Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 14
1 74 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 Fréttir 0V Sandlcorn Jakob Bjarnar Grétarsson • Bó er þegar farinn að vekja athygli fjöl- miðlamanna á Þorra- blótinu 4. febrúar og risadansleiknum sem hann gengst árlega fyrir í Kaplakrika. Virðist komin hefð á þennan viðburð þar sem Brimkló og Papar leika fyrir dansi. Og Bó hefur sem fyrr auga fyrir því hvað er við hæfl á hveijum stað. Þannig verða Hemmi Gunn og Logi Ólafcson veislustjórar en fram koma Brynhild- ur Guðjónsdóttir, Helgi Bjömsson og Leone Tinganelli - ítalski sjarmörinn sem tæplega fulsar við hrútspungun- um eftir áralanga dvöl á íslandi... • Geim Tíví-þátturinn um tölvuleiki sem verið hefur á Sirkus er að færa sig yflr á Skjá einn eins og fram kom í DV gærdagsins. „Nú getum við loksins farið að gera al- mennilegan þátt," sögðu umsjónar- mennimir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann kokhraustir. Og veitir kannski ekki af að taka sig á í þeim efnum en í síðustu ijölmiðla- könnun Gallup minntist ekki einn einasti svarenda þess að hafa séð þáttinn... • Og um tilfærslur á fjölmilamark- aði. Þannig var sagt að Tvíhöfðunum hefði verið sagt upp á NFS í blaði gærdags- ins. Rétt er að þeir Siguijón Kjartansson ogJónGnarremað hætta með Tvíhöfða- fréttir sínar en það mun vera á þeirra forsendum. Fyrir lá að þeir myndu hætta um áramót. Sigurjón fer nú mikinn í auglýsingagerð og starfar fyrir ýmsar auglýsingastofur líkt og félagi hans Þorsteinn Guðmunds- son... • Miklar væringar em innan her- búða Vinstri-grænna í Hafnarflrði varð- andi næstu bæjar- stjórnarkosningar en heyrst hefur að þeir hafi boðið Áma Guðmundssyni æskulýðs- og tómstundafulltrúa Hafnarfjarðar og formanni starfs- mannafélags Hafnarfjarðar fyrsta sæti á lista fyrir næstu kosningar. Árni hefur hingað til verið gegnheill samfylkingarmaður en eftir afhroð í prófkjöri flokksins fyrir síðustu bæj- arstjórnarkosningar hefur Árni dregið sig mikið út úr starfl flokks- ins en hann væri svo sannarlega ekki sá fyrsti til þess að skipta um flokk eins og virðist vera í tísku þessa dagana... • Það gæti orðið fjör í Héraðsdómi á miðvikudag en þangað mætir Geiri í Goldfinger í fyrirtöku í Héraði ásamt tveimur súludansmeyjum sínum. Er það vegna ákæm um að fram hafi farið einkadans í lokuðu rými í Kópavoginum. Löggjafanum gengur reyndar illa að ná taki á Geira þó svo að þeir hafl löngum viljað grípa hann glóðvolgan. Þannig rann maðurinn, sem hélt því fram að honum hefði verið byrluð ólyfjan með þeim afleið- ingum að hann eyddi og eyddi og mundi ekki neitt, á rassinn með kæm sína... Orðstír íslenskr Ummæli Quentins Tarantino 1 spjallþætti Conans O’Brien í síðustu viku voru sem köld vatnsgusa í andlit margra. Þó eru orð kvikmyndaleikstjór- ans fræga ekki ný af nálinni. Þrátt fyrir að skemmtanagleði íslendinga og þá aðallega íslenskra kvenna haíl vakið athygli erlendis síðastliðin ár hef- ur þetta tiltekna orðspor verið gegnumgangandi í áratugi. — Hooters vilja koma Brjástabúllu■ keðjan heimsfræga auglýsti í fyrra keppni þar sem heppnir viðskipta- vinir unnu ferðir til fslands. ÖDTMRA Tarantino Ummæli hans hljómuðu hrikalega I eyrum margra. Þau eru þó aðeins til- brigði við margspilað stef. Quentin Tarantino fór á kostum í spjallþætti Conans O’Brien á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC í síðustu viku. Þar lýsti hann upplifun sinni af íslenska kvenfólkinu, of- drykkju og skemmtanagleði þess. í hans augum er ísland spennandi partíland með drukknum súpermódelum. En skoðun Tarantinos er langt frá því að vera ný af nálinni. í rúm- an áratug hefur sögusögnin um fyllirísbúlluna Reykjavík, eða „Bangkok norðursins", farið eins og eldur í sinu í vestrænum fjöl- miðlum. Þar er jafnan efst á baugi fegurð innlendra kvenna og skemmtanagleði þeirra. Dirty Weekend Frægasta dæ'mið um þessa um- fjöllun er án efa auglýsingaherferð Icelandair frá 2001. Auglýsingar með slagorðinu „Fancy a dirty weekend in Iceland?" var límd upp um allt lestakerfl Lundúna og vakti mikla athygli. Á svipuðum tíma birti Icelandair auglýsingar með slag- orðunum „One night stand in Reykjavik", „Free dip every trip" og „Pester a beauty queen" í fjölmiðlum víða um heim. Þá mátti á heimasíðu flugfélagsins flnna tvo stutta tölvuleiki sem hétu „Halldor gets lucky in the Blue Lagoon" og „Hildur gets lucky in the Blue Lagoon". Þar léku spilarar hlutverk Halldórs og Hildar, sem stálu ým- ist brjóstahöldurum eða sundskýl- um af fólki í Bláa lóninu. Halda sínu striki Icelandair var kært til kæru- nefndar jafnréttismála árið 2003 en var vísað frá þar sem auglýsing- arnar voru birtar erlendis. En kær- an hafði þau áhrif að íslendingar urðu meðvitaðri gagnvart orð- sporinu og ræddu málið fram og til baka. Umræðan virðist þó hafa haft lítið að segja. Skemmt- anahaldið í miðbænum hélt sínu striki og enn berast reglulega greinar erlendra blaðamanna af fylliríi íslenskra stúlkna. Svanhildur í Oprah Erlendir blaðamenn eru þó ekki einir um það að bera út „hróðurinn". fslendingar eru á tíð- um fullfærir um það sjálfir. ís- lenska þjóðin fylgdist spennt með þegar Svanhildur Hólm mætti í settið til frægustu sjónvarpskonu heims, Opruh Winfrey, síðastliðið vor: Oprah: Allt í lagi. Er það satt að það að stunda kynlíf með ein- hverjum þegar þú ert bara búinn að hitta hann einu sinni sé „norm- ið"? Myndirðu segja að það sé „normið" á íslandi? Svanhildur: Það kemur fyrir. Já. O: Allt í lagi. S: Ég hugsa að kynlíf sé ekkert mikið mál á íslandi. Af því að, þú veist, það gera það allir þannig að það er ekki eitthvað sem þú þarft að tala um og skammast þín fýrir. O: Af því að allir stunda það. Það stunda það allir hérna líka. S: Hvers vegna ætli það sé svona mikið mál þá? Sopranos-þættirnir Frægt er þegar mafíósanum Tony og vinum hans voru færðar „flugfreyjur frá lcelandair" til að svala kynhvötinni. íJSt- Fjallkonan drekkur bjór Frétta- blaðið sagði frá auglýsingu breska bjórsins Tennent's fyrir tveimur árum. Þar var íslenska konan í öndvegi en J henni fannst fátt betra en að sötra á bjórnum í stingandi gaddi. Leikkonan Birna Hafstein lék Islensku konuna. SSK~ O: Af hverju er það ekki neitt stórmál á fslandi? S: Ég býst við að við séum dálít- ið frjálslynd. Af því að það er ekki stór þröskuldur á nýjum sam- böndum. Þú þarft heldur ekki að fara á eitt, tvö, þrjú stefnumót áður en þú býður honum inn. Það eru engar svoleiðis reglur. O: Þið haflð engar svoleiðis reglur? S: Nei. Lifa eftir ímyndinni Þrátt fyrir að viðtölin hjá Conan O’Brien og Opruh og auglýsingar Icelandair hafi vakið athygli ís- lendinga vegna mikillar útbreiðslu boðskaparins eru greinarnar og ummæíin fleiri en marga grunar. Með árunum hefur þessi lýsing annarra á íslenskum konum í raun síast inn í vitund þeirra sjálfra. Leiða má líkur að því að það færist í aukana að þær lifi eftir ímynd- 1 inni. Fái sér eitt glas í viðbót og. j taki einn snúning enn til að valda ekki vonbrigðum. Vafasamur hróður íslenskra kvenna hefur borist til baka og mótað þær upp á nýtt. halldor@dv.is Hoeymbi til Futeyi "HÍí™ Lýfíslei Lausgynt og ölvuð íslensk súpenmodel heuia Tarantin Fegurðardrottningar lcelandair bauð ferðalöngum að„pestera beauty queen" eða bögga drottn- ingarnar, i auglýsingu. Damon fór að djamma „Þeir fara út á miðnætti, drekka alla nóttina, dansa eins og óðir og svo... þetta er frábært!" sagði Damon Albarn um Islendinga, löngu áður en hann varð náttúrusinni. Maxim /bandariska karla- blaðinu Maxim kom fram ekki alls fyrir löngu að Island væri besti staður iheimi til að komast yfir kvenfólk. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.