Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10.JANÚAR2006
Fréttir DV
Innbrot
á Padd/s
Ifyrrinótt
barst Lögreglunni
i Keflavik tilkynn-
ing um innbrot á
skemmtistaðinn
Paddy’s í Keflavík. Þegar lög-
regla kom á vettvang sá hún
að rúða var brotin á staðnum
og augljóst að nokkrar flöskur
af áfengi voru horfnar af
bamum. Skömmu síðar voru
nokkrir karlmenn á fimm-
tugsaldri handteknir í ná-
grenninu og höfðu þeir þegar
losað um nokkra tappa. Þeir
vom færðir í fangageymslur
og látnir sofa úr sér íf am að
yfirheyrslu. Þeim var svo
sleppt en verða að öllum lík-
indum kærðir fyrir athæfið.
Nikótín ódýr-
ast í Skip-
holti
Algengur verðmunur á
nikótínlyfjum er 25 til 30
prósent. Hæst fór munur-
inn í 45 prósent, sam-
kvæmt könnun Neyt-
endasamtakanna. I flest-
um tilvikum vom lyfin
dýmst í verslunum I.yfja
& heilsu. Lægsta verðið
var oftast í Skipholtsapó-
teki og Lyfjaveri þar á eft-
ir. Neytendasamtökin
könnuðu verð á nikótín-
lyfjum í 11 lyfjaverslun-
um. Könnunin náði yfir
32 tegundir af plástmm,
tyggjói, töflum, nefúðum
og stautum frá Nicotinell
og Nicorette.
Mannræningi
ívarðhaldi
Axel Karl Gíslason sem
dæmdur var í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir að ræna
starfsmanni úr verslun Bón-
uss þarf að sitja áfram í
gæsluvarðhaldi allt til 3.
febrúar eða þar til dómur
fellur í Hæstarétti í máli
hans. Axel var dæmdur í
sextán mánaða fangelsi fyrir
þátt sinn í mannráninu.
Lögmaður Axels taldi
hann vera of ungan til að
sitja í varðhaldi en
Hæstiréttur taldi
sennilegt að
hann myndi
halda afbrotum
áframyrði
hann látinn ,
laus. ?
einingarkosningu fjögurra
sveitarfélaga sem fram fer21.
janúar. Þaö er mikil samstaða
milli sveitarstjórnarmanna í
sveitarfélögunum um aö af
þessari sameiningu veröi,"
segir Reinhard Reynisson,
bæjarstjóri á Húsavík.„Af
stærstu verkefnum ársins má
nefna uppbyggingu í ieik-
skótamáium. Svo erum viö á
loka-
metr-
unum ísamvinnuverkefni um
orkufrekan iðnað og sjáum
möguleika á 250 þúsund
tonna álveri meö nýtingu há-
hita. Svo erum viö að byggja
upp hafnarmannvirki auk
þess sem hér er talsverð
spenna á fasteignamarkaði.
Það er eitthvað um nýbygg-
ingu á íbúðarhúsnæði eftir
áralanga stöðnun."
Landsíminn
Stóra málverkafölsunarmálið er enn í umræðunni eftir sýningu Ríkissjónvarpsins
á heimildamynd eftir Sólveigu Anspach. Endalaus uppspretta verka eftir íslensku
meistarana virðist vera í Danmörku og nýlega var slegin lítil mynd eftir sjálfan
Ásgrím Jónsson á dönskum uppboðsvef - Lauritz.com. v
Asgrímur
f
Ásgrímur Gott verð fékkst fyrir
þetta verk á uppboði I Danmörku þó
svo að ýmislegt eigi þar við svipað
þeim rökum sem notuð voru tilað
sýna fram á sekt sakborninganna I
Störa málverkafölsunarmálinu.
Tryggvi í Fold
Telur að málverka-
markaðurinn séað
jafna sig.
f .00 /1
Lítil Ásgrímsmynd var slegin á dönskum uppboðsvef á dögun-
um á um hálfa milljón króna. Er líklega til marks um að mál-
verkamarkaðurinn sé að jafna sig eftir ólgusjó sem Stóra mál-
verkafölsunarmálið - sem enn er komið í umræðuna - hafði í för
með sér.
Þessi áður óþekkta mynd, sem
talin er vera eftir Ásgrím Jónsson,
var verðmetin á 12 þúsund danskar
krónur á uppboðsvefnum lauritz,-
com en var slegin nýlega á 44 þús-
und danskar krónur sem leggur sig á
tæplega 440 þúsund. Á þá upphæð
leggst kostnaður sem nemur um
tuttugu prósentum.
Áhrif í rénun
Samkvæmt heimildum'DV mun
það hafa verið íslenskt gallerí sem
keypti og er hið ágæta verð líldega til
marks um að áhrif Stóra málverka-
fölsunarmálsins á verð málverka sé í
rénun. Sú er einnig skoðun Tryggva
Páls í Fold sem gengst reglulega fyrir
málverkauppboðum í Súlnasalnum.
Enn er fölsunarmáiið komið í
deigluna eftir heimildarmynd sem
Rikissjónvarpið sýndi á sunnudags-
kvöldið og er eftir Sólveigu Anspach.
Sitt sýnist hverjum enda um að ræða
lengsta og eitt dýrasta mál íslenskrar
réttarfarssögu: Talið er að það hafi
kostað um hundrað milljónir með
öllu en beinn kostnaður utan launa
er sagður sextíu milljónir. Rannsókn
málsins tók sjö ár.
Engin eigendasaga
Burt séð ffá listrænu gildi ætti
þessi litla Ásgrímsmynd (22,5 x 49,5
sm) að vera athyglisverð sé hún sett í
samhengi við Málverkafölsunarmál-
ið. Þannig er hún með tiltölulega
óvanalegri merkingu, AJ 1902, og er
olíuverk málað á pappaspjald. Engin
eigendasaga fylgir og er myndin áður
óþekkt. Allt eru þetta rök með öðrum
sem notuð voru til að sýna ffam á
sekt sakbominganna, Péturs Þórs
Gunnarssonar og Jónasar Freydal, af
ákæmvaldinu en Jón H.B. Snorrason
flutti málið í héraði.
Þar þótti sannað að af
um hundrað mynd-
um sem vom upphaf-
lega í ákæmnni væm
fjórar myndir falsað-
ar. SÍM, félag ís-
lenskra myndlistar-
manna, mótmælti
niðurstöðunni opin-
berlega og kom það
mönnum mjög á
óvart þegar sakbom-
ingar, sem mörgum
þótti sleppa létt,
áfrýjuðu málinu til
Hæstaréttar þar
sem því var vísað fr á
og Jónas og Pétur
sýknaðir.
jakob@dv.is
Lögmenn Péturs
Þórs Þau Sigríður Rut
og Ragnar Aðalsteins-
son hrósuðu sigri.
Meintur Ásgrímur
Þessi mynd, sem eignuð hefur
verið Asgrími Jónssyni, er úr
Stóra málverkafölsunarmálinu
Ólafur Ingi Jónsson Upphaf
málsins má rekja til grundsemda
forvarðarins sem i myndinni sagði
málinu langt í frá tokið þrátt fyrir
Hæstaréttardóm.
Nýjar framkæmdir á Laxnesssafni og kostnaður stefnir í 126 milljónir
Gljúfrasteini skellt í lás fram í mars
„Það er verið að vinna að endur-
bótum innandyra sem ekki náðist að
klára fyrir opnun," segir Guðný Dóra
Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúffa-
steins, heimilis Halldórs Laxness.
Að Gljúfrasteini er starfrækt safn
til heiðurs nóbelskáldinu. Davíð
Oddsson, þáverandi forsætisráð-
herra, opnaði safnið í september
2004 eftir viðamiklar endurbætur á
húsinu sem kostuðu um 55 milljónir
króna. Ríkið keypti húsið og innbú
þess á 66 milljónir árið 2002. Heild-
arkostnaður við húsnæðið nemur
því um 126 milljónum króna. Safn-
inu var lokað í síðustu viku eftir
rúmlega árs opnunartíma og verður
það lokað til 1. mars.
„Það er verið að laga skemmdir
sem komu í ljós þegar verið var að
ljúka fyrri endurbótum. Við ákváð-
um að bíða með þær í stað þess að
fresta opnuninni. Þetta er viðgerð á
lögnum í anddyri hússins auk þess
sem kom í ljós að nauðsynlegt var að
taka í gegn vegg í stofunni. Síðan
ætlum við að mála,“ segir Guðný og
bætir við að janúar og febrúar séu
rólegir mánuðir í ferðaþjónustu og
þess vegna sé kjörið að nýta tímann
til framkvæmda.
Guðný hyggur ekki á ffekari lok-
anir á Gljúfrasteini nema eitthvað
sérstakt komi upp á. Hún segir að
framkvæmdirnar komi til með að
kosta 5
milljón-
ir króna.
ar@dv.is
Gljúfrasteinn opnaður
Davið Oddsson og Auður
Laxness opna Glúfrastein
f september 2004.
Frétt DV 28. mai
2004 Framkvæmdir
á Gljúfrasteini kosta
rikið 55 milljónir.
Guðný Dóra við Gljúfra-
stein Guðnýsegiraö verið
sé að vinna að endurbót-
um sem ekki náðist að
klára fyrir opnun safnsins.