Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 15 Pabbinnfrjáls Andrew Wragg, faðirinn sem kæfði dauðvona son sinn, var sýknaður af ákæru um morð í gær og látinn laus úr haldi lögreglu. Hann var þó dæmdur fyrir manndráp og fékk skilorðsbundna refsingu. Dómarinn taldi að kona hans og móðir drengsins hefðu verið samsek i dráp- inu. Hinn tíu ára gamli son- ur þeirra var haldinn mjög sjaldgæfum sjúkdómi sem hamlar smám saman öllum skilningarvitum sjúklinga sem látast yfirleitt á tánings- aldri. Tookie allur Stofnandi The Crips- glæpagengjanna, Stanley „Tookie" Williams, var lfflát- inn klukkan 8.01 f gærmorg- un að íslenskum tíma. Hann hafði verið innan rimla San Quentin-fangelsisins und- anfarin 26 ár fyrir glæpi sem hann sagðist vera saklaus af. Eftir að hafa verið í einangr- un í sex ár sneri hann við blaðinu og hóf að hvetja ungt fólk til að halda sig frá glæpagengjum eins og því sem hann stofnaði. Fjöldi þekktra manna barðist fyrir breytingu á refsingunni. Baráttu hans gegn glæpum verður lengi minnst. Nokkuð er um liðið frá því að Steven Spielberg gerði kvikmyndina Schindlers List. Nú snýr hann aftur með hinni tveggja og hálfrar klukkustundar löngu kvik- mynd Munich. í henni lýsir hann hefnd ísraels á þeim Palestínumönnum sem stóðu að árásinni á ísraelska íþróttamenn á ólympíuleikunum í Múnchen árið 1972. Israelar segja kvikmynd Spielbergs meingallaða og ónákvæma þar sem þeim sé nánast lýst sem hefndarþyrstum glæpamönn- um. Skipuleggjandi árásarinnar segir að Spielberg hefði átt að tala við hann áður en hann gerði myndina. Þrátt fyrir að enn sé rúm vika þar til myndin Munich verður frumsýnd er hún strax farin að skapa heitar umræður. Margir fyrr- verandi liðsmanna Mossad, leyni- þjónustu ísraels, segja myndina íýsa baráttu ísraelsmanna sem sí- felldum hefndarleik sem gangi út á að vera sífellt að jafna metin. Kvik- myndina byggir Spielberg að miklu leyti á bók George Jonas, Vengeance [Hefnd], sem segir frá játningum fyrrverandi liðsmanns ísraelshers sem hætti vegna hefnd- araðgerða ísraels. Harmleikur „Ég tel það harmleik að svo mik- ilvæg persóna sem Spielberg er skuli hafa byggt kvikmynd sína á bók sem er uppspuni frá rótum,“ segir David Kimche, fyrrverandi liðsmaður Mossad. „Eins og í dag, hafði þetta ekkert með hefnd að gera. Þetta snýst allt um að verjast frekari hryðjuverkaárásum á sak- laustfólk." Kimche telur einnig að atburð- 'irnir í Múnchen hafi gerbylt áliti heimsins á hryðjuverkum. „Ég hef alltaf stutt þá stefnu ísra- elsmanna að bregðast sterklega við þegar þeim er ógnað," segir Spiel- berg, sem sjálfur er gyðingur. „Á sama tíma er svar gegn svari ekki lausnin," segir Spielberg sem telur sögu Ísraelsríkis sanna mál sitt. Leiðtoginn tjáir sig Mohammad Daoud Odeh var höfuðpaurinn í árásinni á ísraelsku íþróttamennina. „Ég hafði ekki hugmynd um þessa mynd Spielbergs," segir hann. „ Ef einhver vill segja sann- sögulega frá atburðinum ætti hann að tala við þá sem voru aðilar að honum, einhverja sem þekkja sannleikann." Daoud er enn eftir- lýstur fyrir aðild sína að hryðjuverk- Mohammed Daoud Odeh Höfuöpaur gíslatökurmar í Míinchen hefði viljað að Spi- elberg ráðfærði sig við hann. unum og er í felum einhvers staðar í Miðausturlöndum. Hann segir að mannfall árásar- innar sé algjörlega á ábyrgð ísraels og þýsku lögreglunnar. Tveir gísl- anna létust í gíslatökunni sjáifri en nfu til viðbótar í klúðurslegri björg- un lögreglunnar. Daoud er sam- mála Kimche um að bókin Vengeance sé hlaðin rangfærslum. haratdur@dv.is Brunnin þyrla Á flugvellinum i Miinchen eftir mistök þýsku lögreglunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.