Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 33
Menning 0V MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 33 Coen-bræður á kreik Dagur Kári er að verða einn heitasti kvikmyndaleikstjóri á Norðurlöndum. Tvenn norræn verðlaun féllu honum í skaut í lok vikunnar. Þær fréttir berast nú austur um haf að þeir Coen-bræður, Et- han og Joel, ætli sér af stað í nýja mynd í vor eftir þriggja ára hlé. Að þessu sinni taka þeir til við nýja sögugerð sem er hlaðin stefj- um og minnum frá upphafi kvik- myndagerðar í heimálandi þeirra. Það er vestrinn sem þeir ætía nú að takast á við. Þeir hafa samið handrit upp úr skáldsögunni No Country For Old Men eftir Cor- mac McCarthy. Þar verður einfari í aðalhlutverki: Tommy Lee Jones leikur eldri mann sem starfar við antilópuveiðar en flækist í mál sem reynast honum erfið: hann finnur falinn feng: peninga og heróín. Upptökur hefjast í maí í vor og er áætíað að verkið kosti 30 miilj- ónir dala. Þeir Coen-bæður eiga að baki Qölda vinsælla mynda sem þekkt- ar eru hér á landi: Fargo (1996), The Big Lebowski (1998) og The Man Who Wasn’t There (2001). Síðasta verkið sem þeir sendu frá sér var endurgerð á klassískri mynd frá tíma Ealing-versins enska, The Ladykillers (2004). nokkurra ára árangursríkt starf. Þetta er í 29. skipti sem Gauta- borgarhátíðin er haldin en hún er stærsta og þekktasta kvikmynda- hátíðin á Norðurlöndunum. Alls voru sýndar á hátíðinni 450 kvik- myndir frá 60 löndum. Viðurkenningar hafa hlaðist á Voksne mennesker en þrátt fyrir tvær tilraunir framleiðandans til að koma myndinni í almennar sýningar hér á landi hafa fáir séð hana - aðsókn var dræm. Eru von- ir til að reynt verði í þriðja sinn í kjölfar þessa frama. íslenskar kvikmyndir hlutu helstu viðurkenningar Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Gauta- borg á verðlaunaafhendingu sem fram fór við hátíðlega athöfn á laugardagskvöld. Átta norrænar kvikmyndir kepptu um verðlaunin Drekann (Film Draken) og komu þau í hlut Dags Kára fyrir mynd hans Voksne Mennesker. Var hann viðstaddur verðlaunaafhendinguna og tók við þeim úr hendi Jannike Áhlund, stjórnanda hátíðarinnar, nýkom- inn frá því að taka við Dreyer- verðlaununum í Höfn deginum áður. Þetta er í annað sinn sem Dagur tekur Drekann, en Nói Albínói vann verðlaunin fýrir þremur árum Alþjóðleg samtök gagnrýnenda (FIPRESCI) veittu sérstök verðlaun fyrir bestu mynd að þeirra mati og hlaut Baltasar Kormákur þau fyrir mynd sína A Little Trip to Heaven. Þetta er í fjórða skipti sem gagn- rýnendur veita verðlaun á Gauta- borgarhátíðinni og þykja þau mik- ill heiður. Er þetta talsverður ár- angur fyrir Sögn og aðstandendur en myndin er nú að fara inn á Evr- ópumarkað. Auk þeirra voru sýndar íslensku kvikmyndirnar Bjólfskviða í leik- stjórn Sturlu Gunnarssonar og Strákarnir okkar í leikstjórn Ró- berts Douglas. Einnig voru stutt- myndirnar Slavek the Shit undir leikstjórn Gríms Hákonarsonar og Midnight eftir Eyrúnu Eyjólfsdótt- ur sýndar. Að auki kynntu þær Nína Dögg Filippusdóttir og Rakel Garðars- dóttir nýjasta verkefni leikhópsins Vesturport, myndirnar Börn og Foreldrar undir leikstjórn Ragnars Bragasonar sem er síðasta verk- efnið sem Vesturport skilar eftir Joel og Ethan IFeneyjum. Myrkir músík- dagar nyrðra ogsyðra Tónlistarvaka Tónskáldafé- lagsins, Myrkir músíkdagar, held- ur áfram í kvöld. í ár er f fyrsta sinn markvisst lagt út í tónleika- hald víðar en í Reykjavík og verða tvennir tónleikar í boði: hér sunnan heiða verður flutt dagskrá í Salnum sem var flutt á laugar- dag norður í Eyjafirði. Það er Caput sem fytur verk eftir Atía Heimi, Snorra Svein Birgisson, Tryggva Baldvinsson, Hafliða Hallgrímsson, Þorkel Sigurbjöms- son og Huga Guðmundsson. Ný- næmið af tónleikunum er sam- starf Caput við Halldór Ásgeirs- son sem myndblandar á staðnum myndverk. Tónleikar kvöldsins verða festir á hljóð og myndband. Norður á Laugarborg verða tónleikar kvöldsins þeir sem flutt- ir vom í Ými í gær. Það em þeir Ingólfur Vilhjálmsson og Tobias Guttman sem flytja þar verk fyrir bassaklarinett og áslátt. Tón- skáldin verða sjö sem eiga þar verk og er hinn íslenski hluti dag- skrárinnar úr smiðjum Áskels Mássonar, Kolbeins Einarssonar, Áka Ásgeirssonar og Atía Ingólfs- sonar. Fjögur verkanna vom frumflutt í gær en eitt þeirra flutt hér á landi í fyrsta sinn í Ými: Opna eftir Atía Ingólfsson. Miðasala hefst á fimmtudag kl. 10 á tónleika Raymond Douglas Davies í Háskólabíó Ray Davies mætir í fjórða sinn Raymond Oouglas Davies Brilliant söngvari, miðlungs hljóðfæraleikari, frðbær skemmtikraftur og sem Coward og Allen, en jafnan verið í skugga tvímenninganna í Beatíes og Stones. Kinks var inn- vígð í Frægðarhöll rokksins - Rock and Roll Hall of Fame - árið 1990 og tók Ray þá að koma fram einn en rifja upp feril sinn í blöndu af söng og sagnalist. Hefur hann átt góðu gengi að fagna sem sólólista- maður, leikari, söngleikjcihöfund- ur og sjónvarps- og kvikmynda- tónskáld síðustu áratugi. Davies gctf út sjálfsævisögu sína „X-Ray“ árið 1995 og hlaut mikið lof fyrir. Davies var aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu í ársbyrjun 2004 er hún sæmdi hann CBE-orð- unni. Kinks komu hingað í tvígang: 1965 og 1970. Sumarið 2000 fengu íslenskir Kinks-unnendur, gamlir sem nýir, kærkomið tækifæri til að sjá hina margrómuðu Storyteller- tónleika Ray Davies í Laugardals- höll þegar Davies var aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni Reykjavík Music Festival. Miðasala á tónleika Ray Davies hefst á fimmtudag kl. 10 í verslun- um Skífunnar, BT á Selfossi og Ak- ureyri. Einnig er hægt að tryggja sér miða á sama tíma á vef Concert, www.concert.is. Hann er þekktari undir nafninu Ray Davies og almættið gaf honum þá náðargjöf að hann ómenntaður strákur fá Mushwell Hill setti sam- an einhverjar yndislegustu laglín- ur sem breska bylgjan bar á land. Nú verður hann hér í fjórða sinn á þeim tímamótum að væntanlegt er nýtt lagasafn úr smiðju hans. Tónleikarnir verða þann 14. apríl. Að þessu sinni verður hann með undirleikara sér til aðstoðar. Ray Davies stofnaði The Kinks ásamt bróður sínum Dave í Lund- únum árið 1963. Um nær sex ára skeið sendu Kinks frá sér mikið úr- val fínna danslaga á ep-plötum en líka merk lagasöfn: Kinda Kinks, Kinks Kontroversy og Something Else. Davies samdi einnig konsept- verkin: Arthur, The Village Green Preservation Society, Lola versus the Powerman, Schoolboys in Dis- grace Preservation sem lagði sig á þrjár skífur og Soap Opera. öll þessi söfn voru í miklum metum. Á áttunda áratugnum komu svo í röð lagasöfn sem lögðu grunninn að aukinni velgegni bandsins í Amer- íku, en það hætti að túra í byrjun níunda áratugarins og þá tók að draga úr útgáfum hans. Ray hefur verið líkt við nokkra ldassíska lagahöfunda breska svo iagasmiður afguðs ndð. Atli Ingólfsson tónskáld Verkhans Opna verður bldsiö og slegið I annað sinn hér d landi I kvöld Svarthvita myndin hans Dags Kára um fullorðið fólk sem hag- ar sér eins og börn. 4 D R 7 3C-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.