Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2006, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 3 7. JANÚAR 2006 Menning DV * sem hann fékk i desember. Steinunn Sigurðardóttir Fékkþriggja ára : starfslaun ígær - fær hún ábót hjá Óla? ÞÆR fréttir berast nú úr ráðuneyti mennta og lista að ráðherrann hafi áhuga á að steypa í eina ... blddu jú: stofnun Menningarsjóði, sem er reikningur hjá ríkissjóði, Kynningar- sjóði bókmennta, sem er skrifstofa með einn starfsmann og fáeinar miljónir til að skammta á garðinn, og Þýðingarsjóði. NÚ mætti halda að sjálfstæðis- menn í menntamálaráðuneytinu væru tregir til að auka á skrifstofu- hald og launakostnað fyrir peninga skattgreiðenda, en með nýrri stofn- un má endurskoða yfirstjórn og koma einhverjum góðum flokks- manni I betra djobb með minnst tvo starfsmenn þar sem enginn er fyrir. Flugur þA spyrja menn hvað verður um þá sem fyrir sátu á fleti: þær sómakon- ur Bessl Jóhannsdóttur og Jónínu Mikaelsdóttur? Hvöt hlýtur að veina hátt ef þeim verður velt úr traustum sessi.Hver skyldi enda I þeim þæga sessi að undangenginni auglýsingu? ÞAÐ verður partí hjá forsetanum í vikunni og Bókmenntaverðlaunin íslensku afhent. Þessi penni veðjar á Steinunni Sigurðardóttur I skáld- skapardeildinni og Þóru Kristjáns- dóttur I fræðideildinni.Verst hvað salurinn á Bessastöðum er rassgats- legur. (þetta eina sinn sem ritari þessara orða hætti sér í gestahóp- inn var minnistæðast hvernig skrif- stofustjórinn á forsetaskrifstofunni ruddi gestum frá þeim enda salar- ins þar sem gestgjafinn skyldi standa og minnti mest á duglegan dyravörð með erfiða biðröð. EN það var réttmætt: því skyldu einhverjir gestir sjást í mynd þegar mikilmenni tala (nærri beinni út- sendingu? stuttmyndahAtIðin í Clermont-Ferrand stendur nú sem hæst og fátt er þar af myndum frá Islandi - raunar ekk- ert.Eina myndin sem á einhverja taug hingað er Fangelsis- próject Helenu Jónsdóttur sem er samfram- leiðsla Eist- lands, Þýskalands og (slands. Ný tækni í dreifingu myndefnis er aö festast í sessi hér á landi: dreifing á kvik myndum um ADSL Myndveita Símans hefur frá því í byrjun desember boðið upp á Strákana okkur eftir Robert Dou- glas í banka sínum yfir kvikmynd- ir. Hefur myndin verið sú vin- sælasta í myndavali og haft betur en margar stórar erlendar myndir. Myndveitan býður nú yfir 300 titla og hefur orðið hröð uppbygging á safninu sem velja má úr. Milli 20 og 25 þúsund heimili eru í við- skiptum við veituna, en myndin er flutt um ADSL-tengi, rétt eins internetþjónusta. Tveir hálfir salir Ekkert samfélag er eins vætt með internetnotkun, bæði með ISDN og ADSL. Síminn hefur byggt myndveituþjónustuna upp og býður bæði efni gjaldfrjálst og gegn gjaldi. íslensku myndirnar fóru ekki í dreifingu á leigur eða til sölu eins og tíðkast hefur og hafa margir verið forvitnir um söluár- angur um myndveituna. Ekki eru gefnar uppi sölutölur en í þessum viðskiptum þykir gott ef titill nær 10% dreifingu. Ef Strákarnir okkar eru komnir yflr það hefur myndin farið út í 1500 til 2000 seldum ein- ingum. Minna má á að stóri salur- inn í Háskólabíó tekur tæplega þúsund manns í sæti. Þrjú verð Efnið er selt í þremur verð- flokkum 250 kr., 450 kr. og 800 kr. Gera menn sér vonir um að þarna sé í uppsiglingu gluggi eins og það er kallað í myndréttarhugtökum sem geti á éftir kvikmyndahúsum náð inn umtalsverðum tekjum fyrir kvikmyndaframleiðendur. Að sögn Friðriks Friðrikssonar sem hefur um nokkurra ára skeið unn- ið að þessu og hliðstæðum verk- efnum hjá Símanum, fyrir og eftir eigendaskipti, er þess að vænta að þar verði banki veitunnar efldur og þar verði ekki bara í boði myndir af bandarískum uppruna, gamlar og nýjar, heldur líka margs konar efni- annað. Er þá einkum litið til Evrópu. Nýlega tilkynnti Orkuveita Reykjavíkur verkefni sama eðlis og Síminn hefur þróað og má vænta þess á markað á árinu. Caché heidur áfram Kvikmyndin Caché eftir Michael Heneke sló í gegn svo um munaði á Franskri kvikmyndahátíð sem lauk í gær. Áætlað var að sýna myndina aðeins þrisvar sinnum, en vegna mikilla vinsælda var bætt við auka- /^£T\ sýningu 29. janúar. Þaðfór eins með hana og hinar ' . sýningarnar, uppselt var og færri komust að en vildu. j heildina hafa á annað þúsund manns séð V 'k'i myndina, en fjöldinn takmarkaðist einfaldlega af jniiSfp' stærð salanna sem myndin var sýnd í á þessum fjór- , ;• um sýningum. Þýðir þetta að Caché er aðsóknar- hæsta mynd Franskrar hátíðar. Vegna þessara miklu vinsælda og vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að sýna myndina áfram. Senda átti filmuein- takið úr landi strax eftir hátíðina en náðst hefur að semja um að halda því lengur hérlendis. Á föstudag fer hún í almennar Michae| Haneke leikstjóri Hér er sýningar í Háskólabíói og verður sýnd höfdinginn med Evrópuverðlaunirt þar í að minnsta kosti tíu daga til. Helena Jónsdóttir Sýnir verk í Clermont Ferrand. Verkfall sýnt í Firðinum í kvöld verður fyrri sýning af tveimur á rússnesku kvikmyndinni Statska eða Verkfalli frá árinu 1925 eftir Sergei Eisenstein. Þetta var fyrsta kvikmynd Eisensteins og er talin bera höfundarmerki hans í hvívetna. Hún er fyrst þriggja mynda Eisensteins um baráttu tötralýðsins í borgum Rússlands þar sem æsingur byltingarbaráttu svífur yfir vötnum. Hinar eru Beiti- skipið Potemkin (1925) og Október (1927). í Verkfalli segir frá verkamönn- um sem í byrjun síðustu aldar fara í verkfall eftir að samstarfsmaður þeirra fremur sjálfsmorð en hann hafði verið ranglega ásakaður um þjófnað. Dagarnir líða en ekkert þokast í samkomulagsátt. Lögregl- an reynir að neyða verkamennina til uppgjafar, ræðst inn á heimili þeirra og stráfellir menn, konur og börn. Myndin er þögul en milli- . textar eru á íslensku. Á undan kvikmyndinni verður sýnd stutt heimildamynd um kvik- myndagerðarmanninn Sergei Eisenstein. Myndin er 'á íslensku og þulur er Sergei Halipov. Þess má geta að félagsskapur- inn MÍR, Menningartengsl íslands og Rússlands, kom árið 2004 kvik- myndasafni sínu, hátt í 2000 titl- um, fyrir hjá Kvikmyndasafni ís- lands og eru báðar þessar myndir úr því safni. ívar H. Jónsson, for- maður félagsins, þýddi millitexta myndarinnar Verkfalls. Kvikmyndasýningar Kvik- myndasafns fslands eru í Bæjar- bíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði alla þriðjudaga kl. 20 og laugardaga kl. 16. Blönduð mynd Úrkvikmynd- inni Verkfalli þar sem Eisen- stein gerði slnar fyrstu tilraunir með myndmálið. DV-tvynd Oetty Imoges

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.