Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki sist MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 39 Spurning dagsin Hvað langar þig í jólagjöf? Að stríðinu Ijúki í Afganistan „Ég óska þess að stríðinu Ijúki í Afganistan." Jón Elvar Steindórsson kokkur. „Mig vantar mynd- bandsupp- tökuvél og væri alveg til í að fá hana íjóla- 9jöf." Eir Jógvands- dóttir au pair. langar í föt eftir einhvern góðan hönn- uð." Jóhanna Pét- ursdóttir au pair. „Mig ' langar í Volkswagen Golfíjólagjöf." Ólafur Vignir Sveinsson jarðborari. , Jólin eru á næsta leiti og allir fá þá eitthvað fallegt. DV tók púlsinn á gestum Kringlunnar og fékk að vita hvað væri efst á óskalistanum. Góðir fjölmiðlamenn í dag hringdu þeir í mig vinir mínir í síð- degisútvarpi Bylgj unnar og spurðu mig um tvennt: yfirlýsingu ríkissaksóknara Svía um eitt lögregluumdæmi á Norðurlöndunum og frumvarp til breytinga á umferðarlögum, þar sem meðal annars er Qéillað um vald starfsmanna vegagerðarinnar til eftirlits, en Landssamband lögreglumanna telur hættu á því, að verið sé að fara inn á verksvið félags- manna sinna. Mér finnst ágætt að ræða við þá félaga Þorgeir og Kristófer og þeir hafa líklega oftast rætt við mig af fjölmiðlamönnum um málefni dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins. Þeir hafa áhuga á lögreglu- og dómsmálum sömu sögu er að segja um Svein Helgason, sem nú er umsjónar- maður morgunút- varps RÚV. Skiptir miklu í samtölum við fjölmiðlamenn, að þeir hafi þekk- ingu og áhuga á þvi, sem þeir vilja ræða. Ekki alltaf við hæfi að miða við útlönd Sjálfsagt er nota alþjóðlegar mælistikur til að átta okkur á framvindu íslenska þjóðfé- lagsins, hins vegar er ekki jafnaugljóst, að unnt sé að mæla allt hér á kvarða annarra, eins og til dæmis hvað skólaganga á að vera löng eða hvort ráðherrar skuli víkja sæti eða ekki. Þetta sífellda fjölmiðlatal um, að í þessu eða hinu landinu hefði ráðherra vik- ið, ef þetta eða hitt hefði gerst þar, sem gerist hér, er marklaust, nema menn beri fieira saman en einhvern einstakan atburð. í sumum þjóðþingum tíðkast, að þingmönnum er vikið af þingi í nokkra daga fyrir framkomu þeirra í þingsainum. A að heija umræður um slík úr- ræði hér á landi, af þvi að þau eru j lögbundin sum- staðar í útlönd- um? Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ritar á bjorn.is Samningur Reykjavíkurborgar í Kastljósi Nýgerðir kjarasamningar Reykjavíkurborgar þar sem leit- ast er við að rétta hlut lág- launafólks og umönnunar- stétta hafa hlaupið svo , fyrir brjóstið á sjálfstæð- / ismönnum í landinu að I ' undrun sætir. Einar Odd- ur Kristjánsson réðist með þvílíkum andköfum að borgarstjóranum í Reykjavík í Kastljósi að ekkert minna en algjör þjóðarvoði virð- ist fram undan ef marka má yfir- lýsingar sem bunuðu út úr hon- um. Hrokinn og yfirdrepsskapur- inn voru honum til skammar. Þessi sami maður hefur með rik- isstjórn sinni staðið fyrir miklum hækkunum launa hjá opin- berum starfsmönnum á undanförnum árum. Ég minni á stofnanasamn- inga sem hækkuðu laun hátt í 40 % hjá fjölmörgum stofnunum ríkissins, samn- inga við lækna, samn- inga við framhalds- skólakennara, lífeyris- hæklcanir þingmanna og ráðherra svo eitt- hvað sé nefnt. Jóhann Ársælsson þingmaður ritar á jarsaelsson.is Hallgrímur Helgason segir félagsmálaráðherra nýjasta durginn í hópi þeirra sem stjórna. Efnilegasti durgur landsins Stundum langar mann til að flytja burt frá íslandi. Landinu er stjórnað af durgum sem leyflst allt. Forsætisráðherra seldi sjálfum sér og sínum Búnaðar- bankann og græddi svo miíljónir á því að selja hann öðr- um. Datt síðan í hug að ráðast inn í Irak og reyndi að ljúga okkur j afn full og hann sj álfur var af lygum Bushmanna: Að málið hafi verið rætt og allir vitað um ákvörðun hans og vinar hans. Hann komst upp með hvort tveggja. Forsætisráðherrann þar á undan sendi lögregluna inn í „óvinafyrirtæki“ með hjálp framkvæmdastjóralífs síns, rit- stjóra blaðs síns og besta vinar þeirra allra. Gerði þann síð- amefnda að hæstaréttardómara, alla sína hjarðsveina að sendiherrum og sjálfan sig að seðlabankastjóra eftir að hafa hækkað embættið í launum um Ieið og hann lýsti sig löggiltan efdrlaunaþega ofan í bankastjóralaunin. Komst upp með allt. Eftirsitjandi dómsmálaráðherra hélt baráttunni gegn óvinafyrirtækinu áfram og réðst gegn því hvenær sem hann gat, jafnvel þótt málsóknin gegn fyrirtækinu væri komin inn í dómskerfið, og lenti síðan óvart í því veseni að þurfa að skipa nýjan saksóknara í málinu, rammhlut- drægur sem hann var orðinn. Hann gerði það án þess að missa bros. Og komst upp með það. Hér komast menn upp með hvað sem er. Og nú er röðin komin að félagsmálaráðherra. Kona stýrði jafnréttisstofu en var jafhframt í forsvari leikfélags. Akvörðun hennar að ráða karlmann í starf leik- hússtjóra var kærð fyrir jafnréttisnefnd og síðar dómstól- um. Héraðsdómur dæmdi gegn jafiiréttisstýru. Ráð- herra flæmdi hana úr starfl. Hæstiréttur sneri dæm- inu við en þó fékk konan ekki starfið aftur. Hún fór í mál við rfldð og ráðherrann, tapaði í héraðsdómi en vann í Hæstarétti. Rétturinn dæmdi gegn ráð- herra og rfldð til að greiða konunni sex milljónir. Samt situr karlinn áffam. Karlinn sem píndi konuna til að segja af sér þegar dæmt var gegn henni í héraðsdómi vill sjálf- ur ekki segja af sér þó dæmt sé gegn honum í Hæstarétti. Ég endurtek: Hún var dæmd í héraðs-j dómi og sagði af sér. Hann var dæmdur í hæstarétti og sagði EKKI af sér. Seint verður karl kona. hann kona yfw(kari)maði nans buinn a< íiaema hann ur exnb- « Vaeri aetti. (( Sjaldan hefur kynjamisréttið kristallast jafn vel og í þessu máli. í krafti þess eins að vera karlmaður leyfir ráðherrann sér að sitja áfram. Væri hann kona væri yfir(karl)maður hans búinn að flæma hann úr emb- ættí. Þetta er mikilvægt mál. í því _____ kristallast átök tímans. Mótrök ráðherrans eru með því versta sem heyrst hefur í þingsölum: „Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms. Á þá héraðsdómarinn ekki alveg eins að segja af sér?“ og „Hæstirétt- ur hefur fellt sinn dóm og ég er ósammála honum." Já? Ráðherrann er ósammála Hæstaréttí? Og hvað með það? Hvor er æðri? Em ekki allir jafnir fyrir lög- unum á þessu landi? Verða allir landsmenn að lúta dómum Hæstaréttar nema ráðherrar? Félags- málaráðherra á að segja af sér þótt það væri ekki nema fyrir þessi ömurlegu ummæli. Önnur góð ástæða fyrir manninn til að segja af sér: Mistök hans kostuðu rfldssjóð sex milljónir. Höfuðástæðan fyrir því að hann á að segja af sér er þó sú að þetta mál er MÁL TÍMANS. Kvennabaráttan getur ekki beðið um skýrara dæmi um yfirgang karlaveldisins. Ég trúi því ekki að konur ætli að leyfa þessum manni að sitja áfram. Ámi Magnússon á fyrst og fremst að segja af sér vegna þess að konur landsins þurfa á því að halda. Málið er táknrænt og hann á að skilja það. Að lokum skal honum ráðið heilt: Kæri Ámi. Þú ert fínn náungi en yrðir þó enn betri með því að segja af þér. Þú yrðir maður að meiri. Eða hvort er betra: Að bera blettinn á bakinu ævilangt eða hreinsa sig strax? Hvort viltu vera boðberi nýrra tíma eða efnilegastí durgur landsins? fRtrttóW'^ SEFUR ALDREI Viðtökumvið fréttaskotum ailan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DVA greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku Fullrar nafnleyndar er gætt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.