Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2006, Page 33
Menning X>V MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 33 Verðlaunakeppni um sögur fyrir börn hefur verið auglýst en í ár verða verðlaun sem Ármann Kr. Einarsson stofnaði til veitt í tuttugasta sinn Handritum skilað fyrir miðjan febrúar Verðlaunasjóður íslenskra bamabóka efnir enn á ný til verð- launasamkeppni. Að þessu sinni er auglýst eftir tvenns konar handrit- um: Handriti að skáldsögu fýrir böm og unglinga. Útprentað hand- rit skal vera að lágmarki 70 blaðsíð- ur að lengd. Ekki er gert ráð fyrir því að verðlaunasagan verði mynd- skreytt. Nýmæli er að nýrri grein keppn- innar: Handriti að myndskreyttri bók fyrir böm. Skila skal handriti að texta, að minnsta kosti tveimur fullunnum myndum og skissum að öðmm opnum bókarinnar. Miða skal við að sagan sé sögð á tólf opn- um, að frátöldum titilsíðum og saurblöðum. Verðlaun og höfundarlaun Dómnefttd velur besta handrit í báðum flokkum og verðlaunin nema 400.000 kr. fyrir hvora bók auk venjulegra höfundarlauna. Bækumar koma út hjá Eddu útgáfii - Vöku-Helgafelli haustið 2006. Skilafrestur er til 15. febrúar 2006. fslensku bamabókaverðlaunin hafa á undanförnum ámm opnað mörgum nýjum höfundum leið út á rithöfundabrauúna og orðið til þess að auka úrval góðra bókmennta fýrir böm og unglinga. Stjórn verðlaunasjóðsins hvetur jafnt þekkta sem óþekkta höfúnda til þess að taka þátt í samkeppninni um Islensku bamabókaverðlaunin. Handritum skal skila merktum dul- nefni en rétt nafn höfundar fylgi með í umslagi til: Verðlaunasjóðs íslenskra bamabóka, Edda útgáfa - Vaka-Helgafell, Suðurlandsbraut 12,108 Reykjavík Verk Ármanns Kr. Verðlaunasjóður íslenskra bamabóka var stofnaður hinn 30. janúar 1985 af bamabókahöfund- inum Ármanni Kr. Einarssyni og bókaútgáfimni Vöku, sem seinna varð Vaka-Helgafell. Var tilefnið 70 ára afmæli Ármanns. Árið 1988 gerðist Bamavinafélagið Sumargjöf formlegur aðili að sjóðnum og enn síðar íslandsdeild IBBY. Verða verðlaunin veitt í tuttugasta sinn í ár. Megintilgangur sjóðsins er að örva fólk til að skrifa bækur fyrir böm og unglinga og stuðla þannig að auknu framboði úrvalslesefnis fyrir æsku landsins. Sjóðurinn veitir íslensku bamabókaverðlaunin fyrir besta handritið sem berst í árlegri samkeppni en hún er öllum opin. í Itiut vmningshafa kemur auk höf- undarlauna sem kveðið er á í út- gáfusamningi rausnarlegt verð- launafé. Sögur fyrir börn kvenna- grein Efht var til fyrstu handritasam- keppninnar vorið 1985 og barst á fimmta tug handrita. Á þessum langa tíma hafa margir höfundar fengið viðurkenningu: fyrsmr var Guðmundur Ólafsson fýrir Emil og Skunda en hann hefur fengið verð- launin í tvígang, aðrir höfundar sem þegið hafa viðurkenningu em Brynhildur Þórarinsdóttir, Harpa Jónsdóttir, Gunnhildur Hrólfsdótt- I Afmælisbarn- ið í sparifötum I Karlakér áttræður Ármann Kr. Einarsson Hinn ástsæli bamabókahöfundar setti á stofn verðlauna- sjóð til að efla ritun bókmennta fyrir börn og : ungiinga. ir, Ragnheiður Gestsdóttir, Þor- grímur Þráinsson, Ingibjörg Möller, þær mæðgur Sigrún Helgadóttir og Guðrún Hannesdóttir, Herdís Egilsdóttir, Þórey Friðbjömsdóttir, Guðrún H. Eiríksdóttir, Elías Snæ- land Jónsson, Friðrik Erlingsson, þær systur Iðunn og Kristín Steins- dætur, Karl Helgason, Heiður Bald- ursdóttir, og Kristín Loftsdóttir. At- hygli vekur að flestir verðlaunahaf- ar em konur. Hinn merka stofnun og glaði klúbbur Karlakór Reykjavíkur varð áttræður í gær, en hann var settur á stofn af Sigurði Þórðar- syni tónskáldi 3. janúar 1926. Var Sigurður síðan lengst af stjórnandi kórsins. Kórinn hyggst á afmælisárinu standa fyrir ýmsum viðburðum, lagt verður í ferða lög heima og heiman, en félagsstarf í Karla- kórnum hefur jafnan snúist nokkuð um utanlandsferðir. Þá verða árlegar uppákomur kórs- ins með viðhafnarbúningi en þessi öflugasti karlakór landsins hefur jafnan haft mikinn við- búnað við tónleikahald sitt. Tónlistarlíf í borginni á Karlakór Reykjavíkur skuld að gjalda og hefur starfsemi kórsins verið aflvaki í starfi kóra um allt land. Formaður kórsins er Ottó V. Guðjónsson. Kórnum er árnað heilla á komandi ámm. Þjóðleikhúsið æfir ný verk eftir virta en umdeilda erlenda höfunda: Elfríði Jelinek og Jón Fosse í Sumardegi segir frá eldri konu sem ekki getur slitið sig frá fortíð- inni. Óuppgert brotthvarf ástvinar heldur henni við gluggann. Hvað er þarna úti, er svarið að finna þar eða innra með henni? Hvernig syrgjum við? Getur tíminn læknað öll sár? Leikendur í Sumardegi eru Anna Kristín Arngrfmsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Katla Margrét Þor- geirsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Kristbjörg Kjeld og Margrét Vil- hjálmsdóttir. Þýðandi er Hjalti Rögnvaldsson, tónlist gerir Hildur I. Guðnadóttir, leikmynd og búninga annast Martin Eriksson og leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson. Þekktur maður frá Bergen Jon Fosse (f. 1959) er eitt virtasta leikskáld Evrópu í dag, og frægastur höfunda Noregs um áratugaskeið. Hann vakti fyrst athygli fyrir skáld- sögur, ljóð, ritgerðir og barna- bækur, en árið 1994 skrifaði hann sitt fýrsta leikrit. Leikverk hans vöktu þegar athygli og varð hann eitt mest leikna leikskáld Norður- landanna á fáum missemm. Fosse hefur skrifað á þriðja tug leikverka sem hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál og leikin víðast um Evr- ópu. Fosse hefur unnið til fjölda verðlauna: Ibsen-verðlaunin og Norrænu leikskáldaverðlaunin fýrir Sumardag árið 2000. Fosse var til- nefndur besta erlenda leikskáldið af þýska tímaritinu Theater Heute 2002 sem þykir mikill heiður. Þjóðleikhúsið kynnir nú Jon Fosse á íslandi með tveimur leikrit- um, Sumardegi og Dauðu hundun- um sem sett verður upp síðar á leik- árinu og er það vonum seinna. Verk Fosses hafa ekki áður verið sett á svið álslandi en Ríkisútvarpið hefur áður flutt nokkur leikrit eftir hann. Virkjunarframkvæmdir hefj- ast Fyrir áramót var samlestur á Virkjuninni eftir Nóbelsverðlauna- hafann Elfriede Jelinek í leikgerð Maríu Kristjánsdóttur. Virkjunin verður fmmsýnd á Stóra sviðinu í byrjun mars. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir en þýðinguna vann Hafliði Arngrímsson. Náttúran, takmarkalaus trú á tækni og framfarir, hreyfanlegt vinnuafl og tungumálið eru meðal viðfangsefna Elfriede í þessu leik- verki, þar sem afbygging leikverks- ins og hefðbundinna aðferða er ekki síður í brennidepli. Á kaldhæðinn máta ræðst Jelinek að goðsögnum og afhjúpar þær: Konan er dæmd til þess að segja sannleikann en ekki lýsa hinni fögm ímynd, segir hún. Elfriede Jelinek er fædd í Austur- ríki 1946 og er menntaður tónlistar- maður. Hún hefur skrífað fjölda verka fyrir svið, en einnig sent frá sér ljóð og prósaverk. Tvö leikrit eftir Jelinek hafa verið flutt í ís- lensku leikhúsi, Klara S. var sett upp í Nemendaleikhúsinu og Útvarps- leikhúsið flutti nýverið Hvað gerðist eftir að Nóra yfirgaf eiginmanninn? Burt með hefðina Á síðari árum hefur Jelinek nán- ast útrýmt hefðbundinni atburða- rás í leikritum sínum og eins leik- persónum. Leikrit hennar þykja því einstök áskomn fyrir leikhóp og leikstjóra í uppsetningu. Jelinek hlaut Nóbelsverðlaunin í bók- menntum árið 2004. Leikendur eru Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Björgvin Franz Gíslason, Gísli Pétur Hinriksson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, María Pálsdóttir, Nanna Kristín Magnús- Hann vakti fyrst at- hygli fyrir skáldsög- ur, Ijóð, ritgerðir og barnabækur, en árið 1994 skrifaði hann sitt fyrsta leikrit. dóttir, Ólafur Steinn Ingunnarson, Páll S. Pálsson, Rúnar Freyr Gísla- son, Sólveig Arnarsdóttir og Þómnn Lárusdóttir. Leikmynd gerir Sigur- jón Jóhannesson, um búninga sér Filippía I. Elísdóttir og leikstjóri er sem fýrr segir Þórhildur Þorleifs- dóttir. Hrafnhildur Hagalín Leikskáld og hand- I ritshöfundar vilja breytingar á frumvarpi ; ráðherra í meðförum þingsins. Leikskáld skora á þing Á nýafstöðnum aðalfundi Fé- lags leikskálda og handritshöf- unda, sem áður var kallað Leik- skáldafélag íslands, var eftirfar- andi ályktun samþykkt einróma: „Félag leikskálda og handritshöf- unda skorar á stjórnvöld að setja sérstakt ákvæði í væntanlegt laga- frumvarp um Ríkisútvarpið, er tryggi að tiltekið hlutfall af tekjum RÚV af afnotagjöldum, eða af öðmm sambærilegum tekjum, renni einungis til öflunar og framleiðslu leikins innlends sjón- varpsefnis. Reynslan sýnir að svo lengi sem val stjórnenda RÚV stendur á milli þess að nýta dagskrárfé annars vegar til framleiðslu á ódým dægurefni, en hins vegar til öflunar eða framleiðslu á metn- aðarfullu leiknu íslensku efni, verður leitóð íslenskt.sjótivatps- . efni nánast aldrei fyrir valinu. Stjómendur RÚV hafa ekki sýnt neinn áhuga á að koma í veg fyrir þetta ástand með stofnun sérstakrar leiklistardeildar er njóti sérstakra fjárveitinga, þrátt fýrir að hugmyndir þar um hafi verið reifaðar margsinnis bæði innan húss og utan og því er ljóst að frumkvæði í þessu efni verður að ‘ koma frá stjórnvöldum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.