Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 10
I
10 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Gunnar þykir sterkur leiðtogi,
traustur og áreiðanlegur.
Hann er kraftmikill og ósér-
hlífinn stjórnmáiamaður,
húmoristi og skemmtilegur fé-
lagi.
Gunnar þykir stundum of
stjórnsamur og mætti temja
sér að vera heflaðri í tali.'
Hann þykir vinna ofmikið.
„Gunnar er framsýnn, sem hann
hefur sannarlega sýnt í starfi
sínu í sveitarstjórnar-
málum og uppbygg-
ingu Kópavogsbæjar.
Fólksfjölgunin í Kópa-
vogi hefur orðið vegna
þess aö hann var tilbúinn með
lausnirnar. Gunnarer traustur
og áreiðanlegur maður og á
það til að sýna ágætis húmor.
Gallar hans eru að hann vinnur
alltof mikiö.“
Kristlnn H. Gunnarsson, alþingismaður
og bróðlr Gunnars.
„Hann er hörkuduglegur og
ósérhlífinn og mjög vinnusam-
ur. Þaö er gott að vinna
með honum, hann er
fljótur að hugsa og
fljótur að ákveða sig.
Hann virkarásuma
kaldur en er mjög hlýr inn við
beinið. Gunnar er raunagóður
maður. Galli hans sem getur líka
verið kostur er hversu stjórn-
samurhann er."
Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþlngismaður
og sltur einnlg I bæjarstjórn Kópavogs.
„Hann hefur upplag sterks leið-
toga, áræðinn og sókndjarfur.
Sem sterkur leiötogi
skyggirhann stundum
á samferðamenn sína
og er gagnrýndur fyrir
að vera einráður. Hann
er raungóður og hjarta hans
slær meö lítilmagnanum. Gunn-
ar er tryggur vinur og skemmti-
legur félagi þegar maður kynn-
ist honum betur. Hann þarfað
temja sér heflaðri framsetningu
á málisínu."
Hrafnkell Karlsson bóndl.
Gunnar Ingi Birgisson er fæddur 30. sept-
ember 1947. Hann lauk stúdentsprófi frá
MR, verkfræöi frá Háskóla íslands, bygg-
ingaverkfræði frá Edinborgarháskóla og
lauk doktorsnámi í jarövegsverkfræði frá
Háskólanum IMissouri. Gunnar starfaöi
sem verkfræöingur I mörg ár, og alþingis-
maÖur Sjálfstæöisflokksins frá 1999. Hann
er formaöur bæjarráös Kópavogs frá 1990
og er í dag bæjarstjóri Kópavogsbæjar.
Kennir skák
í febrúarmánuði heim-
sækir Henrik Danielsen,
skólastjóri Hróksins, alla
skóla í Hafnarfirði og kenn-
ir skák í öllum árgöngum. í
síðasta mánuði var bærinn
formlega útnefndur Skák-
bærinn Hafnarfjörður við
hátíðlega athöfn í Strand-
bergi, safnaðarheimili
Hafnarfjarðarkirkju. í lok
þessa mánaðar, sunnudag-
inn 26. febrúar, verður
haldið Skólaskákmeistara-
mót Hafnarfjarðar. Mótið
fer fram í Strandbergi og
hefst kl. 14 að því er fram
kemur á vef Víkurfrétta.
Þorrablót var haldið í félagsheimilinu Staðarfelli skammt frá Búðardal um helgina.
Yfir hundrað manns blótuðu þorrann en vofveiflegt atvik setti mark sitt á stemning-
una. Maður á sjötugsaldri hneig niður fyrir utan félagsheimilið þegar hjarta hans
hætti að slá. Lögreglumennirnir Jóhannes Björgvinsson og Kristinn Jónsson voru á
staðnum, björguðu lífi mannsins og komu honum undir læknishendur.
Lögreglumenn bjnrnuðu
bóndn í hjartastnppi
„Þetta er ein af þeim stundum
þar sem er afskaplega ánægju-
legt að vera í lögreglunni,"
segir Jóhannes Björgvinsson,
varðstjóri Lögreglunnar í Búð-
ardal. Hann ásamt héraðslög-
reglumanninum Kristni Jóns-
syni kom bónda á sjötugsaldri
til hjálpar þar sem hann hneig
niður fyrir utan félagsheimilið
Staðarfell aðfaranótt sunnu-
dagsins. Þorrblót var á Staðar-
felli og setti atburðurinn mark
sitt á stemninguna.
Lögreglan í Búðardal var við eftir-
lit á þorrablótinu í félagsheimilinu
Staðarfelli þegar beiðni um aðstoð
barst frá gestum blótsins um
tvöleytið, aðfaranótt sunnudags.
Bóndi á sjötugsaldri hafði hnigið
niður fyrir utan húsið. Lögreglu-
mennirnir Jóhannes Björgvinsson
og Kristinn Jónsson voru á vettvangi
og komu honum til meðvitundar.
Lögreglan nálægt
„Við vorum staddir rétt við húsið
þegar þetta gerðist," segir Jóhannes
Björgvinsson, varðstjóri Lögregl-
unnar í Búðardal. Bóndi á sjötugs-
aldri hneig eins og áður segir niður
fyrir utan staðinn og hafði fengið
bæði hjarta- og öndunarstopp. Lög-
reglumenn voru fljótir að koma
honum til aðstoðar og hnoðaði Jó-
hannes bóndann og kom honum til
meðvitundar. Eftir það komu Jó-
hannes og Kristinn honum upp í
lögreglubíl og var ekið með hann til
móts við sjúkrabíl og lækni frá Búð-
ardal.
Með neyðarbíl á gjörgæslu
Lögreglubíllinn mætti lækninum
og sjúkrabílnum í Hvammssveit,
skammt frá Búðardal. Eftir að bónd-
anum hafði verið komið undir lækn-
ishendur var keyrt með hann á hrað-
„Þetta er starfið
manns, en afskaplega
ánægjulegt þegar það
endar svona."
ferð til móts við neyðarbíl Slökkvi-
liðs höfuðborgarsvæðisins sem tók
við í grennd við Kjós. Þar var ekið
með bóndann rakleiðis á gjörgæslu-
deild Landspítala - háskólasjúkra-
húss og var hann illa haldinn á leið-
inni. Ætla má að hann hafi verið
kominn til Reykjavíkur milli fjögur
og fimm í fyrrinótt.
Ánægjulegur endir
Jóhannes segir að betur hafi farið
en á horfðist í fyrstu og að atvik sem
þessi - sem enda vel - séu þau sem
gera störfin í lögreglunni einkar
ánægjuleg:
„Þetta er ein af þeim stundum
þar sem er afskaplega ánægjulegt að
vera í lögreglunni. Þetta er starfið
manns, en afskaplega ánægjulegt
þegar það endar svona."
Hann segir að síðan hann hóf
störf sem varðstjóri í Búðardal hafi
atvik sem þetta aldrei komið upp
áður. Hann hafi þó lent í þessu áður
- enda hafi hann sinnt lögreglustörf-
um frá árinu 1979.
Þorrablótið gekk vel
Sveinn Gestsson,
bóndi og staðarhald-
ari á Staðarfelli,
sagði í samtali
við DV í gær
að þorra-
blótið
i.f/UPEGLAM
hafi tekist vel en atvikið hafi sett svip
á stemninguna. Gestir á blótinu
voru skiljanlega skelkaðir þegar
atvikið átti sér stað en allt fór
þó vel að lokum. Bóndinn
dvelur nú á hjartadeild LSH
og heilsast vel miðað við
aðstæður. Að sögn Jó-
hannesar bíða heima-
menn nú eftir því að
hann komi heim.
gudmundur@dv.is
StaÖarfell Þorrablót varhaldið aðfara
nótt sunnudags f félagsheimilinu Stað-
arfelli. Bóndi á sjötugsaldri fékk hjarta-
stopp fyrir utan staðinn en betur fór en
á horfðist.Hann dvelur núá LSH oger
líðan hans góð miðað við aðstæður
Sjúkrabíll Bóndanum varekið til
Reykjavikur frá Staðarfelli. Fyrst i
lögreglubll, þvi næst ísjúkrabll frá
Búðardal og síðan Ineyðarbíl
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisin s -
sem kom til móts við sjúkrabilinn frá
Reykjavík.
Jóhannes Björgvinsson
Varðstjóri Lögreglunnar i Búð-
ardal hnoðaði llfí I bóndann og
kom honum til meðvitundar
með hjálp félaga sins, Kristins
Jónssonar lögreglumanns.
Rottur koma þegar skolplögn bilar
Rotta á stærð við kött
Rottan Heimsóknir hennar á yfirborðið má oftast rekja til bilunar Iskolplögn.
Skelkaður vegfarandi á Miklu-
brautinni í Reykjavík hafði samband
við DV í gær eftir að hafa séð rottu.
Það átti þó ekki að vera nein venjuleg
rotta eftir lýsingum heldur rotta á
stærð við kött sem Jiljóp yfir veginn.
Vegfarandinn vildi ólmur vita
hvort rottum hafi fjölgað í
skolpi Reykjavíkurborgar.
„Nei, þeim er ekki að
fjölga," segir Ómar F. Dabn-
ey, meindýraeyðir hjá
Reykjavíkurborg.
„Óftast þegar þær koma
upp á yfirborð borgarinnar er
hægt að tengja það við bil-
un í skolplögn eða
opið niðurfall
einhvérs
staðar sem
liggur
ofan
lögnina.
Þær kvartanir sem meindýraeyðar
Reykjavíkurborgar hafa fengið segja
okkur það að það er ekki mikið um
rottugang núna. Þótt það sjáist eitt
kvikindi á ferðinni þá förum við yfir-
leitt á staðinn þegar okkur berast
þessar tilkynningar. Við skoðum
þá staðina og oftast getum við
tengt þetta við biiun eða þá að
ekki séu ristar í niðurföllum,"
segir ómar.
„Rottan er komin upp á
yfirborðið eins og skot ef það
er op til þess. Þegar þær koma
upp á yfirborðið fara þær á
flakk og þær halda sig oftast
nálægt þeim stað
þar sem þær
komu upp á yf-
irborðið. Þær
eiga það líka
til að álpast
dálíúð
langt frá og þá geta þær verið að
skokka á milli húsa til þess að finna
einhvers staðar stað til þess að kom-
ast aftur í lögnina," segir Ómar og
bætir við að skolpið sé heimkynni
rottunnar.
„Holræsakerfi borgarinnar er
þeirra heimkynni og þar viljum við
hafa þær. Við erum með forvamar-
starf allt sumarið. Allir holræsabrunn-
ar Reykjavíkurborgar eru þá eitraðir
að minnsta kosú tvisvar sinnum og
það hefur borið mjög mikinn árang-
ur,“ segir Ómar.