Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 27 Þjóðabandalagið stofnað DV Fréttir Lesendur Þann 10. janúar árið 1920 var Þjóðabandalagið - forveri Samein- uðu þjóðanna - stofnað. 42 þjóðir sameinuðust um sáttmála þess efnis að vinna að friði í heiminum. Þetta gerðist stuttu eftir lok fyrri heims- styrjaldarinnar sem varð til þess að heimsmyndin breyttist til muna og fólk gerði sér grein fyrir að stríð gætu náð yfir allan heim. í nóvember 1918 sömdu Mönd- ulveldin svokölluðu um vopnahlé til að enda heimsstyrjöldina. Stuttu síðar var fundað á Versölum og reynt að semja um uppgjöf Þýska- lands og Austurríkis-Ungverjalands. Bæði Bretar og Frakkar kröfðust mikilla stríðsskaðabóta af höndum þeirra og náðu sínu fram. Það átti eftir að leiða til þess að lokum að Þjóðverjar réðust inn í Pólland 1939 og hrundu þar með af stað heimstyrjöld sem stóð í nærri sex ár. Fundarmenn náðu að komast að niðurstöðu um stofnun Þjóða- bandalagsins sem átti að vera til að binda enda á stríð manna í milli. Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti var meðal fundarmanna og lagði sig allan fram um að fá þingið til að vera Frá fyrsta fundi Þjóðabandalagsins Var haldinn fyrir 86 drum síðan. í dag eru 66 ár síöart togarinn Hafsteinn bjargaði 62 manna áhöfn þýslca flutningaskipsins Bahia Blanca sem sökk undan Látrabjargi. meðal stofnaðilia að bandalaginu. Frumvarp hans var fellt og því fór svo að Þjóðabandalagið var stofnað án þátttöku Bandaríkjanna þennan dag árið 1920 í Genf í Sviss. Ferill bandalagsins varð þó ekki farsæll og var það formlega leyst upp árið 1946 við stofnun Samein- uðu þjóðanna, en þá hafði það verið óvirkt og valdalaust í fjölda ára. Úr bloggheimum Sindri um Svía „Ég meina, Svíar virðast bara vera þannig gerðir að ekkert sé neittmál. Hætta að fara istrið? Ekkert mál. Að rikið sjái vel um fólk sitt efnahagslega séð? Ekkért mál. Að gera tónlist sem hljómar eins og þeir fokkin meini það? Ekkert mál." Sindri Eldon - sindrieldon.blogspot.com Um lægðir og hæðir „Islenskt veður er eins og íslenska þjóðarsálin. Si- breytilegt, aldrei fyrirsjáanlegt og ótrúiegaýkt.Sem betur fer fengum við félagarnir í garðyrkju- genginu frii dag. Enda spáð stormi i kvöld. Þegar lægðir og hæðir mætast verður partý. Ég ætla að halda mig heima." Símon Örn Birgisson - lOlhafnarfjord- ur.biogspot.com Svo bregðast kross- tré... „Haldiði ekki að minn hafikeypt sérkorti Nautilus í dag! Er ég þar með kominn í hóp með plebbum þessa lands sem ákveða að hefja nýtt og heilsusamlegra lífeftir jólin. Næsta skrefverður svo sennilega að breyta þessari síðu í átaksblogg." Atli Týr Ægisson - atli.askja.org Fullu ofurfyrirsæturnar „Þeir sem koma til Islands til að upplifa fal- lega páttúru gera akkúratþað: upplifa stór- brotnanáttúru sem er einstök iheiminum. Það ersagan sem þeirsegja öllum vinum sínum og öllum Islendingunum sem sitja við hliðina á þeim I vélinni á leiðinni héðan. Og þeir sem koma til Islands til að upplifa fallegar og fullar ofurfyrirsætur gera akkúrat það: sjá þær dansa uppá borðum, fara í sleik og slamma fimmtán skot- um afókeypis glundri. Þessar með feitu ökklana í flís- peysunum eru ignoraðar, rétt einsog álverið á leiðinni frá Keflavík verður ósýnilegt í dá- samlegu tungl-legu hrauninu." Haraldur Agnar Civelek - icomefrom- reykjavik.com/halli Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Eg lifi ekki á þessu Þórður Vormsson hringdi: Ég ætla ekki að þræta fyrir að laun leikskólakennara séu lág. Sjálf- ur er ég ellilífeyrisþegi. Um áramót- in fékk ég útborgaðan ellilífeyri upp á 83 þúsund krónur. Þar af þarf ég að borga 45 þúsund til greiðsluþjónust- unnar. Þá hef ég 38 þúsund til að lifa á það sem eftir er mánaðarins. Fyrir þessa peninga kaupi ég mér mat, föt og annað til daglegrar neyslu. Ég hef Lesendur alltaf verið heilsuhraustur og þarf þess vegna ekki að eyða peningum í lyf. Mér þætti gaman að vita hvort ráðamenn þjóðarinnar geti lifað á þessum peningum. Alþingi Þórður vill vitahvort ráðamenn þjóð- arinnargeti lifað á 38 þúsund krón um á mánuði. Hættum að eyða og njótum jólanna Margrét skrifar: Hvernig væri að íslendingar tækju sig til og hættu þessu neysluæði fyrir jólin og um hátíðarnar sjálfar? Maður hefur margoft ætlað sér þetta sjálfur en það verður aldrei neitt úr því-jólaæðið verð- ur skynseminni yfirsterkara. Mér dettur þetta svona í hug núna þegar útsölurnar eru komnar á fullt. Það er sárgrætilegt að þurfa að horfa upp á sömu hluti og mað- ur keypti rándýra fyrir nokkrum dögum á sannkölluðu sprengjuverði vera selda fyr- ir slikk á útsölu. Þar sem það virðist engin leið fýrir eina sál að standa gegn freistingum jólanna legg ég til við reynum að standa saman næstu jól. Hættum að eyða eins og vit- leysingar. Reynum að koma okkur frekar upp einhverjum vitrænni hefðum sem gera okkur ekki bara sársvekkt um leið og jólaljósin slokkna. Ég er viss um það eru fleiri sama sinnis og ég. Væri ekki sniðugt að njóta jólanna næst? Jón Einarsson tekur Karl biskup á beinið. Æ - •ifc. F ramsóknarm; löurinn! segir Kaþólskt viðhorf Þessa dagana fer misskilningur um íslenska þjóð- og trúmálaum- ræðu líkt og eldur í sinu. Eftir að biskupinn, herra Karl Sigurbjöms- son, kveikti upp ófriðar- og sundur- lyndisbálið með orðum sínum um hjónaband samkynhneigðra hafa margir stigið á stokk og talað um hjónabandið sem heilaga stofnun trúarlegs eðlis. Og þingmaður nokk- ur sagði hjónabandið vera sakra- menti kirkjunnar sem ekki mætti hreyfa við. En nú er staðreyndin sú að sam- kvæmt stjómarskránni skal þjóð- kirkjan vera evangelísk-lútersk. Hún byggir á kenningum siðbótarmanna á borð við Martein Luther, Palladius Sjálandsbiskup og fleiri. Hvað sagði Marteinn Luther um hjónabandið? Hann sagði að enginn þyrfti að efast um að það væri veraldlegs eðlis, rétt eins og matur og för, hús og heimili og að það heyrði undir veraldlegt yf- irvald (sjá rit hans Von der Ehes- achen ffá 1530). Gifúng í lúterskri kirkju er því ekki stofnun á ein- hveiju trúarlegs eðlis, það er ekki sakramenti eins og hjá kaþólsku kirkjunni. Gifúng í lúterskum sið er einfaldlega blessun á veraldlegum hlut, rétt eins og þegar ný stólalyfta eða nýr fiysútogari em blessuð. Er herra Karl Sigurbjömsson að reyna að koma á kaþólskum sið aft- ur rúmum 450 ámm efúr siðaskipt- in? Að reyna að smygla kaþólskum sakramentum bakdyramegin inn í þjóðkirkjuna? Það mætú segja mér að Jón Arason Hólabiskup myndi hlæja núna, væri hann á lífi. Maður VO in 0\ O Athafnamaður með trompet „Það skipúr öllu máli að vinna heilshugar að því sem maður tekur sér fyrir hendur,“ segir Karl Wern- ersson sem keypti nýlega stóran hlut í íslandsbanka. Áhugi hans á bankanum fór vaxandi eftir að hann kynnúst Bjarna Ármannssyni í tengslum við kaup Karls á öllum hlutabréfum í apótekakeðjunni Lyfi og heilsu. „Það halda margir að maður hafi fæðst með silfurskeið í munninum, en því fer fjarri. Það var vel úl staðið að uppeldi okkar systkinanna og áhersla lögð á að maður skilaði sfnu verki vel,“ segir Karl sem telur það vera sitt helsta markmið. Árangur Karls hefur ekki farið ffamhjá nein- um sem fylgist með í íslensku við- skiptalífi. Framgangur Karls á sviði við- skipta hefúr þó ekki alltaf verið dans á rósum. „Það var á þeim tt'ma sem við áttum Örtölvutækni að við lentum í miklum en lærdómsríkum hremm- ingum. Það var þó fyrir öllu að við náðum að koma fótunum undir fyr- irtækið aftur og seldum það svo," segir Karl um tt'mabilið sem reynd- ist honum mikil reynsla. „Það er nefnilega mikilvægt að halda bar- áttunni áfram og gefast aldrei upp.“ „Það er alltaf gaman að ná ár- angri í því sem maður gerir, hvað svo sem það er. Það er ekkert laun- ungamál að ég er í þessum viðskipt- um til þess,“ segir Karl sem þessa dagana notar þann liúa ffítíma sem hann hefur til að sinna tómstund- um barnanna. „Dótúr mín er búin að hella sér af alefli í hestamennsk- una og smitað mig af henni í kjölfar- „Það er alltaf gaman að ná árangri í því sem maður gerir." ið. Svo rifjaði ég upp gamla takta með því að kaupa mér trompet í vor sem ég hef æft mig stt'ft á síðan þá, efúr um þrjátíu ára hlé. Annars hef ég einstaklega gaman af því að ferð- ast með bakpoka og tjald um landið þvert og endilangt," segir Karl sem hefur ekki takmarkað ferðalög við ísland. Hann á einnig lítið sumar- hús í Toscana-héraði á ítalíu þar sem hann segir veturna vera yndis- lega þegar skammdegið herjar á föðurlandið. iTwernersson er sonurhjónanna Werners Rasmussonar og önnuKarlsdótt- " er menntaður sem *i»sk.P^tafr*ði„gur Ui‘ «í; n s ur sem stgrnarf -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.