Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1976, Qupperneq 22

Símablaðið - 01.01.1976, Qupperneq 22
„Bu.en.os dias senor ingeniero islandes' Þeim íslendingum fer ört fjölgandi, sem ferðast til sólarlanda og teljast því slíkar ferðir vart lengur til neinna tíð- inda. Aftur á móti mega það teljast nokkur tíðindi þegar íslenskur síma- maður leggur leiðir sínar þangað til starfa í sínu fagi. Snemma þessa árs fór Jóhann Hall- varðsson, deildarstjóri í Radíótœkni- deild, til Kanarieyja og stjórnaði þar uppsetningu á UHF talstöðum, bæði fastastöðvum og í bifreiðar. Þetta verk var á vegum Storno í Danmörku, en þar er Jóhann vel kunnur vegna sinna mörgu námsferða þangað og þar sem Jóhann skilur jafnframt allvel spænsku, þá sá Storno sér leik á borði og bauð lionum þetta starf. Fyrirtækið á Kanarieyjum, sem var að kaupa tál- stöðvarnar af Storno sér um flutninga á miklum fjárupphœðum fyrir ýmsa aðila þar suður frá. 1 smárabbi við Símáblaðið segir Jó- hann svo frá: — Ég hafði þrjá eyjar- skeggja mér til aðstoðar, elskulega og kurteisa menn, sem stóðu upp þegar ég mœtti á morgnana og heilsuðu mér með: „Buenos dias senor ingeniero ís- landes. — Góðan daginn herra ís- lenzki verkfræðingur“. Síðan fengu 20 BÍMABLAÐIÐ þeir sér góðan snaps af koniáki, og svo var unnið til hádegis. Þá varð hlé á vinnunni til klukkan fjögur „Siesta“ og síðan verið að til klukkan að ganga sjö. Vinnuafköstin voru heldur léleg. Þekking þeirra og þjálfun í radíotœkni af skornum skammti, enda hafa svona tœki ekki verið leyfð þarna nema fyrir her og lögreglu hingað til. Vinnufélag- ar mínir lifðu líka dyggilega eftir hin- um ágæta spœnska málshætti: „Það kemur dagur eftir þennan dag“ — Og reyndar eftir morgundaginn líka, bæta þeir við á Kanaríeyjum. Þeir voru ákaf- lega tregir til að ganga frá hlutunum, voru ánægðir ef tækið fékkst til að vinna, en vildu síðan ganga betur frá tengingum og slíku „seinna“. Á verk- stœðinu, sem við höfðum til umráða var aðeins einn tengill fyrir rafmagn og það flýtti ekki fyrir verkinu, að geta aðeins notað eitt rafmagnsverk- færi í einu. Rafmagns- og símalagnir virtust vera í hálfgerðum ólestri í Las Palmas, leiðslurnar voru víðast hvar hengdar utan á húsin. Þá fannst mér áberandi hvað mörg hús voru ófrá- gengin, en þar mun skýringin vera sú, að menn þurfa ekki að greiða gjöld af húsum sínum fyrr en þau eru fullgerð.

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.