Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR21. DESEMBER 2005 Fréttir DV Róbert G Kosti Lr & : Gallar Róbert þykir hæfileikaríkur, duglegur og kappsamur íþróttamaður. Traustur vinur, skemmtilegur og fyndinn. Hann þykir kærulaus og fljót- fær. Vinum hans fannst hvorki skegg fara honum né að spila fótbolta með Fylki. „Hann er mikill keppnismaður í Iþróttum og duglegur. Róbert er hæfileikarikur og mjög góðurl handbolta og fótbolta. Hann er fínn náungi og góður strákur. G allar hans eru hversu kæru- laus hann erstundum og fljótfær. Svo finnst mérhann með lélega hárgreiðslu." Þór Björnsson, iþróttafulltrúi Fram og fyrrverandl samherjl Róberts. „Hann er góður strákur og gam- an að umgangast hann. Róbert er baráttujaxl og frábær hand- boltamaður. Hann er vin- ur vina sinna og mikill húmoristi, núna erum við herbergisfélagar og það er sjaldan rólegt hjá okk- ur. Gallar eru kannski hversu fljóturhann er upp enhanner líka jafn fljótur niður aftur. Svo fannst mér hann ekki sætur með skeggið þótt þaö hafi verið gott að kúra hjá hon- um meðan hann var með þaö." Guöjón Valur Sigurösson, samherji Ró- berts hjá Gummersbach. „Þetta er frábær drengur, hann er grfðarlega duglegur og ósérhlíf- innog leggur mikið á sig til að ná sínum markmiðum. Einn helsti kosturhans erhversu traustur vinur hann er. Hann hefurmikinn metnað og hefur náð langt sem iþróttamaður því hann er svo fylginn sér og sókndjarfur. Gall- arnir hans voru þeir aðhann var með skegg og spilaði fótbolta með Fylki. Nú er hvorutveggja úr sögunni þannig að ég myndi segja að hann værigallalaus." Heimir RikharÖsson, þjálfari Vals í hand- bolta. Róbert Gunnarsson erfæddur22.mal 1980. Róbert er landsliösmaöur í handbolta og spilar sem atvinnumaður méö Gummers- bach í þýsku Bundesligunni en liöiö er í topp- baráttu deildarinnar. Róbert er á sínu fyrsta ári í Þýskalandi eftiraö hafa spilaö stórt hlut- verki í danska liöinu Arhus GF slöustu þrjú tímabilin á undan þarsem hann var meðal annars valinn leikmaður ársins í dönsku deildinni í fyrra. Einar K. Guðfinnsson ritaði grein á vef sinn um hversu gott sé að gera út á íslandi. Greinin fór ekki vel í Níels A. Ársælsson útgerðarmann á Tálknafirði. Níels setur fram harðorðar athugasemdir við greinina og segir sjávarútveginn síður en svo í góðu standi - frekar að hrun blasi við. Sjómaöur hjarmar sjavarutvegs ráöherra „Ég bið gott fólk um að aðhafast til hjálpar við að koma vitinu fyrir ráðamenn þjóðarinnar svo snúa megi ofan af þessari vit- leysu. Það er orðin veruleg hætta á að ekki vinnist tími til að bæta skaðann. Það er að verða of seint.“ Svo ritar Níels A. Ársælsson, út- gerðarmaður á Tálknafirði. Hann er ekki par ánægður með grein sem Einar K. Guðfinnsson birti á vef sínum undir yfnskriftinni: „Við stöndum okkur vel." Grein Einars hefst á orðunum: „Það er gott að gera út á íslandi og stjórnendur og starfsfólk í íslensk- um sjávarútvegi eru að ná miklum og góðum árangri. Þetta er í raun- inni niðurstaðan úr skýrslu sem unnin hefur verið um samkeppnis- hæfni íslensks sjávarútvegs í sam- anburði við norskan." Greinin kemst í hendur Fiskifrétta Níels, sem þekkir á eigin skinni hvernig staðan er, gefur ekki mikið fyrir þessar staðhæfingar ráðherr- ans en segir nær lagi að sjávarút- vegur sé að hruni kominn. Þessum skoðunum sínum kom hann á framfæri í athugasemda- kerfi á vef Einars en um tíma leit svo út sem greinin væri horfin af vefnum. Hún fannst þó með hjálp ráðherra og er í efnisþætti sem heitir blogg. „Nei, þó ég vildi láta hana hverfa kynni ég það ekki. Ég er svo lélegur í svona tækni," hlær sjávar- útvegsráðherra. Hann heldur þó úti ágætri síðu. Epli og appelsínur Einar segir Níels vera að tala um tvo óskylda hluti. „Ég var að vitna í ágæta skýrslu um samkeppnis- „Kallast þetta góður árangur af svokölluðu kvótakerfi við fisk- veiðistjórnun á ís- landi í yfir 20 ár?" hæfni og hún tekur til fleiri hluta en bara fiskveiðiráðgjafarinnar. Þarna er því verið að bera saman epli og appelsínar." Áður en Einar sneri sér alfarið að stjórnmálunum var hann einmitt útgerðarmaður fyrir vestan og honum þykir ekkert að því í sjálfu sér að fá ágjöf frá sínum fé- lögum, harðjöxlum að vestan. „Já, þetta eru mínir vinir og fé- lagar. En nei, mér finnst þetta ekki verra. Níels er maður með einarðar skoðanir. Ég er hins vegar ekki sammála honum um ástæður þeirra vandamála sem við er að glíma. Hann er með einfaldar skýr- ingar á tiltölulega flóknum atrið- um." jakob@dv.is Heimasíða Einars Niels setti útá grein ráðherrans á heimasiöu hans, ekg.is Grein sjávarútvegsráðherra: Við stöndum okkur vel Það er gott að gera út á fslandi og stjórnendur og starfsfólk í íslenskum sjávarútvegi eru að ná miklum og góðum árangri. Þetta er í rauninni niðurstaðan úrskýrslu sem unnin hef- ur verið um samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs í samanburöi við norsk- an. Norðmenn standa framarlega, hafa mikla fjármuni til þess að byggja upp innviði samféiagsins og því er Ijóst að við erum ekki að bera okkur saman við neina aukvisa. Þessi sam- anburður leiðir i Ijós að við stöndum okkur vel; sýnu betur en Norðmenn þó munurinn sé ekki mikill. Það er augljóst að við skorum lægst þegar kemur að þeim þætti efnahags- mála sem lýtur að genginu. Eðlilega eru islenskir stjórnendur óánægðir með þau mál, eins og sakirstanda. Það er líka öllum Ijóst að niðurstaðan hefði, hvað þetta áhrærir, orðið allt öðruvísi efspurthefði veriðsömu spurningar fyrir svo sem tveimur árum; eða efvið spyrjum aftur eftir svo sem eitt ár, þegar gengið verður fallið úrþeim himinhæðum sem það erfdag. Imeginatriðum getum við því glaðst. Þarsem við stöndum lakar, höfum tækifæri til að bæta okkur. Snýrþað bæði að stjórnvöldum og greininni sjáifri. Þessi samanburður er okkur því gagnlegur og mikil- vægur og við hljótum að líta á hann sem tæki okkur til handa. Nú þurfum við að gera samanburðinn víðtækari þannig að hann nái til sjávarútvegs í fleiri löndum. A. Ársælsson Biðurgott fólk að koma vitinu fyrir ráða- menn þjóðarinnar svo snúa megi ofan af vitleysunni i sjávarútvegi. Níels A. Ársælsson skrifar: Þetta er undarleg staðhæfíng að teknu tilliti til eftirfarandi stað- reynda. 1. Þorskstofninn skreppur stöðugt saman ár frá ári vegna fæðuskorts. 2. Rækjustofnar aliir hrundir, upp- étnir vegna fæðuskorts. 3. Allur hörpudiskstofn dauður vegna næringarskorts. 4. Loðnustofninn hruninn vegna gengdarlausrar ofveiði. 5. Karfastofnar nánast hrundir vegna ofveiði. 6. Gráiúðustofninn nánast hruninn vegna ofveiði og fæðuskorts. 7. Rauðsprettustofninn ísögulegu lágmarki vegna fæðuskorts. 8. Miklar blikur á lofti um kolmun- ann vegna gengdarlausrar ofveiði. 9. Sandsíli og trönusíli uppétið vegna fæðuskorts annarra fiska. 10. Sjófugi allur ístórkostlegri út- rýmingarhættu vegna fæðuskorts. Kallast þetta góður árangur af svokölluðu kvótakerfi við fiskveiði- stjórnun á íslandi /yfir 20 ár? Höfum það hugfast að þegar kvótakerfið var tekið upp þá var einungis talið að þorskstofninn einn væri ofveiddur, allir aðrir stofnar voru í góðu jafnvægi og sumir stofnar beinlínis vannýttir. Ég bið gott fólk um að aðhafast til hjálpar við að koma vitinu fyrir ráðamenn þjóðarinnar svo snúa megi ofan afþessari vitleysu. Það er orðin veruleg hætta á að ekki vinnist tími til að bæta skaðann. Það er að verða ofseint. Vaknaðivið innbrotsþjóf Brotist var inn í íbúðar- hús á mánudagsmorgun við Kringluna og fartölvu og tösku stolið. Kona sem býr í húsinu vaknaði við þjóflnn og þegar hann varð konunnar var flúði hann húsið. Á flóttanum missti hann veski úr tösku konunn- ar sem hann hafði á brott með sér. Lögreglan segir að henni hafi borist tilkynning um að maður væri á ferli í hverfinu og væri hann að hringja dyrabjöllum hjá fólki en lýsingin á manninum passaði við þjófinn. Lögregl- an segir að það hafi að öll- um líkindum verið til þess að kanna hvort fólk væri heima eða ekki. Kristján Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi sakar Sjálfstæðisflokkinn um óbilgirni Segir bæjarstjóra hafa umturnast Kristján Sveinbjörnsson, bæjar- fulltrúi Álftaneshreyfingarinnar, segir Guðmund G. Gunnarsson bæj- arstjóra hafa reynt að „smygla" máli á dagskrá bæjarstjórnarfundar fyrr í mánuðinum. Kemur þetta fram á umræðuvef heimasíðu Álftaness. Málið sem um ræðir er sala hlutabréfa Álftaness í Hitaveitu Suð- umesja. Guðmundur bæjarstjóri gleymdi að geta um málið í útsendri dagskrá fyrir fundinn. Álftanes Sala hlutabréfa Áiftaness i Hita- veitu Suðurnesja er umdeild. „Hann reyndi því að smygla mál- inu inn í nýja dagskrá sem lögð var fram í fundarbyrjun," lýsir Kristján sem gerði athugasemd við fram- göngu bæjarstjórans. Meirihlutinn samþykkti að taka málið á dagskrá engu að síður. Vakti þá Kristján at- hygli á því að til þess þyrfti svokall- aðan aukinn meirhluta. „Við það umturnaðist bæjarstjóri og stöðvaði fund og skammaðist yfir að Á-listinn væri að trufla og tefja störf D-listans og hótaði að fresta fundi," segir Kristján sem ásamt fé- lögum sínum ákvað loks að standa ekki í vegi fyrir því að sala hlutabréf- anna yrði rædd á fundinum. Einnig kvartar Kristján undan því að þegar sérstakur aukafundur var haldinn degi síðar í bæjarráði höfðu sjálfstæðismenn ekki fyrir því að minna fulltrúa Álftaneshreyfingar- innar á fundinn: „Fulltrúi Á-listans gleymdi hrein- lega þessum aukafundi bæjarráðs klukkan átta að morgni. Fulltrúar D-lista þökkuðu þá fyrir sig með því að < gera enga tilraun til að hringja eða minna á fund- inn, heldur hófu fundinn og létu svo vita með hringingu í lok hans að honum væri lokið," skrifar Kristján á vef- setur Álftaness og segist vilja upp lýsa íbúa bæjarins um hið „rétta eðli" sjálfstæðismanna. Guðmundur bæjarstjóri segist ekki vilja ræða ásakanir Kristjáns. „Það hefur ekkert upp á sig að vera að elta ólar við Kristján í þessu máli. , : Ég vil aðeins segja að framganga mín á þess- *- um fundi var með al- ^gerlega eðlilegum whætti," segir bæjar- stjórinn. _ gar@dv.is Kristján Svein- björnsson Bæjarfuii- trúi Áiftaneshreyfíng- ar vill upplýsa um hið rétta eðli sjálfstæðis- manna. GuðmundurG. Gunnarsson „Fram- ganga mín á þessum fundivarmeðaiger- lega eðiiiegum hætti, segir bæjarstjórinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.