Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Hass og spítt Rétt fyrir klukkan sex í gærmorgun höfðu lögreglu- menn í Keflavík afskipti af tveimur mönnum við reglu- bundið eftirlit. Lögreglu- mennirnir grunuðu aðilana um fíkniefnamisferli og var því ákveðið að leita á þeim. Við leit á mönnunum fund- ust sjö grömm af meintu hassi og þrjú grömm af meintu amfetamíni. Þeir voru yfirheyrðir en sleppt að því loknu. „Þaö er feiknagóð stemning hérá Selfossi, " segir Magrtús Hlynur Hreiðarsson, frétta- maður RÚV á Selfossi.„Hér er svakalega mikið að gerast, meðal Landsíminn mikiii hiti að myndast fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Síðan eru væntaniegar strætó- ferðir miiii Selfoss og Reykja- víkur og þær verða þrettán á dag. Annars er vor í lofti." Nýtt líkhús Fremur óvenjuleg form- leg opnun átti sér stað í Reykjanesbæ nú á dögun- um. Þannig er mál með vexti að Útfararþjónusta Suðurnesja opnaði nýtt lík- hús þar í bæ. Á vef Vflcur- frétta er sagt að fjölmenni hafl verið á opnuninni og að líkhúsið sé glæsilegt. Richard D. Woodhead, út- fararstjóri hjá Útfararþjón- ustu Suðurnesja, bauð gestum upp á léttar veiting- ar og blessaði séra Sigfús Ingvason húsnæðið. Óháðir borgarar Félag óháðra borgara í Vestmannaeyjum hefur verið stofnað. Markmið fé- lagsins er að berjast fyrir betra og öflugra samfélagi í Vestmannaeyjum. Félagið berst fyrir markmiði sínu með hagsmuni allra íbúa Vestmannaeyja fyrir aug- um, án tillits til kynþáttar, kynferðis, trúarbragða eða stöðu þeirra að öðru leyti. Markmiði þessu hyggst fé- lagið ná með því að skapa nýja framtíðarsýn fyrir Vestmannaeyjar og finna leiðir til að ná því mark- miði að gera Vestmanna- eyjar að fjölbreyttu og öfl- ugu atvinnu- og fjölskyldu- vænu samfélagi. Þriðji hluti undankeppni Euro- vision var haldinn á laugar- dagskvöldið. Það var fyrirséð að baráttan um athygli þjóðarinnar stæði milli Silvíu Nóttar og Birgittu Haukdal. Mikið hafði gengið á í vikunni fyrir keppni eftir að lagi Silvíu var lekið á netið og vildu margir að henni yrði vísað úr keppni. Hún fékk þó að taka þátt. Stemningin í salnum fyrir keppni var afslöppuð og horfðu áhorfendur í mestu makindum á spurningaþáttinn Tíminn líður hratt undir stjórn Heiðu og Halla úr Botnleðju. Það brustu á mikil hlátrasköll þegar sýnd voru mynd- brot úr gömlum undankeppnum þar sem Björgvin Halldórsson söng meirihluta laga. Einnig féll vel í kramið þegar myndum af svart- hærðum Pálma Gunnarssyni var varpað á skjáinn. Þegar þættinum hennar Heiðu lauk var komið að Eyþóri Árnasyni sem sá um að keyra upp stuðið í salnum. Það gerir þetta enginn bet- ur en Eyþór sem hefur séð um þennan þátt í öllum stuðþáttum landsins: Það var lagið, Idol- Stjörnuleit og undankeppni Eurovision. Þessi maður á að vera í sjónvarpi. Kynnarnir gengu svo á svið og byrjaði Brynhildur á því að afsaka fyrir áhorfendum að hún kæmi ekki til með að horfa beint út í sal. Hún yrði nefnilega að horfa til hlið- ar til þess að geta lesið af skjánum. Eftir það var kominn tími til að kýla á fjörið. Tímaskekkja reið á vaðið Fyrst steig á stokk söngkonan Rúna Stefánsdóttir sem flutti lag Harðar G. Ólafssonar en sá maður samdi einmitt lagið Eitt lag enn sem átti lengi vel besta árangur ís- lands í Eurovison þegar það náði fjórða sæti í gömlu Júgóslavíu árið 1990. Það vantaði ekkert upp á ör- yggið hjá Rúnu á sviðinu sem dans- aði og söng af mikilli gleði. Þetta lag er hins vegar sannkölluð tíma- skekkja og virðist sem höfundur lagsins hafí ekki þróað stíl sinn mikið frá árinu 1990. Þó mætti ætla að höfundur hafi gert sér grein fyr ir því að stíll lagsins væri í eldri kantinum og því brá hann á það ráð að henda rappkafla inn lagið. Rapparinn var enginn annar en Brynjar Már, útvarpsmaður og söngvari, sem er síst þekktur fyrir rapphæfileika. Hefði ekki verið nær að láta betri helming Brynjars, Kristínu Ýr úr Igore, rappa þennan kafla með öðrum áherslum? Þetta kom út eins og samstarfsverkefni hjá Geirmundi Valtýssyni og Vanilla Ice. Skagfirsk sveifla og lélegur hvít- ur rappari eiga ekki samleið. Fjarlægt polkapopp Eftir Geirmundargraðærið var komið að lagi Sveins Rúnars Sig- urðssonar, Útópíu. Það var Dísella Lárusdóttir sem flutti lagið og sagði höfundur í kynningarmyndbandi að hún væri sú eina sem gæti sung- ið lagið. Eflaust er margt til í því þar sem Dísella sýndi frábæra takta og söng lagið óaðfinnanlega. Aftur á móti er þetta lag illskiljanlegt. Það er líklegast samið með þann til- gang að falla vel í kramið hjá aust- anblokkinni sem ræður nú ríkjum í þessari ágætu keppni. Krassandi fiðluleikur og íburðarmikill kjóll Dísellu er eitthvað sem hefði sóm- að sér vel í höndum dívu frá Serbíu og Svartfjallalandi. Hinn almenni íslendingur og þetta annars ágæta lag eiga ekki samleið. Ástaratlot við myndavélar Þeir félagar örlygur Smári og Sigurður örn sem sömdu lagið Tell Me mættu með lagið Á ég? Það var gamla Verslóhetjan Bjartmar Þórð- arson sem flutti lagið og það er engum blöðum um það að fletta að þessi strákur kann að koma fram. Fyrir manninn í salnum var þetta prýðisframmistaða en fyrir þá sem hqima sátu var þettá dýrðlegt því Bjartmar naut hreinlega ásta við myndavélarnar. Viðlag lagsins er grípandi en þó datt flutningurinn niður um miðbikið en reis á ný þegar dansararnir þustu inn á svið- ið. Þá sýndi Bjartmar að hann er ekki einungis afbragðssöngvari heldur einnig ótrúlega fótafimur dansari. Það er í raun óskiljanlegt að þessi drengur skuli ekki vera frægari en raun ber vitni. Stjarna er fædd. Til hamingju með sigurinn Þá var komið að atriði kvöldsins. Það fór kliður um salinn þegar tvær bleikar stjömur vom bomar inn á svið. Áhorfendur vissu hvað var í vændum; drottningin Silvía var á leiðinni inn á svið. Bakraddirnar komu sér fyrir. Sigga Beinteins, Pétur Jesús Guðmundsson og Gísli Magna vom skæsleg þar sem þau stóðu við míkrófónana. Silúettudansaramir Hommi og Nammi komu sér fyrir bakvið hvítt tjald en þeir em leiknir af Birni Thors og Rúnari Frey Gísla- syni. Þvílíkt lænöpp. Silvía Nótt gekk inn á svið meðan kynningarmynd- band Þorvaldar Bjama var spilað. Það heyrðist ekkert í myndbandinu fyrir öskrum áhorfenda. Síðan byrj- aði lagið og ekki einn maður í saln- um sem komst hjá því að fá gæsa- húð. Þetta er eitthvert rosalegasta at- riði sem sést hefúr á sviði hérlendis. Þetta kom vel út í sjónvarpi en þó var það ekki nema 30% af þeirri upplifun sem gestir í sal fengu beint í æð. Rosalegt atriði. Svissneskt súkkulaði Það er ekki hægt að óska sínum versta óvini að koma á eftir Silvíu Nótt ef hún er í þessu formi sem hún var í á laugardagskvöldið. Það féll þó í skaut Katy Þóm Winter sem kom funheit frá Sviss til þess að flytja lag Tómasar Hermannssonar, Meðan hjartað slær. Katy Þóra er gullfalleg og ber af sér mikinn þokka sem komst vel til skila bæði í sjónvarpi og í salnum. Þá var hún einstaklega eggjandi í klæðaburði og stuttur kjóllinn kveikti í karlpeningnum. Hún var þó skjálfandi í röddinni á köflum en náði engu að síður að skila sínu með sóma. Lagið hlaut hins veg- ar ekki náð fyrir eyrum þjóðarinnar þó svo að alla aðra daga hefði það átt frekar skilið að fara í úrslitaþáttinn en lagið 100% serh af einhverjum ástæð- um flaug inn í úrslitaþáttinn. Fallegt en virkar ekki Næst var komið að laginu Mig langar að hafa þig hér eftir Hallgrím Óskarsson sem samdi einnig lagið Það sem verður sem Friðrik Ómar söng inn í úrslitin í fýrsta þætti for- keppninnar. Þetta lag er mjög hug- ljúft og textinn einstaklega fallegur. Þetta lag á þó engan veginn heima í Eurovision frekar en Hægt og hljótt átti á sínum tíma. Þetta lag myndi sóma sér vel í útvarpsspilun á Létt 967. Sólveig söng vel og í raun ekkert við þetta að athuga, þetta bara virk- aði ekki. Glatað grín Rokkið hafði látið lítið fyrir sér fara fyrri hluta kvölds en það breytt- ist skyndilega. Roland Hartwell var með lag í fyrsta hluta undankeppn- innar og var hér mættur með annað lag, Það var lagið. Kynningin á laginu lofaði góðu en hugmyndin á bakvið það er sú staðreynd að gæinn sem lendir í öðru sæti verður oftar en ekki frægari en sá sem vinnur. Kynning- armyndbandið byggði upp vænting- ar sem hrundu þégar lagið byrjaði. Flytjendurnir mættu inn á svið með hárkollur og í rokkaraklæðnaði. Það verður nú bara að segjast eins og er- þetta var ekkert fyndið. Þama var verið að reyna að stæla glysrokkar- ana í Wig Wam sem slógu í gegn í Eurovision í fyrra en það tókst ekki. Þeir fá þó stig fyrir viðleitni og Gunni Óla fyrir Iron Maiden-bolinn. Það er gaman þegar reynt er að: brjóta normið. En því miður gekk þetta ekki, upp. Glæsilegri og fágaðri Birgitta Stjarna Birgittu Haukdal virðist aldrei ætla að hrapa. Stelpan hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu en kemur nú inn í sviðsljósið af krafti. Líklega hefur Þingeyingurinn aldrei verið glæsilegri. Hún söng lag- ið Mynd af þér eftir Svein Rúnar Sig- urðsson sem samdi einnig Eurovision-lagið Heaven. Hann fékk réttu manneskjuna til að syngja þetta lag. Hár, klæðaburður og öll framkoma Birgittu verður fágaðri og glæsilegri með hverju ári sem líður. Lagið sem hún söng er grípandi og skemmtilegt og var atriðið sjálft vel æft og flott. Birgitta hefur mikinn kjörþokka og ljóst er að val lands- manna mun standa miUi hennar og SUvíu Nóttar. hjorvar@dv.is soii@dv.is Spenntur! Frosti Logason mætti til að horfa á vinkonu slna Ágústu Evu syngja í hlutverki Silvlu Nóttar. Hommi og Nammi Þeir voru flottir bræð urnir þegar þeir mættu á svæðið í fylgd lífvarða. Tveggja turna tal Þriöji hluti forkeppni Eurovision fór fram á laugardaginn. Átta lög voru flutt þetta kvöld en vitað var fyrirfram að baráttan stæði milli tveggja drottninga, Silvíu Nóttar og Birgittu Haukdal. Vinsael! Silvfa Nóttþurfti fylgd arliðtilað halda aftur afæstum aðdáendum. Til hamingju ís- land Silvía Nótt eftir að úrslitin voru kunngerð. 0 * Silvia Nótt Stuðningsmenn Silvíu létu sitt ekki eftir liggja. uoð samhæf- ing Birgitta vann velmeð dönsurunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.