Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Dofri þykir afburðagreindur.
Hann er jaröbundinn og mikill
mannvinur. Svo þykir hann
líka frábær leikari.
Dofri getur verið ákaflega
þrjóskur þegar hann hefur
bitið eitthvað ísig. Svo þótti
hann of lágvaxinn til að
geta orðið góður í körfu-
bolta.
„Dofri er afburðagreindur TCT'vbh
drengur. Hann er líka
alveg ákaflega traustur
maðurog ábyrgur.Svo ' ,
finnst mér það lika alveg --------A
ótrúlega góður kostur hversu
góður vinur vina sinna hann er.
Hvað gallana varðar, þá var
hann oft fjandanum þrjóskari.
En hann er búinn að vera í svo
hamingjusömu sambandi og
það hefur haft góð áhrifá
hann. Dofri hefur alið sjálfan sig
þannig upp að þessirgallar
hafa tinstaf honum."
Björk Jakobsdóttir leikkona.
„Dofri er heiðarlegur og
fylginn sér. Hann fær
margar alveg brilljant
hugmyndir. Hann er
mjög góður vinur og er
ákaflega gáfaður. Svo er hann
náttúrulega frábær leikari.
Einnig finnst mérþað standa
upp úr hversu langt hann er frá
því að vera hrokafullur, hann er
ákaflega mannlegur. Hvað gall-
ana varðar, þá getur hann
stundum verið þrárri en and-
skotinn. Svo gleymir hann líka
stundum að lifa lífinu þegar
hann verður„obsessed" á ein-
hverju."
Gunnar Gunnsteinsson leikstjóri.
„Kostirhans Dofra eru
þeir aðhann er jarð-
bundinn sveitamaður,
svona alvörumaður.
Hann er ákaflega rétt-
sýnn og duglegur. Einnig erþað
kosturað hann gefursig allan I
hlutina sem hann hefur áhuga
á. Svo er hann líka bara mjög
skemmtilegur, gaman að hon-
um. Og já, eitt að tokum, hann
er mjög góður hestamaður.
Hvað gallana varðar, þá man
maður ekki eftir mörgu. Mér
dettur kannski helst i hug þegar
við leikararnir spiluðum oft
körfubolta. Þá kom berlega í Ijós
að Dofri var oflágvaxinn til að
geta eitthvað iþeirri íþrótt."
Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari.
Dofri Hermannsson er fæddur 25. september
19691 Reykjavík. Hann ólst upp I sveit sem
unglingur og flutti í bæinn, fór (Menntaskól-
ann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan.
Hann sat I stjórn Herranæturá meðan hann
gekk (skólann og stundaöi leiklist. Hann gekk
svo (Leikslistarskóla (slands og útskrifaðist
þaðan 1993. Dofri hefur getið sér gott orð á
fjölum leikhúsa. Hann hefurnú látið tilsln
taka I stjómmálum og tók þátt (prófkjöri
Samfylkingarinnar sem fór fram um helgina.
Hass á ísafirði
Um miðnætti í fyrra-
kvöld handtók Lögreglan á
ísafirði tvo
karlmenn á
þrítugsaldri
vegna gruns
um fíkniefna- ______
misferli. Þeir voru á leið frá
höfuðborgarsvæðinu á
einkabifreið. Við leit í bif-
reiðinni fannst talsvert
magn fíkniefna, tæp 140
grömm af hassi og 30
grömm af amfetamíni,
ásamt tækjum til neyslu.
Miðað við magnið má ætla
að efnin hafi verið ætluð til
dreifingar.
Blaðamannafundur FL Group var haldinn á Nordica Hóteli á föstudag. Athygli
vakti að Porsche Cayenne-jeppa var lagt í bílastæði sem sérmerkt er fötluðum.
Jeppinn er skráður á Hannes Smárason, forstjóra FL Group, sem tilkynnti blaða-
mönnum að Icelandair yrði selt.
f bláu stæði Porsche-jeppa
Hannesar lagt i stæði fyrir
fatlaða fyrir utan Nordica I
gær. I skilmerkilega merkt
stæði fyrir fatlaða.
1
J
-1- f
—m ■-—-j
Það vakti furðu margra sem mættu á blaðamannafund FL Groupá
föstudag að nýjum Porsche-jeppa, sem skráður er á Hannes Smára-
son, hafði verið lagt í stæði sérstaklega merkt fötluðum. Hannes
færði fundarmönnum þær fregnir að Icelandair yrði selt. Blaðamenn
biðu eftir Hannesi sem kom nokkrum mínútum of seint á fundinn.
Lúxusjeppa Hannesar Smárason-
ar, Porsche Cayenne skráðum árið
2004, var lagt á bílastæði fyrir fatlaða
við Nordica hótel. Stæðið er vel
afmarkað, málað blátt og einnig er
hjólastólamerkið í miðju þess. Ragn-
ar Gunnar Þórhallsson, formaður
Sjálfsbjargar, segist undrandi á
Hannesi.
Hamagangur í Hannesi
Draga má þá ályktun að Hannes
hafi verið á hraðferð þegar hann
lagði í stæðið. Blaðamenn sem
mættu á svæðið þurftu að bíða eftir
honum í nokkrar mínútur svo
fundurinn gæti hafist. Þar tilkynnti
hann fundarmönnum að Icelandair
Group yrði sett á markað í vor. Bíll-
inn sem um ræðir er talinn hafa ein-
staka aksturseiginleika og er sagt á
heimasíðu Bílabúðar Benna að með
honum sé kominn á markað lúxus-
jeppi með vélarafl á við hraðskreið-
ustu sportbíla.
Undrandi á Hannesi
Ekkert benti til að Hannes hefði
heimild til að leggja í stæðið þegar
ljósmyndara DV bar að garði. Bfla-
stæðakort fyrir fatlaða var hvergi sjá-
anlegt í framrúðunni og samkvæmt
heimildum DV hefur Hannes ekki
slíkt kort undir höndum.
Ragnar Gunnar Þórhallsson, for-
maður Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra, segist undrandi á málinu:
„Það vekur undrun að maður í svo
áberandi stöðu í þjóðfélaginu skuli
láta sjá sig leggja í stæði sem ætlað ;
erfötluðum," segirhann. Hannbæt-1
ir við að málið kunni að endurspegla!
viðhorf fólks til stæða af þessum toga
en sambandið hefur lengi unnið að
bættum hag fyrir fatlaða og hreyfi-
hamlaða með góðu móti. Ragnar
segir að ýmislegt hafi áunnist í
þessum málaflokki en greinilega séu
ennþá til bflstjórar sem leggi í stæðin
í heimildarleysi.
2.500 kall í sekt
Margir telja eftirlit með stöðvun-
arbrotum einskorðast við miðbæjar-
svæðið. Raunin er þó önnur og seg-
ir Stefán Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Bflastæðasjóðs
Reykjavíkur, segir eftirlit utan mið-
bæjarsvæðisins gott. „Við erum með
tvo bíla sem hafa eftirlit um alla
Reykjavík og sekta fyrir stöðvunar-
brot," segir hann og bendir á að brot
af þessu tagi séu ekki mjög algeng,
en aukin bflaeign landsmanna auki
stöðvunarbrot almennt. Hefði
Hannes verið sektaður af stöðu-
mælaverði hefði hann fengið 2.500
króna sekt.
Hannes Smárason er milljarða-
mæringur sem
hagnast
hefur gífurlega á hlutabréfum FL
Group síðastliðin misseri. Hann
hefði að líkindum ekki átt í vandræð-
um með að greiða sektina fyrir at-
hæfíð. Ekki náðist í Hannes vegna
málsins - þrátt fyrir ítrekaðar tiL-
raunir.
gudmundur@dv.is
Bjarnveig Elva er með hugvitsamari dagmömmum landsins
Hannaði barnavagn fyrir fimm börn
„Það er ótrúlegur lúxus að geta
fariö með öll börnin út í einu," segir
Bjarnveig Elva Stefánsdóttir dag-
móðir á Akureyri. Bjarnveig er vænt-
anlega með hugvitsamari dag-
mömmum þessa lands. Hana lang-
aði mikið til að geta farið út að ganga
með öll börnin sem hún gætti á dag-
inn og gerði sér lítið fyrir og hannaði
fimmbarnakerru. Nú geta hún og
börnin notið þess að fara í göngu-
ferðir á daginn og hefur hugmyndin
mælst vel fyrir meðal bæjarbúa en
nokkrar eins kerrur eru komnar á
rúntinn í bænum.
Meðal þeirra sem hafa nýtt sér
hugmynd Bjarnveigar er Gunnar Óli
Vignisson stálsmiður. „Konan mín
er dagmamma og langaði að geta
farið út með börnin einu sinni á dag.
Ég ákvað því að smíða einn handa
henni," segir Gunnar Óli en hann
gerði sér lítið fyrir og smíðaði eins
dagmömmukerru fyrir eiginkonu
sína. Svo vel mæltist kerran fyrir að
hann hefur nú smíðað nokkrar til
viðbótar.
Gunnar segir að galdurinn á bak
við þessa smíði sé að hafa allt nógu
létt. Konurnar þurfi ekki að puða
með þessar kerrur þótt farþeganir
séu mun fleiri en í venjulegu barna-
kerrunum.
Hugmyndin virðist því vera slá í
gegn en Bjarnveig segist ekki hafa
hugsað sér að fá einkaleyfi á hug-
myndinni. „Ég reikna ekki með að
markaðurinn hér á landi sé nægilega
stór til að það borgi sig,“ segir hug-
vitsama dagmóðirin á Akureyri.
Hugvitsöm dagmóðir
Bjarnveig Elva vildi geta fengið
sér ferskt loft ásamt börnunum
og dó ekki ráðalaus.
Formaður Sjálfs-
bjargar Erundr-
andi á Hannesi fyrir Hannes Smárason Lagði
aðhafa lagt i stæði H rándýrum Porchejeppa sín
lynrfatlaða og H um ístæði fyrir fatlaða.
hreyfihamlaða.