Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Page 40
 r" f 0 t t í\j>J ÍO t Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^wfnleyndar er gætt. s? r1 (J Q SKAFTAHLIÐ 24, WSREYKJA) m [ STOFNAÐ1910 J Mi550 5000 5 690710 111117 • Svo virðist sem heitustu pipar- sveinar landsins hafi stigið á stokk og strengt þess heit að vera ekki á lausu á nýju ári. Þannig er það fullyrt í eyru blaðamanna að sjálfur Frosti Logason í Mínus sé farinn að slá sér upp. Og er þar um að ræða enga aðra en leik- og söngkonuna Agústu Evu eða Silvíu Nótt. Og þá er Egill Einarsson eða Gillzenegger kominn á fast með stúlku úr fót- boltanum. En þetta er ekki selt dýrar en það er keypt enda hver er svo sem á föstu og hver á lausu... Ég bý líka í skítapleisi! iALí.áeíu'iio mtmeiiá Böddi í Roklandi fundinn Segist ekki þekkja Hallgrím „Hvernig hittir þú á mig? Svang- an," segir Björgvin Valur Guð- mundsson, grunnskólakennari á Stöðvarfirði. DV hefur borist ábending um að Böddi, sá sem Hallgrímur Helgason skrifar um í Roklandi, sé til og búi á Stöðvarfirði þar sem hann heldur úti bloggsíðu við misjafnlega mikinn fögnuð bæjarbúa. (Sludrid.blog- city.com). Og óneitanlega eru nokk- ur líkindi. Böddi reyndar var búsett- ur á Sauðárkróki, of greindur fyrir plássið og of reiður fyrir Reykjavflc. „Ég þekki engan Hallgrím Helga- son, hef ekki lesið Rokland þannig að ég kannast ekkert við þetta. En mér er náttúrlega einstakur heiður af því ef ég er fyrirmynd," segir Björgvin. Hann segist hafa ofnæmi fýrir jólabókaflóðinu og lesi bækur á sínum eigin hraða og lætur engin æði trufla sig. Björgvin telur lfldegt að hann eigi eftir að lesa Rokland sem er eina bókin sem hann hefur áhuga á þeirra sem komu út nú fyrir jólin. „Ég las fyrstu bókina hans... um söngkonuna sem fór til Bandaríkj- anna. „Þetta er allt að koma." Sá svo myndina 101 áður en ég las bókina og þá lagði ég ekki í bókina. Arfaslök mynd. Eins og flestar íslenskar myndir eru því miður," segir Björg- vin. Hann telur ekki ástæðu til að fara í grafgötur með skoðanir sínar. Segir allt of marga um það og gerir því ekki ráð fyrir því að ná einhverjum vinsældatoppi en það sé allt í lagi með það. í Roklandi er Böddi einlægur að- dáandi þýskrar menningar, vitnar í Nietzsche og þýðir ljóð Goethes. Björgvin er hins vegar einlægur að- dáandi enskrar menningar og bók- mennta - telur þær toppinn á tilveru okkar. Hann er reyndar að lesa Njálu núna en hann gafst upp á henni sem unglingur. „Bókin hefur ekkert skánað. Æi, jújú, þetta er örugglega merkilegt bókmenntaverk. En það verður seint talað um sterka per- sónusköpun eða útsmogin plott." Aðspurður segir Björgvin ekki verða var við að bloggsíða hans valdi miklum usla. „En þetta er eins og í öllum litlum samfélögum, torvelt að tala um nokkuð það sem getur osak- að ýfingar. Og rótttækar skoðanir eru ekkert ræddar," segir Björgvin sem er samfylking- armaður. Og er því illa í sveit settur. „Austurland er pólitísk flatneskja. Ég get sagt þér það að ef fuglaflensan myndi stinga sér niður hér á landi ætti hún ekki séns hér fyrir Framsóknar- vírusnum," segir Björgvin. Hann kveður með þá spumingu á vömm hvort hann sé nú orðinn Gísli á Uppsölum íslands og megi búast við Ómari Ragnars- syni eða Áma Johnsen til að taka við sig viðtal. Björgvin Valur Segir Austurland pólitíska flatneskju og fugiafíensan ætti ekkiséns vegna Framsóknarvírussins. Rokland Menn þykjast nú búnir að fmna fyrir- myndina að Bödda i | Roklandi I Björgvin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.