Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 15
DV Fréttir MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 15 Skipstjóri egypsku ferjunnar sem sökk í Rauðahafið á leið milli Sádi- Arabíu og Egyptalands er sagður hafa flúið skipið í björgunarbát manna fyrstur og sinnt engu um afdrif farþega sinna. Tabð er að eld- ur sem kviknaði út frá bíl í bílageymslu skipsins hafi orsakað slysið. Vitni herma að áböfn skipsins hafi tekið björgunarvesti af farþegum til eigin nota og fullvissað þá um að engin hætta væri á ferð. "-*»***» mmmmm WNtesSÍ Reiði og sorg Æff- ingjarhinna látnu öskra aö lögreglu sem veitir litlar upplýsingar. 1------ 1 '***'.«»' ■ Bugaðar af sorg Tvær konur sem misstu ættingja í ferjuslysinu. Likin hrannast upp Taliðerað alltaðþús- und manns hafi hlotið vota gröf í Rauðahafi aðfaranótt föstudags Sökk eftir árekstur Allir skipverjar björguðust þegar risaskipið ECE sökk undan ströndum Frakklands eftir harðan árekstur við vöruflutninga- skip. Skipið sem innihélt tíu þúsund tonn af fosfór- sýru liggur nú á 70 metra dýpi undan ströndum Cherbourg í Frakk- landi. Kafarar hafa rannsakað flakið og komist að því að lítil hætta sé á að stórfelld umhverf- isspjöll hljótist af slysinu. Skipið klessti á vöruflutningaskipið í Ermasundinu. Vöruflutninga- skipið þarfnaðist einungis smá- viðgerða. Slysið er í rannsókn. Hópur alræmdra hryðjuverkamanna flúðu á ævintýralegan hátt í Yemen á föstudaginn Liðsmenn al-Kaída brutust út úr fangelsi Þrettán alræmdir hryðjuverka- menn úr röðum al-Kaída eru meðal 23 fanga sem brutust út úr fangelsi í Yemen á föstudaginn. Interpol hefur gefið út svokallaða appelsínugula viðvörun vegna flóttans. Slík viðvör- un er gefin út og send um allan heim til að vara við hættum eins og póst- búnum vopnum og ýmiskonar al- þjóðlegri glæpastarfsemi. Interpol hefur farið fram á að yfirvöld í Yemen Iáti sér í té allar upplýsingar um strokufangana því um sé að ræða stórhættulega hryðjuverka- menn. Fangarnir sluppu úr fangelsinu með því að grafa 140 metra löng neðanjarðargöng og skríða í gegn um þau. Þeir fengu hjálp einhverra utan veggja fangelsins við gangna- gerðina. Þeir leika nú lausum hala. Yfirvöld í Yemen hafa staðfest að meðal al-Kaída-hyðjuverkamann- anna sem sluppu sé Jamal Ahmed Badawi, heilinn á bak við sprengjuárásina sem gerð var á herskipið USS Cole árið 2000. Badawi sem er Jemeni hafði áður strokið úr fangelsi en í fyrra skiptið var það eftir Jamal Ahmed Badawi Einn hryðju- verkamannanna sem eru á flótta stóð fyrir stórfelldri sprengjuárás Fangarnir sluppu úr fangelsinu með þvlað grafa 140 metra löng neðanjarðargöng og skrlða Igegn um þau. skotbardaga við fangaverði og er mikil hætta talin stafa af honum. Annar strokufanganna, Fawaz Al- Rabeei, er talinn einn þeirra sem stóðu fyrir árásinni á franska skipið Limburg á'rið 2002. Lögreglan í Yemen fullvissar Interpol um að öll- um ráðum sé beitt til að reyna að hafa hendur í hári hryðjuverka- mannanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.