Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2006, Blaðsíða 27
JOV Bilar
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 27
eyðileggjast. Sumir rafgeymar eru
lokaðir og jrarf aldrei að bæta á þá
vatni. Á opna geyma, sem eru með
tappa eða lok, getur þurft að bæta
vatni. Eðlileg vökvastaða er þegar
geymasýran er aðeins ofan við plöt-
urnar. Séu plöturnar þurrar nær raf-
geymirinn ekki eðlilegri hleðslu og
getur tæmst. Eðlileg ending raf-
geymis er4-5 ár. Fyrstu merki um að
rafgeymi þurfi að endurnýja er oft
takmarkað afl við gangsetningu í
kuida, geymirinn heldur ekki
hleðslu og dalar yfir nótt. Sé spenna
á rnilii póla rninni en 11 volt er
geymirinn líklega ónýtur. Sé um op-
inn geyrni að ræða má greina ástand
hans með sýrustigsmælingu. Hún er
framkvæmd nreð einfaldri ódýrri
pípettu, sem fæst á bensínstöðvum.
Hvers vegna startkapla?
Að vetri til geta veður skipast skjótt í lofti. Ýnris óhöpp geta valdið því að gang-
setning bíls mistekst og rafgeymir tæmist. Margir bflar eru með alls konar tækni-
búnaði, t.d. sjálfskiptingu, sídríft, drifstýringu, gripstjórn o.s.fiv og verður því
bflnum hvorki ýtt í gang né dreginn og sunta bfla ntá ekki draga undir neinum
kringumstæðum. Rafmagnslausum dísilbflum, jafnvel beinskiptum getur verið
erfitt að ýta eða draga í gang vegna þess að forhitunin er óvirk. Sjaldnast er hlað-
inn auka-rafgeymir tiltækur og oft talsvert verk að skipta um rafgeymi. í flestum
tilvikum má bjarga málinu með því að fá rafstraum fra öðrum bfl. 'l'il þess þarf
startkapla, ódýrt hjálpartæki sem fæst á næstu bensínstöð og ætti að vera í hverj-
um bfl. Ekki er sama hvernig startkaplar eru tengdir. Upplýsingar um það eru í
handbókum flestra betri bfla (sá kafli nefnist á ensku: Jump starting).
Á
Honda Civic Fyrsti
raunverulega nýi biiinn i
þessum stærðarflokki í
langan tima.
og hugmyndabíll á leið á alþjóð-
lega bílasýningu og við hlið hans
er nýr Citroén eins og safngripur. í
Bretlandi, svo dæmi sé tekið, en
bíllinn hefur vakið mikla athygli í
sýningarsölum í miðborg London,
hefur þessi magnaði Honda Civic
skapað nýjan hóp kaupenda: Ungt
fólk á hraðri uppleið.
Og nægi ávalar útlínurnar -
egglagið ekki til að hneyksla þá
sem eru gamaldags (eða fæddir
gamlir) mun innréttingin, mæla-
borðið duga vel til þess - bara bak-
lýsing mælanna er eins hjá geim-
verum í tölvuleikjunum.
Snjallar hugmyndir
Japanir hjá Honda sýna að
Frakkar hafa ekki lengur einkarétt
á framúrstefnulegum hugmynd-
um í bílahönnun. Sem dæmi um
snjalla hönnun í Civic má nefna
hraðamælinn sem horft er í gegn
um, stýrishjólið og stillingar
þess; bensíngeyminn sem er undir
framstólunum (eins og í Jazz) - en
rannsóknir hafa sýnt að þar er
minnst hætta á að hann geti orðið
fyrir hnjaski; takkar og stjórnbún-
aður sem að lögun, virkni og stað-
setningu auka þægindi bílstjórans
í stað þess áð fullnægja kröfum
um samhverfu í stfl, stórir stilli-
hnappar sem venjulegt fólk getur
fundið og jafnvel lesið á o.fl. o.fl.
Bara það eina atriði að bflstjórinn
skuli geta stillt loftræstingu/hitun
fyrir sig með einum hnappi en far-
þegi í framsæti valið aðra stillingu
fyrir sig með öðrum hnappi, segir
meira en langt mál.
Gírstöngin er nýstárleg en út-
pæld hönnun eins ýmisiegt annað
í þessum bfl. Speglarnir eru sér-
staklega gerðir til þess að auðvelt
sé að bakka bflnum í þröng stæði -
hvers vegna eru ekki svona speglar
á öllum bflum? En sjón er sögu rík-
ari - farið og skoðið.
Vélbúnaður
Velja má á milli þriggja véla. AU-
ar eru með yfirliggjandi kambás
(tímakeðju). 1,4 lítra vélin (1.4i-
DSI) er 83 hö við 5700 sn/mín. 1,8
lítra vélin (1.8Í-VTEC) er 140 hö við
6300 sn/mín. Dísilvélin, en hún er
2,2ja lítra (2.2Í-CFTI) er 140 hö við
4000 sn/mín. Hámarkstogið er 340
Nm við 2000 sn/mín. Þessi dísilvél
þykir með þeim bestu á evrópska
markaðnum. Hún er þýðgeng,
eyðslan (5 dyra bfll) er rúmir 5 lítrar
á hundraðið, C02 í útblæstri er 143
g/km sem er sambærilegt við það
sem best gerist.
Handskipting er 6 gíra og er fá-
anleg með öllum þremur vélunum.
Með bensínvélunum er hægt að fá
gírkassa með rafeindastýrðri sjálf-
virkri kúplingu - hálfsjálfskiptingu
sem Honda nefnir I-Shift. Gírskipt-
ingu má hafa sjálfvirka eða stjórna
með hnöppum á stýrishjólinu.
Þetta virðist eiga að vera einhvers
konar málamiðlun gagnvart lífseig-
um fordómum um sjálfskiptingu á
evrópska markaðnum - en Bretar
t.d. virðast enn vera þeirrar skoð-
unar að sjálfskiptingar hafi ekkert
þróast tæknilega síðan á tímum
PowerGlide í amerískum Chevrolet
upp úr 1950. Allar götur frá gamla
SaxoMat-draslinu um 1965 hefur
svona rafknúinn kúpling reynst illa.
Betri rýmisnýting
Með eldsneytisgeyminn undir
framstólunum skapast möguleikar
á miklu betri nýtingu rýmis aftur í
bflnum. Með því að fella setur aft-
ursætis upp að hliðunum myndast
t.d. mikið rými í miðju bflsins með
sléttum botni en það er einungis
einn af mörgum möguleikum.
Maður situr hærra í þessum nýja
Civic en í þeim eldri. Inn- og útstig
er einnig auðveldara. Sætin eru
með dýpri setum og betri bólstrun.
Þetta er þægilegur 4ra manna bfll
en, eins og flestir aðrir í þessum
flokki, óþægilegur fyrir 3 fullorðna
aftur í. Þæginda og öryggisbúnaður
er eins og best gerist í þessum flokki
bfla.
Eiginleikar - stærð
Aksturseiginleikar nýja 5d Civic
myndu fremur teljast þægilegir en
sportlegir. Tveggja dyra bfllinn er
fáanlegur með sportpakka og auk
þess má kaupa aflaukningu sem
gerir hann að meiriháttar spyrnu-
tæki.
Nýi Honda Civic er af sömu
stærð og VW Golf. Hjólhaflð er 2330
mm, þvermál snúningshrings 10,2
m, farangursrými 485/1352 lítrar ,
eigin þyngd rúm 1200 kg og mesta
dráttargetá 1500 kg (dísill). Dísil-
bfllinn er sprækastur (8,3 sek 0-100)
og hraðskreiðastur 202 km/klst.
Verðið geri ég ráð fyrir að verði
svipað og á dýrari VW Golf.
Leo M. Jónsson