Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 29
Frá Stykkish.ó[m.i
Jafnrétti
Þetta orð hefir mikið verið í tísku nú
undanfarin ár og um leið fengið á sig sér-
kennilegan blæ. Eins og við vitum þá er
erfitt að koma á fullu jafnrétti, bæði er nú
það að rnenn eru misjafnlega af guði gerðir
og svo einnig að störf og annað er mis-
jafnlega verðlagt í þjóðfélagi voru. Þá ber
og á það að líta að menn verðleggja sig
misjafnlega líka og sumir eru ákveðndr að
kalla sig listamenn án þess að umheimur-
inn sjái þá list sem sveiflast í kringum þá.
En aðallega liggur þetta í andlegri list sem
mönnum gengur misjafnlega að melta. Og
um leið og listamannasvipurinn er kominn
á andlitin þá verður hann svo dýr að
þjóðfélagið á erfitt með að borga hann því
verði sem krafist er. Mér verður nú hugsað
til kvikmyndagerðarmannanna sem ætla
að setja milljónir upp fyrir myndir sem
þeir framleiða án þess að hafa vissu fyrir
að nokkur vilji á þær horfa og því síður
að hinn almenni borgari skilji boðskapinn
sem þessar fígúrur eiga að flytja. Ég hefi
t.d. horft á nokkur sýnishorn undanfarin
ár og sannast að segja kýs maður heldur
lækkun á sjónvarpsgjaldi til að firra sig
þessum ósköpum. Ja, hvað er list. Það
heyrir maður best þegar úthlutun svo-
felldra listamannalauna er á ferðinni. Það
er nú aumi söngurinn. Ég er ekki metinn
nógu mikils.... Þetta er viðkvæðið. Og
hvað hafa svo þessir listamenn þegar allt
kemur til alls og öll STEF-gjöld eru komin
inn í dæmið. En hvað um það — og hvað
sem kemur í viðbót, ekki verður ánægjan
meiri. Menn gleðjast ekki í dag eins og
við glöddumst þegar var að okkur réttur
brjóstsykurmoli í uppvextinum.
Eitt af því sem ég hefi ekki skilið síðan
ég hóf störf hjá Pósti og síma og það eru
launakjör hjá símstjórnum á 1. fl. B. stöðv-
um eins og þær almennt voru kallaðar.
Þar eru menn í mörgum misjöfnum launa-
flokkum, ekki eftir því hvað þeir hafa að
gera, heldur eftir því hvar þeir eru stað-
settir og eftir því sem menn eru þar í
hærra launaflokki, þurfa þeir minna að
hafa fyrir störfum, því þar koma til full-
trúar og nóg starfsþjónusta. En þeir sem
eru í lægstu flokkunum þurfa að vinna
myrkranna á milli og stoppar ekki til.
Þetta er nú eitt af jafnréttinum í þessum
bransa og mér er það alveg óskiljanlegt
hversu lengi aðalmenn stofnunarinnar hafa
horft á þetta án aðgerða og þó hefi ég oft
vakið máls á þessu, ekki mín vegna, held-
5ÍMABLAÐIÐ