Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 26
i Hvenær er raf- geymirinn ónýtur? Algeng orsök þess að rafgeymir tæmist er vegna ljósa sem gleymist að slökkva. Tæmdur rafgeymir þolir ekki að vera lengi í frosti og þvf þarf að hlaða hann eða korna hon- um eða bílnum í hitaða geymslu eigi geymirinn ekki að Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur, svarar fyrirspurnum á leoemm.com og eru þær birtar á bílasíðum Spurt og svarað Endurforritun sjálfskiptingar Spurt Eigandi nýlegs Mazda MPV (Ameríkugerð) segist ekki ánægður með sjálfskiptingu sem heggur í gírana þegar vélin er köld. Sé ekið með lftilli inngjöf eftir að vélin hefur hitnað myndast högg þegar sjálfskiptingin skiptir niður úr 3. í 2. gír. Hann segir þetta gerast stundum en ekki ailtaf og spyr hvað geti valdið þessu og hvemig eigi að bregðast við. Svar Sams komar spum- ingu hef ég svarað áður hér í DV-bílum. Um þekkta truflun er að ræða í tölvustýringu Mazda-sjálf- skiptinga. Hún er Iagfærð með því að endurforrita tölvu skiptingarinnar (TCM = Transmission Control Module). Þótt þetta sé ekki alvarleg bilun geta höggin eyðilagt skiptinguna og því vissara að draga aðgerðir ekki um of. Um þetta mál hefur Mazda gefið út tæknilýsingu (Technical Bulletin) sem er nr. 05-001/04 og er á www.mpvclub.com/tsb.php?id=144. Geti umboðsverkstæði ekki endurforritaö tölvuna má senda hana til Bandaríkjanna og fá hana senda um hæl endurforritaða. Frekari upplýs- ingar em á vefsíðu bandaríska Mazda MPV-klúbbsins (www.mp- vclub.com). Dísiljeppi þungur á fóðrum SpurC Ég á Nissan Terrano II 2,7 trb-dísil '98 á 33" dekkjum og er ekki sáttur við hve eyðslufrekur bíllinn er. Hann er í ágætu lagi og án gangtruflana. Er eitthvað sem maður getur gert til að minnka eyðsluna? Svar: Eftir að verð á dísilolíu rúmlega tvöfaldaðist með niður- fellingu dísilskattsins 1. júlí í fyrra finnst ólíkt meira fyrir eldsneytiskostn- aði dísiljeppa. Sem dæmi getur algengur jeppi á borð við Nissan Terrano II eytt um og innan við 20 lítrum á 33" dekkjum. Sumir hafa verið settir á 33“ dekk án þess að drifhlutföllum hafi verið breytt til að vega upp á móti meira þvermáli dekkjanna, þ.e. verið breytt útlitsins vegna. Terrano II er upphaflega á 29" dekkjum (235/75R15) og með drifhlutfall 4,625. Þegar þvermál dekkja eykst úr 29 í 33 tommur jafrígildir það hækkun drifhlut- falls (lægri tala) um tæp 14%. Sé drifhlutfall ekki lækkað til mótvægis við 4“ meira þvermál dekkja, en það hefði þurft að lækka í 5,28, vinnur vélin ekki á því sviði snúningshraða þar sem tog og spameytni er mest. Afleið- ingin verður umtalsverð eyðsluaukning jafiivel þótt vélin sé í lagi. Gangtruflun íTerrano dísil Spurt Ég á í vandræðum með jeppann minn sem er Nissan Terrano II '98 með 2,7 trb-dísilvél, handskiptur og ek- inn 248.000 km. Vélin missir úr á lágum snúningi (ef þetta væri bensín-bíll myndi ég athuga neistann en ég hef litla þekkingu á dísilvélum). Þetta er mest áberandi þegar vélin er köld. Hvað myndir þú ráðleggja mér að gera til að finna bil- unina? Svar Þetta er dæmigert bilanagreiningarverkefni fyrir bílaverkstæði með réttu áhöldin enda getur margt komið til greina þegar um svo mikið ekinn bíl er að ræða. En þar sem gangtruflunin er mest áberandi þegar vélin er köld myndi maður byrja á að skoða EGR-búnaðinn; tölvustýrðan loka sem veitir útblæstri inn í brunahólfin til að kæla þau (með veikari blöndu). EGR-lokinn á að vera lokaður og þéttur þar til vélin hefur náð vinnsluhita. Leki EGR-lokinn veldur það gangtruflunum þegar vélin er köld. Ýskrandi þurrkublöð Spurt Hvað getur maður gert til að losna við ískur og hökt í þurrk- unum? Svar: Þrífðu framrúðuna með glerhreinsieftii þannig að hún sé laus við tjöm og fái eðlilegan gljáa. (þrífðu hana að innanverðu um leið - þú munt verða hissa á því hve hún er óhrein). Hreinsaðu því næst tjöruna af þurrkublöðunum með kveikjarabensíni, ís- vara eða aseton og berðu á þau yngingar- efni fyrir plast (Son of a Gun eða sam- bærilegt). Oftast leysir þetta málið séu þurrkublöðin ekki ónýt. Noti maður vamsfælu, t.d. Rain-X, á framrúðuna eftir að hafa þrif- ið hana verður minni þörf fyrir þurrkumar auk þess sem þær vinna léttar. Þeir sem fullyrða að allir bílar séu orðnir eins; engir skeri sig úr og varla hægt að greina tegundir sund- ur, hafa talsvert til síns máls - jafrí- vel þótt sumir franskir bílar séu þannig í laginu að ekki sé hægt að átta sig á því hvort þeir séu að koma eða fara. Ódýrari amerískir fólksbíl- ar frá GM hafa t.d. verið svo staðl- aðir í útíiti að nánast enginn sjáan- legur munur hefur verið á Chevro- let og Buick s.l. 10 ár eins og þeir þekkja sem hafa notfært sér hag- stæð kjör flugfélaga á bílaleigubíl- um í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir stanslausar rokufféttir af stórkostíegum framfömm í tækni og tæknibúnaði (en bensínvélin er í gmndvallaratriðum jafn ffumstæð og hún var fyrir 100 árumi); - sögur af tæknibúnaði sem jafnvel er full- yrt að taki fram fyrir hendur á bíl- stjóra áður en hann fer sér að voða; sjálfvirkni og alls konar þæginda- búnaði (vantar bara að bílstjór- inn sé vakinn á leiðarenda) em flestir venjulegir fólksbílar sláandi líkir þegar sest er undir stýri. Mesti munurinn er á verðinu og þjónust- unni. Formúlan: Metsölubíll Áratugum saman hafa svo- nefndir bílablaðamenn jarmað stanslaust um hina og þessa kosti sem þeir þykjast sakna í hverjum nýjum bflnum á fætur öðmm. Þegar bílaframleiðendur hafa reynt að koma til móts við kröf- urnar hafa kaupendur jafn oft lítið viljað gefa fyrir þær. Stærstu bíla- framleiðendur, svo sem VW og Ford, hafa fyrir löngu talið sig hafa pottþétta formúlu fyrir metsölu- bílnum, en hluti hennar er fólginn í auglýsingatækni samanber VW Golf og Ford Focus. brjóta ísinn, a.m.k. að hrjóta í nýrri tóntegund, og það var Honda sem tók af skarið með nýj- um Civic. Það mætti næstum skrifa „nýjum" með stórum stöf- um og feitu letri því Civic af árgerð 2006 er fyrsti raunverulegi nýi bíll- inn í þessum stærðarflokki í lang- an tíma - a.m.k. að mínu mati. Engu að síður þykist ég vita að Honda Civic muni fara fram hjá mörgum og af ýmsum ástæðum. Þótt fæstar séu þær bílnum að kenna mun sérkennilegt útlitið fæla margan íhaldsaman kaup- andann frá - hvað þá láta sjá sig á honum. Hoggið á hnútinn Það var kominn tími til að „Bíll unga fólksins" Ekki er blöðum um það að fletta að Honda hefur tekið um- talsverða áhættu með nýjum Ci- vic, jafnvel gagnvart tryggum Ci- vic-aðdáendum sem er talsverður hópur. Þessi Civic lítur út eins 26 MÁNUDACUR 6. FEBRÚAR 2006 Bílar DV #

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.