Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 18
78 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 Sport DV Bender hættur Framherjinn Jonathan Bender hjá Indiana Pacers hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins 25 ára gamall vegna erfiðra hnémeiðsla sem hann hefur átt við að eiga allan ferilinn. Bender hef- ur allan sinn feril verið hjá Indiana, en miklar vonir voru bundnar við þennan 213 sm háa framherja, sem var mjög fjölhæfur og spilaði stundum sem bak- vörður. „Það er ömurlegt að sjá svona koma fyrir hjá jafngóðum strák og honum. Jonathan hefur alitaf lagt sig allan fram og langaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að hjálpa Indiana, en því miður gat hann það ekki,“ sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana. Bender spilaði aðeins níu leiki á síðustu tveimur árum vegna meiðsia. Bryantvill meira frá fé- lögum sínum Kobe Bryant er ekki sátt- ur við frammistöðu félaga sinna í liði Los Angeles Lakers í vetur og segir að þeir verði að leggja sig miklu betur fram til að ná árangri í deildinni. Eins og flest- ir vita hefur Bryant dreg- ið vagninn fyrir liðið í vetur, en gerir sér grein fyrir að það muni ekki ganga til lengdar. „Ég man eftir því hvernig þetta var þegar ég kom inn í deildina fyrst. Ég var ekki yfirburðaleikmaður, en ég hafði óbilandi sigurvilja og vann eins og berserkur í að bæta mig. Það skilaði mér þangað sem ég er í dag og ég krefst þess að félagar mínir séu á sömu nótum, annars vinnur þú ekki meistaratitla í þessari deild," sagði Bryant. Francis til Denver? Nú gengur sá orðrómur fjöllunum hærra í NBA að vandræðagemlingnum Steve Francis verði á næstu dögum skipt frá Orlando til Denver í skiptum fyrir Earl Watson og framherjann Nene. Nokkur fleiri lið þyrftu væntanlega að koma að skiptunum og hefur New York verið nefnt til sögunar í því sambandi. Francis hef- ur alls ekki átt samleið með þjálfara sínum Brian Hill hjá Orlando og var fyrir stuttu settur í tveggja leikja bann fyrir að agabrot. Francis er hæfileikaríkur leikmaður, en hefur alla tíð verið iðinn við að koma sér í vandræði. NBA KORFUBOLTINN Nú hefur veriö tilkynnt hvaða leikmenn skipa byrjunarliö austur- og vesturdeildar í stjörnuleik NBA sem fram fer í Houston síðar í þessum mánuði, en varamennirn- ir verða tilkynntir síðar í vikunni. ADdáendurnir, hafa talað Enginn fra Detroit i stjornuleiknum Byrjunarlið austurs og vesturs ráðast af kosningu aðdáenda NBA-körfuboltans um allan heim og ræðst því í raun á vinsæld- um þeirra leikmanna sem eru á kjörseðlum ár hvert. Varamenn- irnir eru þó valdir af þjálfurum í deildinni og því má segja að það val sé frekar byggt á skynsemi en vinsældakosningin á byijunar- liðunum. Vissulega eru allir leikmennirnir í byrjunarliðunum góðir leikmenn, en þegar málið er skoðað betur, er ekki hægt annað en að fetta fíngur út í val fólksins. í vesturdeildinni samanstendur byrjunarliðið af þeim Steve Nash frá Phoenix, Kobe Bryant frá LA Lakers, Tim Duncan frá San Antonio og Houston-leikmönnunum Yao Ming og Tracy McGrady. Yao Ming fékk flest atkvæði allra í kosningunni í ár rétt eins og í fyrra, en mildnn fjölda atkvæða má rekja til þjóðernis hans. Það vekur einnig nokkra athygli að Kobe Bryant fékk fleiri atkvæði í ár ennokkurn tímann áður og hafa að- eins fjórir leikmenn í sögu stjömu- leiksins fengið fleiri atkvæði en hann fékk nú. Þennan fjölda at- kvæða má eflaust rekja til hins sögu- lega leiks hans um daginn þar sem hann skoraði 81 stig gegn Toronto, en svo virðist sem aðdáendur NBA séu að verða búnir að fyrirgefa hon- um eftir nauðgunarmálið ljóta í Colorado á sínum tíma. LeBron fékk fleiri atkvæði en Shaq í Austurdeildinni var það LeBron James hjá Cleveland sem fékk flest atkvæði allra og skammt þar á eftir komu þeir Shaquille O’Neal hjá Mi- ami og Alien Iverson hjá Phila- delphia. Auk þeirra vom þeir Dwya- ne Wade hjá Miami og Jermaine O’Neal hjá Indiana valdir í byrjunar- liðið, en O’Neal mun ekki verða með í leiknum þann 19. febrúar vegna meiðsla og því kemur í hlut Davids Stern að velja mann í hans stað, sem trúlega verður Ben Wallace hjá Detroit. Það vakti ann- ars athygli að enginn leilonaður frá Detroit skyldi s* vera valinn í byrjunarlið austur- deildarinn- ar. Detroit j hefur verið með lang- besta liðið í NBA það sem af er vetri, en það skilaði þó engum ieik- manna þeirra í byrj- unarliðið. Þjálfarnir velja síð- ustu leik- mennina Þjálfarar austur- og vesturliðanna, Flip Saunders hjá Detroit og Avery Johnson hjá Dallas, munu þó ekki endilega notast við þessar upp- stillingar þegar fer að draga til tíð- inda í leiknum sjálfum. Mikið hefur verið rætt um hverjir koma til greina sem varamenn fyrir k' bæði lið og til gamans má geta j þess að nokkrir j þjálfarar í deild- inni hafa gefið til byrjunarlið Detroit í stjömuliðið. Mikið má vera ef þeir Chauncey Billups og Rip Hamilton komast ekki í liðið og líklegt verður að teljast að Ben Wallace verði heed Wallace einnig. kynna að þeir muni nota at- kvæði sín til að velja allt - J, Tracy McGrad y Hefur átt mörg flottustu til- þrifín I stjörnuleikjum slðustu ára. LeBron James LeBron James fékk flest atkvæði allra á austur- ströndinni. Dwyane Wade Hefur leikið frábærlega við hiið Shaq hjá Miami Heat. Stjörnulið DV-sports Stjörnuleikurinn í NBA er yfirleitt hin besta skemmtun Hver vill hafa Yao Ming í stjörnuleik? Þó að körfuboltinn sé vissulega liðsíþrótt, er því ekki að neita að í NBA-deildinni em það einstakling- amir sem em í sviðsljósinu langt á undan liðnunum. Valið á byrjunar- liðinu í stjörnuleikinn er vinsælda- keppni og stundum er ekki laust við að maður spyrji sig hvort leikurinn sem markar miðpunkt keppnistíma- bilsins eigi að vera keppni bestu leikmanna deildarinnar - eða þeirra skemmtilegustu. San Antonio Spurs og Detroit Pistons hafa undanfarið ár verið með tvö bestu liðin í deild- inni, en viðureignir þessara liða falla engu að síður í skuggann af leik þar sem Kobe Bryant mætir LeBron James. Einstaklingarnir em í sviðs- ljósinu. Aðdáendum um allan heim hefur í ár, rétt eins og undanfarin ár, tekist að kjósa saman lið sem er hvorki það besta - né það skemmti- legasta sem völ er á. Leikmenn eins og Tim Duncan og Yao Ming em vissulega góðir leikmenn, en þeir hafa ekki eins mikið hrátt skemmt- anagildi og leiicmenn á borð við Kobe Bryant, LeBron James eða Vince Carter. Þeir Yao og Duncan hafa auldnheldur verið meiddir í all- an vetur og því spyr maður sig hvort þeir eigi yfír höfuð að vera með í leiknum. Hér fyrir ofan em því tillögur að annars vegar besta liðinu - og hins vegar því skemmtilegasta. Fékk flest atkvaeöi Kin- verjinn Yao Ming fékk flest atkvæði allra leikmanna NBA-deildarinnar. 0*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.