Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Qupperneq 11
DV Fréttir Hlaðvarpinn var lengi miðstöð reykvískrar kvennamenning- ar. Kvenfélagið sem átti Hlaðvarpann seldi húsið á fáheyrðu fermetraverði til Péturs Þórs Sigurðssonar sem er að breyta húsinu í hótel. Brynhildur Flóvenz segist hafa viljað fá meira fyrir húsið. Fasteignasali segir að konurnar hafi verið illa sviknar. Hlaðvarpinn Fermetrinn kostaði Pétur Þór rúmar 47 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum DVermeðal fermetraverð á góðu versl- unarhúsnæði ímiðbæ Reykjavíkur um 300 þúsund. Hótelsljórinn tilæi* meðnn knnurnnr gráta „Það er svo sem ekkert leyndarmál að við seldum húsið á 40 milljónir til Péturs. Það er svo allur gangur á því hvort við séum sáttar eða ekki en auðvitað vill maður alltaf fá meira,“ segir Brynhildur Flóvens forsvarskona Kvenfélagsins Vesturgata 3. Kvenfélagið hefur nú formlega selt Pétri Þór Sigurðssyni húsið Hlaðvarpann við Vesturgötu í Reykjavík. Þar var Kaffileikhúsið lengi til húsa. Pétur gerði á síðasta ári samning við kvenfélagið um kaup á Hlað- varpanum með þeim fyrirvara að hann fengi leyfi borgaryfirvalda til að breyta húsinu í hótel. Með fengnu leyfi eru framkvæmdir þegar hafnar. Pétur er eiginmaður Jónínu Bjartmarz alþingismanns og á hann fyrir Hótel Plaza við Ingólfstorg. Brynhildur Flóvens Hefði viljað fá meira fyrir Hlaðvarpann. „Það er eins og hann hafi verið að kaupa þetta á Hólmavík, en ekki á besta stað í miðbæ Reykjavíkur." Hann hyggst nú tengja Hlaðvarpann við Hótel Plaza með tengibrú. í Hlaðvarpanum verða 23 herbergi á þremur hæðum. Miðstöð kvennamenningar Kvenfélagið Vesturgata 3 eignað- ist tvö reisuleg hús við Vesturgötuna um miðjan níunda áratuginn. í fremra húsinu hefur lengi verið rekin verslunin Fríða frænka en {aft- ara húsinu, Hlaðvarpanum, var rekin blómleg menningarstarfsemi kvenna allt þar undir lok síðustu aldar. Þá var fjárhagur kvenfélagsins bágborinn og tók að halla undan starfseminni. Kvenfélag í fjárhagskröggum „Við seldum fremra húsið þar sem Fríða frænka er árið 2003 og leituðum í kjölfarið eftir kaupend- um að Hlaðvarpanum," segir Bryn- hildur. Hún segir ástæðu sölunnar vera að reksturinn hafi ekki staðið undir sér. Hún segir að Hlaðvarpinn hafi verið lengi á sölu og Pétur hafi verið sá eini sem gerði tilboð í húsið. Samkvæmt fateignamati er stærð Hlaðvarpans um 850 fermetrar. Fer- metrinn fór því á rúmar 47 þúsund krónur sem er langt undir markaðs- verði. Samkvæmt upplýsingum DV er meðaf fermetraverð á góðu versl- unarhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur um 300 þúsund. Óeðlilega lágt fermetraverð „Það er voðlega erfitt að verð- leggja svona nema taka eignina út en auðvitað er þetta mjög lágt fer- metraverð," segir Haukur Garðars- sonar, varaformaður Félags fast- eignasala. Hann segir einnig sjafd- gæft að kaupverð fasteignar sé svo langt undir brunabótamati og fast- eignamati eins og í þessu tilviki. Kvenfélagið illa svikið „Það er eins og hann hafi verið að kaupa þetta á Hólmavík, en ekki á besta stað í miðbæ Reykjavíkur," segir fasteignasali sem vill ekki láta nafns síns getið. Honum finnst leið- inlegt til þess að vita að kvenfélagið sem byggir afkomu sína á frjálsum ljárframlögum skuli fara svo iila út úr þessum viðskiptum. svavar@dv.is Nýtt ár tvöfalt tækifæri Fyrsti vinningurinn í fyrsta potti ársins er tvöfaldur og stefnir í 100 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 25 milljónir og bónusvinningurinn í 3,5 milljónir. LfTlf Alltaf á ittiðvikudöguin! lotto.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.