníu
Ólafur Stefánsson og fé-
lagar í Ciudad Real drógust
gegn Celje frá Slóveníu í
fjórðungsúrslitum meistara-
deildar Evrópu í handbolta.
Þar er einnig áberandi slag-
ur þýsku liðanna Kiel og
Flensburg. í EHF-keppninni
eru flögur íslendingalið og
eru viðureignir þeirra eftir-
farandi: Lemgo-Dynamo
Astrakan (Rússlandi), Cret-
eil-Kielce (Póllandi), Gum-
mersbach-Bidasoa (Spáni),
Göppingen-GOG (Dan-
mörku).
Skjern mætir
rúmensku liði
Danska liðið
Skjern sem Aron
Kristjánsson þjálfar
mætir rúmenska
liðinu Constanta í
fjórðungsúrslitum
Evrópukeppni bik-
arhafa í handbolta.
Með liðinu leika ís-
lendingarnir Vignir
Svavarsson, Vilhjálmur
Halldórsson og Jón Þor-
bjöm Jóhannsson en liðið á
ágæta möguleika á að kom-
ast áfram í næstu umferð.
Verður Garðar
örlagavaldur
Chisholm?
Samkvæmt heimildum
fréttastofu BBC verður
knattspymustjóri Dundee
United, Gor-
don
Chisholm,
rekinn ef liðið
vinnur ekki
sigur gegn
Dunfermline
um helgina.
Garðar Gunn-
laugsson hélt í
gær utan til
Skotlands þar
sem hann
mun næstu átján mánuðina
verða í láni hjá Dunfermline
frá Valsmönnum. Liðið á í
miklum vandræðum með
mannskap vegna meiðsla og
því ekki ólíklegt að Garðar
verði í hópnum um helgina.
Kannski að hann fái að
spreyta sig og verði örlaga-
valdur Chisholm?
Beðið eftir
Keane
Florentino
Perez, forseti
Reai Madrid,
segir að ekkert
verði af því að
Roy Keane
komi til félags-
ins fyrr en í
fyrsta lagi í
vetrarhléi
spænsku deildarinnar. Búist
var við því að Keane myndi
semja við Real til hálfs árs
með möguleika á fram-
lengningu um eitt ár ef vel
gengi. Þá átti í kjölfarið
Daninn Thomas Gravesen
að fara aftur til Everton en
Perez segir að sama hvað
gerist verði Gravesen um
kyrrt.
Miðvallarleikmaðurinn Kieron Dyer hjá Newcastle hefur gengið í gegnum ýmislegt á
sínum sex árum hjá félaginu. Hann lenti í frægum slagsmálum við samherja sinn í
apríl síðastliðnum og hefur lent í alls kyns veseni utan vallar. Verst hafa þó verið
þau þrálátu meiðsli sem hafa plagað hann. Nú er komið í ljós að meiðslin eru tilkom-
in vegna veikinda og hefur ástandið haft slæm áhrif á sálarlíf Dyers.
Kieron I>yer, leikmaður
Newcastle, á í miklum erfiðleilcum
með sjálfan sig þessa dagana. Hann
sagði ffá því í enskum fjölmiðlum í
gær að meiðslin sem hann hefur
barist við undanfamar vficur og mán-
uði hafi dregið svo mikinn dilk á eftir
sér að hann hafi verið í sjálfsmorðs-
hugleiðingum. Meiðslin hafa verið
enn verri vegna veikinda sem hafa
hrjáð hann og því ástandið slæmt.
Dyer þarf að taka lyf vegna veik-
indanna og einar aukaverkana þeirra
er að hann er viðkvæmari fyrir
vöðvameiðslum en aðrir í hans
stöðu. Hann hefur átt í þrálátum
meiðslum í vöðva aftan í læri sem
hafa hafdið honum frá vellinum
nærri allt tímabifið. Hann hefur
reyndarítrekað lent í löngum meiðsl-
um síðan hann kom til liðsins frá
„Ég hefátt við veikindi
að stríða sem aðdá-
endur Newcastle hafa
ekkert vitað um."
Ipswich árið 1999. Dyer lék tvo leiki í
ágúst, gegn Manchester United og
Arsenal, og kom svo inn á sem vara-
maður gegn WBA í lok október. Þá
meiddist hann á ný þrátt fyrir að spila
aðeins í ellefú mínútur.
Vissu ekki alla söguna
„Ég hef átt við veikindi að stríða
sem aðdáendur Newcastle hafa ekk-
ert vitað um. Þeir sjá að ég meiðist sí-
fellt, aftur og aftur, og finnst það pirr-
andi. En það var vegna þess að þeir
Kíeron Dyer Öftugur
miðjumaöur sem hefur
átt við þrúlát meiðsli
og veikindi að stríða.
Slagsmálin frægu Dyer og Lee Bowyer lenti saman ileik gegn Aston Villa á siðustu leiktlð.
Þetta er eitt frægasta atvik siðari ára í ensku knattspyrnunni. Nordic Photos/Cetty
vissu ekki söguna alla," sagði Dyer
sem hefur dvalist í læknamiðstöð
breska ólympíusambandsins undan-
famar tvær vikur. „Mér er mjög létt
þar sem félagið hefur nú skýrt frá
ástæðu þess að ég er svo meiðsla-
gjam. Ég vil komast aftur á fullt sem
allra fyrst. Liðinu hefur ekki gengið
neitt sérstaklega vel og ég veit að ég
get lagt mitt af mörkum þegar ég er
heill."
Dyer er 26 ára gamall miðvallar-
leikmaður og þótti á sínum tíma einn
allra efnilegasti miðjumaður heims.
Hann hóf feril sinn hjá Ipswich þegar
hann var 17 ára og náði að vinna sér
sæti í aðalliði félagsins strax á sínu
fyrsta ári. Hann var í Ipswich í þrjú ár
en þegar liðinu mistókst að vinna sér
sæti í úrvalsdeildinni árið 1999 var
hann seldur til Newcastle fyrir 6,5
milljónir punda sem er enn hæsta
verð sem Ipswich hefur fengið fyrir
leikmann.
Hvað gerir Eriksson?
Hann var ekki lengi að vinna sér
sæti í enska landsiiðinu og lék sinn
fyrsta leik strax um haustið 1999. Síð-
an þá hefur hann verið fastamaður í
landsliðshópnum þegar hann er heill
og lék til að mynda með Englending-
um á HM 2002 og EM 2004. Hann
hefur þó iðulega leikið sem varamað-
ur, eða í 20 af þeim 28 Iandsleikjum
sem hann hefur spilað. Hvort Eriks-
son velji hann á ný fyrir HM í Þýska-
landi skal ósagt látið en ef hann nær
sér fljótlega og spilar af eðlilegri getu
verður erfitt að ganga fram hjá hon-
um.
Dyer hefúr þó lent í ýmsum vand-
ræðum, bæði innan vallar sem utan.
Árið 2003 lá hann ásamt fleirum und-
ir grun vegna hópnauðgunar á
sautján ára stúlku og þá var hann
áminntur af yfirstjóm Newcastle fyrir
að kasta af sér þvagi á almannafæri.
Þá klessukeyrði hann Ferrari-bifreið
sína utan í brúarstólpa í miðbæ
Newcastle og lenti í frægum slags-
málum við Lee Bowyer, samheija
sinn hjá Newcastle, í leik gegn Aston
Villa í apríl í fyrra. Bowyer tók reyndar
á sig mesta sökina í því máli.
eirikurst@dv.is
A1 Bregenz er með öruggt sex stiga forskot í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta
Þrettán sigurleikir í röð hjá Degi og félögum
Dagur Sigurðsson er að gera
góða hluti með lið sitt A1 Bregenz
Handball í austurrísku úrvalsdeild-
inni í handbolta en liðið vann sinn
13. deildarleik í röð um helgina. A1
Bregenz vann góðan útisigur á
Wolfhose West Wien, 34-37 og
skoraði Dagur sjálfur sjö mörk í
leiknum. A1 Bregenz tapaði fyrir
Aon Fivers í 2. umferð 13. septem-
ber síðastliðinn en hefur síðan
unnið þrettán leiki í röð. Dagur
hefur skorað 38 mörk í 14 leikjum á
þessu tímabilli en hann er að leysa
allar skyttustöðurnar fyrir utan.
Markahæsti leikmaður liðsins er
Króatinn Mario Bjelis sem er stór
og sterkur línumaður sem nýtur
góðs af góðum sendingum Dags
inn á línuna. Bjelis hefur skorað
100 mörk í 15 leikjum en næstir
honum koma skyttan Roland
Schlinger (86) og homamaðurinn
Konrad Wilczynski (80).
Þetta er þriðja tímabil Dags hjá
austurríska liðinu og hann hefur
gert liðið að meisturum tvö síðustu
tímabilin og ef marka má góða
frammistöðu liðsins að undan-
förnu gæti sá þriðji í röð verið á
leiðinni. Dagur varð fimm sinn-
um meistari með Val áður en
hann fór út, þar af fjögur ár í
röð (1993-96) og hefur því ver-
ið afar sigursæll á sínum ferli.
Dagur hefur einbeitt sér að fé-
lagsliði sínu f vetur en
lagði eins og kunnugt er
landsliðsskóna á
hilluna í vor.
Næstileikur A1
Bregenz er gegn
Goldmann-
druck Tulln og
með sigri í
honum tryggja Dagur og
félagar sér sigur í und-
ankeppninni. Sex efstu lið-
in komast í úrslitakeppn-
ina og liðið í efsta sæti í
undankeppninni tekur þá
með sér fimm bónusstig. í úr-
slitakeppninni mætast öll
lið heima og að heiman.
Gengur vel í Austurríki Dagur
Sigurðsson er á góðri leið með að
gera lið A1 Bregenz að austurrlsk-
um meisturum þriðja árið I röð.
DV-mynd Pjetur