Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 25
DV Lífíö sjálft MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 25 1 V ' Ásinn eltir Dorrit Dorrit Moussaieff erfædd 12.01.50 Ufstala er reiknuð út frá fæðingardegi. Hún tekur til eig- inleika sem eiga öðru fremur að móta lífviðkomandi. Lífstala Dorritar er því 1 Eiginleikar sem tengjast þessari tölu eru: Frumkvæði, forsvar, sjálfstæði og árangur - hættir til þrjósku sem er reyndar góður kostur. Árstala Dorritar 2006 er 3 Árstala Dorritar er hinsvegar reiknuð út frá fæðingardegi hennar og þvl ári sem við erum stödd á (2006). Talan á að gefa vísbendingar um þau tækifæri og hindranir sem árið færir henni. Rlkjandi þættir I þristinum eru: Félags- legir sigrar, sköpun og velgengni. Það segir að Dorrit mun eflast á árinu sem er framundan og styrkjast. Gleðin bergmálar í söngnum hennar Signý Sæ- mundsdótt- ir er 48 ára ( dag. „Áhersla er lögð á að hún gleymi ekki kostum sínum sem eiga það á hættu að hverfa ef of mikið af vellystingum um- lýkur umhverfi hennar. Gleðin er hljómurinn sem berg málar í kringum hana og mannleg samskipti veita henni mikla gleði og færa sjálfið á hærra stig," segir í stjörnuspá hennar. Þórdís förðunarmeistari Hún var um tlma m'eð„Breytt útlit“í Morgunsjónvarpi Stöðvar 2 og hef- ur einnig skrifað greinar um förðun og tlsku I blöð og tlmarit.A bakvið hana stendur Björn Thors leikari. Við fengum að skyggnast bak við tjöldin hjá kepp- endum Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina og fylgdumst með Þórdísi Þorleifsdóttur förðunar- meistara og samstarfsfólki hennar sem bera ábyrgð á förðun og hári keppenda. Þórdís segir okkur frá stemningunni sem ríkti baksviðs. „Stemningin hefur verið feyki- lega góð og skemmtileg. Þetta er upp til hópa yndislegt fólk og frá- bærir listamenn. Það er gríðarlegur metnaður og mikil vinna sem liggur á bak við hvert og eitt atriði," svarar Þórdís aðspurð um stemninguna bak við tjöldin í söngvakeppni Sjón- varpsins og heldur áfram: „Það eru fjölmargir aðilar sem koma að þessu og sttmda á bak við lista- mennina sem við sjáum á sviðinu. Einhver stjama íhópnum komiö þér á óvart? „Silvía Nótt. Ekki spurning og allt fólkið í kringum atriðið hennar. Þessi stelpa er algjör gullmoli. Hún er yndisleg manneskja og alveg of- boðslega hæfileikarík," segir Þórdís sem er vissulega reynslunni ríkari því hún hefur unnið að forsíðum helstu tímarita landsins, tískuþátt- um, sjónvarpsauglýsingum og nú síðast MS herferðin sem er verið að sýna á öllum helstu miðlum lands- ins. „Silvía kom mér á óvart. Hún er yndisleg og allir sem eru með henni í þessu að sama skapi. Alveg frá- bærir listamenn og fýrst og fremst góðar manneskjur." Talið berst að undirbúningi fyrir keppni sem þessa. „Undirbúning- urinn fyrir keppnina hefur staðið i marga mánuði. Það eru tugir ef ekki hundruðir manna sem koma að verkefni sem þessu," útskýrir Þórdís áhtigasöm um verkefnið og heldur áffarn: „Base Camp hefur unnið gríðarlega gott starf og staðið sig mjög vel að mínu mati. Það hefur fengið færasta fólkið í bransanum til að leysa með sér þetta verkefni og jafhframt haft kjark til að leyfa nýju fólki að spreyta sig sumstaðar sem hefur fyllilega staðið undir væntingum." Æfingar daglega „Vikuna fyrir útsendingu eru æf- ingar alla daga. Á föstudögum er svo rennslið æft þar sem ég fýlgist með og hitti keppendur og tek niður punkta um hvemig mig langar til að hafa lúkkið. Þetta geri ég í samvinnu við listamennina og hárgreiðslu- meistarann, hana Eddu. Svo ráðfæri ég mig við pródusentinn og skrift- una líka, þegar ég þarf að fá að vita hvemig myndvinnslan á að vera. Hvort þessi eða hinn verði mikið í mynd, sjást til að mynda bakradd- imar mikið eða eru dansaramir í nærmynd og svo framvegis," segir Þórdís sem þarf að huga að mörgu fyrir stóra útsendingu sem þessa. I Elín Reynisdóttir Lokayfirferö | | á Sollu söngkonu. Frábært fagfólk „Það gefur auga leið að ég kemst aldrei yfir að sminka allt þetta fólk ein míns liðs. Ég er með frábærar sminkur með mér. Elínu Reynis og Sólveigu Bimu frá RÚV og Rakel ömu frá NFS. Svo eru Friðrikka Edda og Fanney Silla að sjá um hár- S greiðslu keppenda. Þetta em hörku duglegar stelpur og virkilega góðar í sínu fagi. Þetta er mikil vinna og langur dagur. Við byrjum að farða klukkan 13 og emm að fram yfir út- sendingu. „Spennan er strax farin að magnast og mikil tilhlökkun í hópnum. Undibúningur verður svipaður og fýrir hina þættina. Við þurfum hinsvegar að stækka aðeins aðstöðuna okkar og ég þarf að ráða fleiri sminkur með mér því það verða líklega um 80 -90 manns sem stíga á svið þetta kvöld sem þarf að sminka og greiða og tilheyrandi," segir hún og spennan leynir sér ekki enda er öllu tjaldað laugardags- kvöldið 18. febrúar. elly@dv.is Silvía Nótt “Þessi stelpa er algjör gullmoli, "segir Þórdls sminka. o Vatnsberinn (20.jan.~i8. febrj Ekki láta aðstæður sem birtast l hér samhliða stjörnu þinni draga úr þér allan mátt, hvort sem um einkalíf þitt er að ræða, starf eða nám. ©Fiskarnir (19. febr.-20. mars) Ef þú ert stödd/staddur í sjálf- skoðun um þessar mundir ætt- ir þú að horfast í augu við tilveru þína með jákvæðum augum og deila draum- um þínum með þeim sem þú treystir en það eitt stuðlar að þroska þínum. OHrúturinn (21.mars-19.aprH) Þér er ráðlagt að verða sveigj- anlegri og meðtaka nágrann- ann eins og hann birtist þér. Styrkur þinn er mikill og tilfinningalegur stöð- ugleiki eflir þig þegar liðan þ(n er ann- ars vegar. Þú býrð yfir þörf fyrir að næra og annast þá sem þú unnir og elur af þér sterka öryggiskennd sem gerir þér fært að deila gleðinni með öðrum. Nautið (20.april-20.mal) Þú kýst að standa á eigin fót- um sem þú reyndar gerir án efa dagana framundan þar sem ókönnuð ævintýri bíða þ(n. ©Tvíburarnirc;. mal-21.júnl) Þú ættir ekki að missa trúna á eigin verðleika því hér birtast vegamót sem kreljast sjálfstjórnar. Lærðu fyrst og fremst að þekkja þig og langanir þínar. I ^rabbmn (22. júni-22.júii)_____ Athafnasemi þín er áberandi og þrá þín eftir óheftu Iffi birt- ist hér sömuleiðis. Farðu hiklaust yfir hvern dag og hugaðu vel að því í hvað þú eyðirtíma þínum. LjÓnÍð (2}.júli-22. ágúst) Hlustaðu vel á manneskjur sem leiðbeina þér og hugsaðu þig vel um áður en ákvörðun verður tekin. Þú verður að gæta þess að ásetningur þinn leiði alltaf til góðs. Niey’jdin (23. ágúst-22.sept.) Iju Ef þú ert í fjárhagsörðugleik- um ættir þú að skipuleggja fjárfestingar þínar betur og stíga eitt skref í einu. Einblíndu á réttar áherslur og hægðu á þér ef þú ert ekki í jafnvægi. Vogin (2lsept.-23.okt.) Þú ert fær um að nýta þolin- mæði þína til góðverka um þessar mundir. Starf þitt eða nám er eflaust um það bil að breytast mikið. Hér erfyr- irboði skilaboða um góða heilsu og sig- ur á keppinautum þínum. Sporðdrekinn (24.oia.-21.n0v.) Ef þú finnur fyrir miklu álagi ættir þú að skipta um umhverfi um t(ma og efla samskipti þín við ástvini þína fremur en aðra. Friðsamlegar stundir og ekki siður gleðilegar eru framundan og samhliða þeim atburð- um munt þú jafnvel breyta ákvörðun- um þínum til góða fyrir náungann. Bogmaðurinnp/.mív-ií.tej Orka þín mun speglast marg- falt til þ(n frá vinum þínum og fjöl- skyldu. Gefðu af þér af alhug og hlúðu að því sem þú telur sannarlega i skipta máli. Bogmaðurfyllist greinilega af jákvæðum krafti hér í vikubyrjun. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Hér kemur sterklega fram að þú ert nýjungagjörn/- gjarn og virðist vera á góðri leið með að flytja (nýtt húsnæði og takast á við nýtt starf/nám sem veitir þér ómælda ánægju. Hik er sama og tap, hugaðu vel að því kæra steingeit. W> SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.