Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Qupperneq 19
DV Sport Þó svo að enn séu fjórir mánuðir í HM í Þýskalandi er um fátt annað rætt í Englandi hver muni taka við Sven-Göran Eriksson. Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins virð- ast þó sjálfir ekki vera sammála um hvert þeir eigi að leita. Enskir ósammála um næsta landsliðspjaffara Mikið er ritað og rætt um hver verði næsti landsliðsþjálfari Englendinga eftir að hinn sænski Sven-Göran Eriksson hættir með liðið að lokinni heimsmeistarakeppninni í sumar. Þeir sem sjá um að leita að næsta landsliðsþjálfara virðast ekki vera sammála um eitt aðalatriði - hvort hann eigi fyrst og fremst að vera enskur eða ekki. . •'■'f5 Þeir sem þykja helst Myndi mæta á fund koma til greina eru þeir Martin O’Neill frá Norður- .X írlandi og Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari. Svo eru þeir sem finnst að þeir eigi endilega að ráða einhvem enskan og kemur þá helst Sam Allardyce, stjóri Bolton til greina. O’Neill þjálfaði síðast Celtic í Skotlandi en er nú án félags en Scol- ari er landsliðsþjálfari Portúgala. Brian Barwick er formaður enska knattspyrnusambandsins og herma fregnir að hann sé helst spenntur fyrir O’Neill. Hann er þó að eins hluti af þriggja manna nefnd sem að sér um ráðn- ingu þjálfarans og em hinir tveir á því að Eng- lendingur eigi að taka við Eriksson. Nefndin á að skila áliti sínu þann 27. febrúar næst- komandi og mun sambandið í kjöl- farið ræða við þá einstaklinga sem nefndin mælir með. Samkvæmt þessum fregnum verður líklegast að enskir knattspyrnu- stjórar verði efstir á blaði og þá helst Sam Allardyce eða jafnvel Stuart Pearce, knatt- spyrnustjóri Manchest er City. hefur Pearce áður gefið kynna Enskirog góðir SamAII- ardyce og Stuart Pearce koma til greina sem næstu landsliðsþjdlfarar Englands að hann telji sig ekki hæfan til starfs- ins en hann sagði engu að síður í viðtali við The People í gær að hann myndi sannarlega vilja mæta í við- tal. Ekki em tólf mánuðir liðnir síðan hann tók við stjórastarfinu hjá City. „Það væri algjör firra að ég myndi útiloka sjálfan mig frá þessu starfi," sagði Pearce. „Ég yrði að hafa samþykki stjómar- formanns félagsins en ef mér væri boðið myndi ég vissulega fara á fundinn. Annað væri vanvirðing.” Það er alls ekki óþekkt að reynslulitlir menn séu ráðnir landsliðsþjálfarar og má benda Marco van Basten hjá Hollandi, lúrgen Klins- X., mann hjá Þýskalandi og okkar eigin Eyjólf ;V Sverrisson í því sam- bandi. Rétt eins og í þeirra tilfelli býr Pearce yfir mikilli reynslu með sínu landsliði. O'Neill til Newcastle? En í gær bámst einnig þær fféttir að Freddie Shepherd, framkvæmdar- stjóri Newcastle, mun í vikunni ræða við Martin O’Neill um að taka við lið- inu. Sé Brian Barwick al- vara um að fá hann í starf landsliðsþjálfara þarf hann því að hafa hraðar hendur. Guus Hiddink, þjálfari PSV og landsliðs Astrala, var sterklega orðaður við starfið en sagði í gær að hann byggist ekki við því að fá símtal frá enska knattspyrnu- sambandinu. íslendingar víða í eldlínunni í evrópska handboltanum um helgina Loqi á fulla ferð á nýjan leik 'hita Licu aðstoðarmaður Anreðs Gíslasonar hjá Magdeburg stýrði liði sínu til sigurs í fýrsta sinn síðan Aifreð var sagt upp störfum. Magdeburg vann Göppingen, 32-28, og spilaði Sigfús Sigurðsson í vörn Magdeburgar en hann skoraði ekki í leiknum. Arnór Atlason kom ekki við sögu. Hjá Göppingen var Jaliesky Garcia meðal markahæstu manna með fimm mörk. Logi Geirsson spilaði loksins með Lemgo eftir langvarandi meiðsli en hann skoraði tvívegis er liðið vann Pfullingen, 34-32. Ásgeir örn Hall- grímsson skoraði eitt mark fýrir Lemgo. Logi skoraði síðasta mark leiksins og tryggði þar með Lemgo sigurinn. Þórir Ólafsson skoraði íjögur mörk fýrir Lúbbecke sem beið lægri hlut fyrir Flensburg, 35-31, en liðið er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Toppliðið, Kiel, fór heldur ilia út úr viðureign sinni gegn Snorra Steini Guðjónssyni og félaga í Minden en eftir að liðið komst yfir, 11—4, tapaði það leiknum, 32-30. Snorri Steinn skoraði tvívegis í leiknum. Ciudad Real er enn í þriðja sæti spænsku deildarinnar, tjórum stig- um á eftir toppliði Barcelona, eftir leiki helgarinnar. Liðið vann Bida- soa um helgina, 30-25 og lék Ólafur Stefánsson með liðinu án þess að skora. í Danmörku tapaði íslendinga- liðið Skjern fyrir GOG Svendborg, 34- 24, á útivelli en Vignir Svavars- son skoraði fjögur mörk fyrir Skjem og Jón Þorbjörn Jóhannsson eitt. Vilhjálmur Halldórsson komst ekki á blað. Daníel Ragnarsson skoraði átta mörk fýrir Team Helsinge sem vann Mors, 34-25, og Fannar Þor- björnsson skoraði þrívegis fýrir Fredericia sem tapaði fyrir FCK, 36-26. Sturla Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Árhus sem tapaði fyrir Kolding, 30-25 og þá skoraði Hannes Jón Jónsson tvö mörk fyrir Ajax sem tapaði fýrir TMS Ringsted, 35- 20. Sigurður Ari Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Elvemm sem vann Stord í norsku úrvalsdeildinni. Ný þjónusta við flokkun og endurvinnslu! Nú geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengið sérmerkta endurvinnslutunnu hjá Gámaþjónustunni hf. sem m.a. tekur við öllum pappír heimilisins, dagblöðum, tímaritum, umslögum, skrifstofupappír og pappa, fernum, plast- umbúðum og málmum. Einfalt í framkvæmd: Allur pappír og bylgjupappi má fara beint í tunnuna en fernur, málmar og plastfari í aðskilda poka í sömu tunnu. Mánaðargjald fyrir hverja tunnu er 990 kr. og tæmt verður á fjögurra vikna fresti. gAmawönustan hf. BÆTT UMHVERFI - BETRIFRAMTÍÐ Sími: 535 2500 • gamar@gamar.is • www.gamar.is Endurvinnslutunnuna er hægt að panta í síma 535 2510, á netfanginu gamar@gamar.is og einnig á heimasíðu Gámaþjónustunnar hf. www.gamar.is Komið verður með tunnur heim til viðtakenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.