Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005
Lífið sjálft DV
Góðir vinir bjarga lífi þínu
Samkvæmt nýrri rannsókn eru þær konur sem ná góðum nætur-
svefni og eiga góðar vinkonur í minni áhættu að fá ýmsa sjúk-
dóma Ifkt og Alzheimers og krabbamein. Vísindamenn tengja nið-
urstöðurnar við lágt blóðmagn i frekar siæmri sameind sem kall-
ast IL-6 en sú sameind hefur lengi verið tengd hárri tíðni dauðsfalla. „Við höfum lengi vitað að
góður svefn geti gert kraftaverk en núna vitum við að góður félagsskapur er ekki verri," sagði
Elliot M. Friedman í háskólanum f Wisconsin.
Lifðu jólin af -
fjárhagslega
1. Mundu að jólin eiga sér
stað í desember. Ekki láta koma
þér á óvart. Byijaðu að skipu-
leggja í febrúar. Legðu smávegis
til hliðar svo þú þurfir ekki að
punga út fyrir öllum kostnaðn-
um í sama mánuðnum.
2. Gerðu jólagjafalista og
skrifaðu upphæðina sem þú ert
tilbúinn að eyða fyrir aftan
hvert nafn. Þetta er fjárhagsá-
ætlunin þín. Fólkið í verslunar-
miðstöðvunum ætlar sér að ná
af þér peningum svo þú skalt
vera viðbúinn.
3. Borgaðu með peningum.
Hætm að eyða þegar þú klárar
peningana. Með seðla í veskinu
í stað korta muntu passa þig
betur.
4. Ekki kaupa neitt handa
sjálfum þér í desember. Þetta er
eini mánuðurinn sem það er al-
gjörlega bannað.
Jólamarkaður á
Laugarvegi Hægter
að gera gáð kaup á
handverki frá Sólheim■
um á Laugavegi 45.
Smíðaverkstæði Einar
vinnur á smíðaverkstæðinu.
íbúar Sólheima í Grímsnesi eru
löngu komnir í jólaskapið. Þau hafa
verið á fullu við að framleiða kerti,
keramikmuni, sápu og teppi sem eru
til sölu í Jólamarkaðnum á
Laugaveginum. Litlu-jólin sem hald-
in voru um síðustu helgi á Sólheim-
um tókust vonum framar.
„Það er mikil jólastemning hér
hjá okkur og hefur verið í langan
tíma," segir Valgeir Backman, for-
stöðumaður atvinnusviðs Sól-
heima í Grímsnesi. Litlu-jólin
voru haldin síðasta sunnudag á
Sólheimum og skemmtikraftamir
ekki af verri endanum. „Þetta var
alveg frábær skemmtun sem var í
boði Lionsklúbbsins Ægis. Til
okkar mættu Ómar Ragnarsson,
Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds-
son," segir Valgeir og bætir við að
Ómar hafi farið flikk flakk og helj-
arstökk og Raggi Bjarna sagt ótrú-
lega skemmtilega brandara. „Þeir
vita hvað þeir em að gera þessir
menn."
Fólk þekkir kertin
Sólheimar halda úti útimark-
aði á Laugaveginum í Reykjavík
þar sem íbúarnar selja afurðir sín-
ar. „Fólk þekkir kertin okkar enda
góð kerti á góðu verði en auk þess
emm við á fullu í keramiki og
blöndum því gjaman saman í
Jurtagullinu og framleiðum sápur
úr náttúmlegum efnum og setjum
eina sápu í hverja keramikskál,"
segir Valgeir og bætir við að auk
þess verði mikið £if vefnaðarvöm
og öðmm fallegum hlutum til sölu
á markaðnum.
Hreindýrið komið út
Fyrir utan framleiðslu á falleg-
um hlutum hafa íbúar Sólheima
einnig verið í útgáfu upp á
síðkastið. Afraksturinn, tímaritið
Hreindýr, er nýkominn út. „Við
gáfum út þetta blað sem tengist
að miklu leyti jólunum en er
einnig yfirlit yfir það sem hefur
gerst hjá okkur síðan síðasta blað
kom út."
Ekta jólaþorp
Valgeir segir engan snjó í Sól-
heimum í dag en að hann sé viss
um að þau megi eiga von á jóla-
snjó. „Það er allavega óskandi,"
segir hann og bætir við að staður-
inn þeirra sé svo ofsalega fallega
skreyttur að ef snjórinn kæmi yrði
hann eins og ekta jólaþorp.
„Draumurinn er að hafa jólaversl-
unina hér í þorpinu, það væri alveg
frábært og eins og Sesselía vildi en
við sem fýlgjum henni reynum að
uppfylla sem flesta drauma henn-
31.“ indiana@dv.is
Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
MinnistöfUir
og söluaðili
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
FOSFOSER
MEMORY
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Ö
BETUSAN
Gerðu jólin enn hátíðlegrí
♦ Njóttu jólamatarins einungis við
ljós frá jólatrénu.
♦ Taktu mynd af fjölskyldunni um
hveij jól. Settu þessar myndir í sér-
albúm og hafðu það uppi um jólin.
♦ Gefðu einhverjum gjöf sem á síst
von á því. Gefðu blaðburðar-
drengnum eða ruslamanninum
pakka næst þegar hann kemur.
♦ Leyfðu yngsta meðlimi fjölskyld-
unnar að setja stjörnuna á jólatréð.
♦ Hengdu upp heimatilbúna jóla-
skrautið sem börnin gerðu í skól-
anum.
♦ Spyrðu bömin hvað þau ætli að
gefa í staðinn fyrir að spyrja þau
hvað þau langi í jólagjöf.
♦ Sendu gömlum vinum jólakort.
♦ Þótt þú sért ekki lengur barn
máttu sitja í fanginu á jólasveinin-
um í verslunarmiðstöðinni.
♦ Leitaðu upplýsinga á elliheimil-
um hvort einhverjir íbúanna fái
enga heimsókn yfir jólin. Kíktu til
þeirra með lítinn pakka frá jóla-
sveininum.
♦ Gefðu samstarfsfélaga þínum
t jólakönnu í byrjun desember.
♦ Geymdu afrit af bréfum barn-
anna til jólasveinsins. Þau munu
vekja mikla kátínu þegar börnin
verða eldri.
♦ Farðu með litla pakka á barna-
deild sjúkrahússins.
♦ Lestu jólasögu fyrir börnin
kvöldið fyrir aðfangadag.
♦ Leyfðu börnunum að skreyta
jólatréð með því skrauti sem þeim
sýnist.
♦ Ekki gleyma hundakofanum
þegar þú skreytir húsið.
♦ Syngdu jólalag inn á talhófið
þitt.
♦ Kveiktu upp í aminum á
aðfangadagskvöld.