Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 Fréttir DV Forláta rauð- vín 1,5 lítra fíaska af Mouton Cadet 1995. Hæsta boð er 7000 krónur. MoinosCÁ Frír leikskóli á Seyðisfirði Bæjarstjóm Seyðisfjarð- ar hefur samþykkt sam- hljóða tillögu um að öll böm frá eins árs aidri til fimm ára eigi rétt á leik- skólaplássi. Segir bæjar- stjómin að það sé hluti af fjölskyldustefnu bæjarins að öU börn með lögheimUi á Seyðisfirði fái ókeypis vist á leikskólum. Felið hefur tek- ið töluverðan tíma en bær- inn tók upp fyrir ári síðan að hafa gjaldfrjálst í ijóra tíma fyrir fimm ára böm og reyndist sú tilraun vel. Styrkja Skuggabörn Súðavfkurhreppur hefur ákveðið að styrkja gerð heimildamyndarinnar Skuggabörn um 25 þúsund krónur. Sveitarstjórn barst bréf frá Vestfirska kvik- myndafélaginu þar sem beðið var um fjárhagslegan stuðning vegna myndarinnar sem Flateyring- arnir Lýður Árnason læknir og Reynir Traustason gerðu ásamt Þórhalli Gunn- arssyni sjónvarpsmanni. TUlaga kom frá oddvita um að veita verkefninu styrk að upphæð 25.000 krónur og var hún samþykkt sam- hljóða. Heimdelling- ur gegn banni Heimdellingurinn Steinn Halldórsson hefur sent frá sér ályktun sem birtist á frelsi.is. Þar segist hann vera gríðarlega ósátt- ur við fmmvarp heilbrigðis- ráðherrans Jóns Krist- jánssonar um blátt bann við reykingum. Steinn sér sig knúinn til þess að álykta um þetta mál því hann á sér ekki sæti í neinni stjórn. Hann segir í ályktun sinni að hann efist um að nýtt fmmvarp heil- brigðisráðherra muni standast skoðun gagnvart stjórnarskrá og segir hann jafnframt að hann muni strika út nöfn þeirra sem kjósa með frumvarpinu. Einari Erni Einarssyni hagfræðingi blöskrar hversu miklum óþarfa hann hefur sank- að að sér og notar örsjaldan. Hann tók því af skarið og stendur fyrir góðgerðaupp- boði á heimasíðu sinni, eoe.is, þar sem lesendur bjóða í eigur Einars og styrkja þannig fátæk börn í Suður-Ameríku. Gefur eigur sínar og launin dl barna í Subur-Ameríku „Ég gef allan ágóða uppboðsins, auk 15 prósenta launa minna í desember, til góðgerðamála," segir Einar Öm Einarsson hagfræð- ingur. Hann stendur þessa dagana fyrir góðgerðauppboði á heima- síðu sinni, eoe.is. Þar selur hann eigur sem hann telur óþarfar: geisladiska, sjónauka, fótboltatreyjur, myndavél, þurrkara, viskíglös og fleira. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. „Nú þegar hafa safnast rúmar hundrað þúsund krónur. Uppboðið byrjaði um síðustu helgi og stendur fram yfir þá næstu. Ég er ekki að bjóða allt upp sem ég á. Bara það sem ég hef engin not fyrir. Datt í hug að nota síðuna mína vegna þess fjölda sem skoðar hana reglulega," segir Einar Örn Einarsson hagffæð- ingur. Sláandi fátæk börn „Ég hef ferðast mikið um Mið- og Suður-Ameríku. Séð þar sláandi fá- tækt. Að undanförnu hef ég hugsað æ meira um það hvað ég get gert til að bæta mig og mitt umhverfi. I raun er það fáránlegt að eyða þús- undum króna í alls konar vitleysu, en láta svo ékkert af hendi rakna til betri málefna," segir Einar en hann bjó um tíma í Mexíkó og Venesúela. Honum finnst líklegast að styrk- urinn renni til barna í Gvatemala og Hondúras en þar þykir honum fá- tæktin einna mest. „Já, af þeim löndum sem ég hef komið til. Ég var þarna í haust, rétt áður en fellibyl- irnir gengu yfir. Ástandið hríð- versnaði eftir þá.“ Rekur mexíkóskan stað Einar er markaðsstjóri fyrirtækis- ins Danól. Hann á einnig, með fé- laga sínum, og rekur veitingastaðinn Serrano í Kringlunni. Þar býður hann upp á mexíkóskan mat en þjónar ekki sjálfur til borðs. Auk eiganna leggur Einar fram 15 prósent desemberlauna sinna til fá- tæku barnanna. Hann vill þó Iítið segja hversu há upphæð það er. „Nei. En ég býst við því að alls eigi eftir að safnast um tvö hundruð þús- und úr uppboðinu. Sem er frábært. Það er mjög gaman að gera eitthvað fyrir gott málefni." Allt nema fötin til sölu Jólin eru á næsta leiti en Einar segir litlar líkur á því að jólagjafirnar fylli alla skápa aftur. „Ég fæ eldd það margar gjafir. Þar að auki snýst þetta frekar um að selja þá hluti sem maður sankar sí- fellt að sér en notar ekki neitt. DVD-myndirnar eru gott dæmi. Maður horfir á þær einu sinni og hendir þeim svo upp í skáp. Ég dreg línuna við föt. Held einfaldlega að það vilji enginn ganga í fötunum af mér. En ef ég vil gefa þau þá fer ég með þau í Rauða krossinn," segir Einar, hæstánægður með framtak sitt og viðbrögð annarra. halldor@dv.is •. -...... eoe.is Uppboð iðstendurfram yfirhelgi. Tolvuspil Donkey Kong og Mario Bros. Hæstu boð eru 2500 krónur í hvorn. t: ' „f raun er það fáránlegt að eyða j þúsundum króna i alls konar vit leysu, en láta svo ekkertaf hendi rakna til betri málefna Einar Örn Hag- fræðingur sem selureigurnará góðgerðaupp- boði á heima- síðu sinni, eoe.is. Hæsta fyrirframgreiðsla fyrir sölu á íslenskri bók til útlanda 2,4 milljónirfyrirTíma nornarinnar Tími nornarinnar eftir Árna Þór- arinsson hefur verið seld fyrir metfé til Þýskalands að sögn Jóhanns Páls Valdimarssonar hjá JPV útgáfunni. Það er þýski útgefandinn Droemer Knaur, einn öflugasti útgefandi Þýskalands, sem keypti en gengið var frá sölu bókarinnar til allra Norðurlandanna í síðustu viku „Gengið hefur á tilboðsstríð meðal þriggja þýskra útgefenda um útgáfuréttinn á bókinni þar í landi en þeir telja að Tími nornarinnar Hvað liggur á? eigi ótvíræða metsölumöguleika í Þýskalandi. Eftir tilboðsstríð í nokkra daga hélt JPV útgáfa upp- boð á bókinni og hreppti Droemer Knaur réttinn fyrir 31.000 evrur eða jafngildi um 2,4 milljóna króna í fyrirframgreiðslu einungis fyrir sölu bókarinnar á almennum markaði. Þá eru bókaklúbbar og aðrar söluleiðir ekki teknar með en þýski útgefandinn rekur öflugasta klúbb Þýskalands, Weltbild," segir Jóhann Páll. Hann telur hér sennilega um „Það liggur á að pakka sýningunni minni saman fyrirjólin. Næsta helgi er siðasta sýning- arhelgi," segir Daníel Björnsson myndlistarmaður. Sýhingu hans, Inngarði, er að Ijúka í Gallerí Banananas við Laugaveg. Hún samanstendur afljósum, veggverkum og skúlptúr- um.„Svo þarfég að drífa mig að fara yfir einkunnir nemenda minna íListaháskólanum, þarsem ég kenni grafíska hönnun." hæstu fyrirframgreiðsla sem nokkru sinni hefur fengist fyrir sölu á ís- lenskri bók til útlanda. JPV útgáfa á núna í samingavið- ræðum við útgefendur víða um heim um réttinn á bók Árna og er tíðinda að vænta úr þeim áður en langt um líður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.