Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 77 Eftirför í Ár- túnsbrekku Ökumaður var handtek- inn aðfaranótt þriðjudags eftir að hann hafði reynt að stinga lögregluna af á bíl sínum í Artúnsbrekku. Tveir farþegar voru með honum í bflnum. Hann ók á miklum hraða niður í Mörkina. Þar stöðvaði hann bflinn og tók til fót- anna. Lögreglan elti hann uppi og náði honum að lokum. Við leit kom í ljós að hann var með fflcniefm á sér. Lögreglan færði hann upp á lögreglustöð þar sem hann fékk að sofa úr sér og átti að yfirheyra hann síð- degis á þriðjudeginum. Eggert Ólafsson keypti myglað skyr í Nettó í Mjódd. Eggert er ekki sáttur við að fá nýja skyrdós í skaðabætur. Ásamt móður sinni, Elísabetu Albertsdóttir. og bróð- ur sínum Gunnari hefur hann gert Heilbrigðiseftirlitinu viðvart. Þröstur Karlsson verslunarstjóri segist ekki geta bætt ónýtar veislur eða greitt bensínkostnað fólks. Nettó í Mjódd Þar á bæ er skemmd vara bætt með nýrri vöru. • 1 ----------— ÍS $&&&&£ | iáálSf Konurog karlar í sjónvarpi Málþing um konur og karla í fjölmiðlum verður haldið í Lögbergi í hádeg- inu í dag að undirlagi menntamálaráðuneytis og Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Há- skóla íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur menntamálaráðherra flytur ávarp. Eyrún Magnúsdóttir er fundarstjóri og Auður Magndís Leiknisdóttir, Margrét Valdimarsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir, Helga Björndóttir og Þor- gerður Þorvaldsdóttir flytja erindi um rýran hlut kvenna í fjölmiðlum. Nýheilsu- gæsla á Skagaströnd Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra undirritaði í gær verksamning vegna nýbyggingar Heilsugæslu- stöðvar á Skagaströnd og tók fyrstu skóflustungu að byggingunni. Húsið verður 267 fermetra timburhús. Samkvæmt verksamningi á húsið að rísa fyrir 1. ágúst á næsta ári en hönnun þess lauk í september. Fjögur tilboð í verkið bárust 1. nóvember sem voru 11 til 24 prósent yfir kostnaðaráætlun. Ákveðið var að taka tilboði lægst- bjóðanda, Trésmiðju Helga Gunnarssonar ehf. á Skaga- strönd. „Eggert sonur minn fór ásamt konu sinni í Nettó í Mjódd og keypti þar dós af skyri með ferskju- og hindberjabragði. Svo þeg- ar þau ætluðu að gefa átta ára syni sínum skyrið fúlsaði barnið við því og sagði óbragð af því,“ segir Elísabet Albertsdóttir. Hún er amma barnsins sem borðaði hið myglaða skyr. Elísabet ætlar að ganga í málið af fullri hörku. Gunnar Ólafsson Bróöir hans Eggert keypti útrunnið skyr íNettó íMjódd. Fjöiskyldan ætlar ekki að sætta sig við aðra skyrdós i skaðabætur. „Þegar tengdadóttir mfn fór að athuga málið betur sá hún að skyrið var komið meira en mánuð yfir síð- asta söludag. Skyrið var verulega skemmt og barnið hefði getað hflotið verulegan skaða af því að borða það," segir Elísabet Albertsdóttir. Að sögn Elísabetar er öll fjöl- skyldan slegin yfir því að Nettó sé með svo úrelta vöru í hillu. Lúalegar skaðabætur Elísabet og fjölskyldan er sár- móðguð yfir skaðabótunum sem Nettó bauð. „Eggert sonur minn keyrði frá heimili sínu í Grafarvogi niður í Breiðholt til að kvarta og hitti þar fyrir Þröst Karlsson verslunar- stjóra. Hann viðurkenndi að þetta væri afar leiðinlegt og bauð aðra skyrdós til að bæta fyrir skaðann. Það finnst okkur lúalegar skaðabæt- ur,“ segir Elísabet. Fjölskyldan ætlar ekki að sætta sig við þessi málalok. „Barnið hefði getað hlotið verulegan skaða afþví að borða það" Alvarleg augu Heilbrigðiseft- irlitsins Elísabet er komin á fullt í málinu ásamt öðrum syni sínum Gunnari. Þau hafa tilkynnt um skyrið til Heil- brigðiseftirlitsins. „Eggert er mikið úti á á landi þannig að ég og Gunnar bróðir hans tókum við málinu. Við sögðum verslunarstjóranum að við ætluðum ekki að sætta okkur við aðra skyrdós í skaðabætur og fórum þess vegna með málið til Heilbriðgðiseftirlitsins sem þökkuðu vel fyrir og sögðust líta svona mál mjög alvarlegum aug- um,“ segir Elísabet. Ónýtt vara bætt með nýrri „Ég veit svo sem ekki hvað þessu fólki gengur til. Hér er bara um mannleg mistök að ræða,“ segir Þröstur Karlsson, verlsunarstjóri Nettó í Mjódd. „ Við drögum aldrei í efa þegar fólk kemur til okkar með vöru sem því mislíkar og bætum fólki skaðann með nýrri vöru. Það gerðum við í þessu tilfelli og meira getum við ekki gert. Við getum ekki farið að borga einhverja bensínpeninga eða skaðabætur fyrir ónýta veislu þegar fólk krefst þess. “ svavar@dv.is Gunnar Þór Gunnarsson slapp með skrekkinn í héraðsdómi Ekkert fangelsi fyrir 100 grömm af hassi Hverfisgata i Hafnar- A nveniigaw i firði Lögregla fann efnin heimili Gunnars Þórs. Gunnar Þór Gunnarsson, 22 ára Hafnfirðingur, var í gær dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ffloiiefnabrot. Gunnar þykir með þessu sleppa nokkuð vel miðað við að á heimili hans á Hverfisgötu í Hafnarfirði fundust í maí um 79 grömm af hassi og 37 grömm af maríhúana. Leit var gerð á heimili Gunnars eftir að lögregla fann fimm grömm af maríhúana í jakkavasa hans eftir að hafa haft af- skipti af honum sem öku- manni bifreiðar við Lækj- argötu í Hafnarfirði. Gunnar játaði brot sín skýlaust í Héraðs- dómi Reykjaness. Hon- um hefur tvívegis áður verið gerð sektarrefsing fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Refsingin þótti hæfi- lega ákveðin þrjátíu daga skilorðs- bundið fangelsi fýrir 121 gramm af hassi og maríhúana. Dómurinn er skilorðsbundinn með hliðsjón af því að Gunnar hefur ekki áður hlotið fangelsisdóm. Refsingin fellur niður brjóti Gunnar ekki af sér á næstu þremur árum. Hass Gunnar var með meira en hundrað grömm af hassi og maríhúana í fórum sínum. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.