Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Fannst kaldur Björgunarsveitir ásamt björgunarfélagi Hafnar- fjaröar voru kallar út í gærnótt til þess að leita að manni á þrítugsaldri sem saknað var frá Grindavík. 35 björgunarsveitarmenn á níu bílum og tveimur sex- hjólum tóku þátt í leitinni. Ahersla var lögð á slóða og fáfarna vegi á svæðinu. Maðurinn fannst við Vig- dísarvelli um klukkan sjö í gærmorgun og var hann fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Samkvæmt heimild- um DV óttuðust ættingjar mannsins um líf hans. Maðurinn var færður til skoðunar í Reykjavík. Enginn vill í sund ísfirðingar og nærsveit- armenn hafa ekki nýtt sér að ráði boð ísafjarðarbæjar að fara frítt í Sundhöllina á ísafírði í tilefni af 60 ára af- mæli hennar. „Við höfum ekki orðið vör við mikla aukningu. Það er alltaf meiri umferð um helgar og sérstaklega á sunnudögum þegar barnafólk nýtir sér það að við hitum sérstak- lega upp laugina," segir Guðjón Höskuldsson, starfsmaður laugarinnar. Sundhöllin var vígð við há- tíðlega athöfn 1. febrúar 1946 og af því tilefni verður frítt í laugina fram á þriðju- dag að því er fram kemur á bb.is. Óspektir og árás Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn vegna óspekta fyrir utan skemmtistað á Hafnargöt- unni í Keflavík f fyrrakvöld. Hann var látinn gista fangaklefa í nokkra stund uns hann hafði róast. Þá var tilkynnt um líkamsárás fyrir utan súlustaðinn Casino í Keflavík um helg- ina. Þar hafði karlmaður hrint stúlku og hlaut hún við fallið einhverja áverka f andliti. Hún vildi þó ekki að henni yrði ekið til læknis. Þórir Karl Jónasson fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar dró framboð sitt í próf- kjöri Samfylkingarinnar til baka í gær. Hann játaði í Héraðsdómi í síðustu viku að hafa falsað lyfseðil og reynt að komast yfir fjögur hundruð 60 mg Contalgin-töflur, sem eru morfínblandað efni fyrir krabbameinssjúklinga. Hann segist ekki hafa ætlað að nota dópið sjálfur og hafa gert mistök. Hættir i - framboði eftir fölsuo lyfseðils Þórir Karl Jónasson Frambjóðandi i prófkjöri Samfylkingarinnar ákærð- ur fyrir að falsa lyfseðil. Þórir Karl Jðnasson, þátttakandi í prðfkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þangað til í gær og fyrrverandi formaður Sjálfsbjarg- ar, er ákærður fyrir að falsa lyfseðil á eyðublaði frá Læknahús- inu, Domus Medica. Þórir Karl framvísaði lyfseðlinum í Rima- apóteki í Grafarvogi og freistaðist til þess að koma höndum yfir fjögur hundruð 60 mg Contalgin-töflur. Contalgin er morfín- tengt efiii og yfirleitt notað fyrir krabbameinssjúka. Lyfið er einnig mjög eftirsókvarvert hjá sprautufíklum og kostar taflan um fimm þúsund krónur. Verðmæti 60 taflna er því um þrjú hundmð þúsund króna í undirheiminum. Þórir Karl játaði brotið skýlaust fyrir dómi og sagðist vera að hjálpa vini. „Þetta voru mistök og fólk gerir mistök í gegnum lífið," segir Þórir Karl um ákæruna. Þórir, sem hef- ur aldrei áður komist í kast við lögin, segist í samtali við DV ekki hafa falsað seðilinn sjálfur heldur hafi annar maður gert það en Þór- ir vill ekki gefa nafn hans upp. Þórir játaði fyrir Héraðsdómi að hann hafi falsað lyfseðilinn frá rótum en segir að lyfið Contalgin hafi ekki verið fýrir hann. Þórir segir einnig að lyfseðillinn hafi ekki verið á hans nafni heldur ónafngreinds vinar síns. Misnotað af sprautufíklum Contalgin er sérlega vanabind- andi og er notað fyrir krabba- meinssjúkt fólk. Lyfið er hins veg- ar orðið mjög eftirsótt af sprautu- fíklum og þá sérstaklega heróín- fíklum sem fá ekki heróín á göt- unni. Samkvæmt tveimur fíklum 111 \lAOSDO.Ml R REYkJAV K'IIR „Þetta voru mistök og fólk gerír mistök í gegnum lífið." sem DV ræddi við fyrir skömmu þá þurfa langt leiddir fíklar ein- ungis 30 mg af lyfinu á dag. Magn- ið sem Þórir Karl reyndi að komast yfir er því tveggja ára skammtur. Aðspurður hvort hann hefði ein- hvern tíma notað lyfið sagði Þórir Karl svo ekki vera. „Ég er sykur- sjúkur og þoli þetta lyf ekki. Ég væri steindauður ef ég tæki það.“ Vissi ekki um magnið „Ég áttaði mig ekki á því að málið myndi ganga svona langt," segir Þórir um alvarleika ákærunnar. Þórir segir að hann hafi ákveðið að taka sökina á sig frekar en að láta þetta bitna á vini sínum sem seðillinn var stflaður á að hans sögn. Þórir segir að hann hafi ekki vitað hversu mikið magn var á seðlinum þegar hann fór í apótekið og bætir við að hefði hann vitað það þá hefði hann aldrei framvísað seðlinum. Heldur áfram í framboði „Auðvitað held ég áfram í framboði," sagði Þórir í viðtali við DV fyrir helgi, en hann hafði gefið kost á sér í fjórða til fimmta sæti í prófkjöri samfylkingarinnar sem fer fram 11.-12. febrúar. Um miðj- an dag í gær var tilkynnt um beiðni hans um að draga framboð sitt til baka. Varð kjörstjóm við þeirri beiðni. „Ég hef játað hlut- deild mína í málinu fyrir dómi og tek fulla ábyrgð á mínum gjörð- um," segir í bréfi Þóris Karls. Hann óskar jafnframt öðmm frambjóðendum í prófkjörinu alls hins besta. Þórir Karl bíður dóms sem verður kveðinn upp innan þriggja vikna. valur@dv.is Pistill sjávarútvegsráðherra vekur hörð viðbrögð „Svei þér, Einar Kristinn Guðfinnsson" „Þessi pistill þinn er þér til hábor- innar skammar," skrifar Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður á heimasíðu Einars K. Guðfinnssonar sjávarút- vegsráðherra. Pistill Einars „Heimsendaspá- dómamir rangir - loðna fundin í veið- anlegu magni" hefur kallað ff am hörð viðbrögð. Að vonum frá Magnúsi Þór sem notaði hluta jólafrís síns í loðnu- leit. Magnús vakti athygli á því að engin loðna hefði fundist og taldi það til marks um að loðnustofninn væri hruninn. Einar segir hins vegar í pistli sfnum að nú hafi loðna fundist í Hvað liggur á? nægjanlegu magni til þess að hægt sé að gefa út kvóta. „Margir heimsenda- spámenn og fullyrðingasamir gasprarar hafa orðið til þess að full- yrða að loðnustofninn væri hrun- Þessi orð fara mjög fyrir brjóst Magnúsar sem dregur hvergi af sér. Segir með hreinum ólfldndum að fólk sem réttilega hefur var- að við því að loðnustofn- inn standi mjög höllum fæti og best sé að fara var- lega í nýtingu hans, skuli sæta svona fúk- yrðaflaum fyrir það ffá „Ég erað vinna að söngleiknum Litla hryllingsbúðin," segir Andrea Gylfadóttir, söng- og leikkona. „Söngleikurinn verður sýndur á Akureyri en frumsýning verður þann 24. mars. Síðan er ég aö syngja hér og þar en það hafa verið meira svona lok- aðar skemmtanir. hendi sjálfs sjávarútvegsráðherrans. „Út yfir allan þjófabálk taka svo dylgjur þínar um að í þessum vamað- arorðum eigi að felast einhver „ósk um hrakför sýnu verri". Að menn fari um og óski þess að al- gert hrun verði á fiskimiðunum hér við land með þeim skelfi- legum afleiðingum sem slflct hefði fyrir fólkið í landinu. Hvers konar málflutningur er þetta eiginlega?" spyr Magnús og heldur áffam: „Svei þér, Einar Kristinn Guðfinnsson. Oft hefur þú seilst lágt um hurð til lokunnar en aldrei jafn lágt og löður- Magnús Þór Haf- steinsson skammar sjávarútvegsráðherra og segir málflutning hans löðurmannlegan. orðin nokkurra vikna gömul? Ég mæti þér í þingsalnum." Annar gagnrýnandi . Einarserskipstjórinn þ Níels Hafsteinsson á Tálknafirði. Hann segir tíðkast hin breiðu spjótin hjá ráð- herra og eina trausta tals- manni Land- sambands ís- i,- lenskra útvegs- Bí manna. mannlega og nú. Þú veist að ég hef farið fram á utan- dagsrkárumræðu við þigumástand

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.