Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Page 23
DV Sport MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 23 Celticvann Rangers Maciej Zurawski skoraði sigurmark leiks Celtics og Rangers í skosku úrvals- deildinni í gær en leikurinn fór fram á Ibrox, heimavelli Rangers. Var þetta síðasti grannaslagur Alex McLeish stjóra Rangers en hann mun hætta með liðið í lok leiktíðarinnar. Celtic hefur nú 21 stiga forystu á Rangers f efsta sæti deildar- innar en Hearts er í öðru sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir Celtic. Hvorki Hjálmar Þórar- insson né Garðar Gunnlaugsson komu við sögu í leikjum sinna liða um helgina. Árniá bekknum Árni Gautur Arason var á varamannabekk Noregs- meistara Válerenga sem tapaði í gær fyrir danska liðinu Midtjylland í Royal League deildinni, 1-0. Liðin keppa í 1. riðli og það gera líka norska liðið Start og Hammarby frá Svíþjóð en liðin mættust í gær og vann síðarnefnda liðið 4-0 sigur. Hvorki Pétur Marteinsson né Jóhannes Harðarson voru í leikmannahópum jMry. sinna liða. Mid- tjylland er ör- * uggt áfram í fjórðungsúrslit og _ Hammarby r í góðri ^stöðu fyrir l lokauni- t ferðina. Stefán fékk hrós Henning Berg hrósaði Stefáni Gíslasyni sérstak- lega vel fyrir frammi- stöðu sína með Lyn gegn Álaborg en þessi norsku lið áttust við í 3. riðli Royal League deildarinnar í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en í hinum leik rið- ilsins áttust við sænsku liðin IFK Gautaborg og Djurgárden. Enginn íslendinganna var í leikmannahópum sinna liða í þeim leik - Hjálmar Jónsson hjá IFK eða Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen hjá Djurgárden. 19. heimsmet Isinbajevu Rússneski stangar- stökkvarinn Jelena Isin- bajeva setti í gær sitt nítj- ánda heimsmet er hún bæti metið innanhúss með stökki upp á 4,91 metra. Bætti hún fyrra met sitt um einn sentimetra en hún á einnig metið utanhúss sem er 5,01 meter. Það setti hún á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþrótt- um í Helsinki í sumar. Metið í gær kom hins vegar á móti í Donetsk í Úkraínu en þess skal getið að Isinbajeva er ekki nema 23ja ára gömul. Var buinn að panta Frakkinn Antoine Deneriaz kom öllum í opna skjöldu a Ólympíuleikunum í Tórínó er hann vann gull í bruni karla. Deneriaz var með rásnúmer 30 og náði að velta Austurríkis- manninnum Michael Walchhofer úr efsta sæti. Missti stafinn íslendingar áttu einn fulltrúa í Draumur Michelle Kwan um Ólympíugull virðist úti keppninni, Garðbæinginn Sindra Má Pálsson. Hann kom í mark í 48. sæti af 55 keppendum og getur vel við unað enda brautin gífurlega erfið. „Þetta gekk mjög vel og var gaman,“ sagði Sindri við DV Sport. „Ég lenti reyndar í vandræðum eftir fyrsta stökldð í brautinni þar sem ég hafði stokkið lengra en á æfingum og missti annan stafinn. Hann hékk svo á mér f einhverjar 30 sekúndur og missti ég örlítið einbeitinguna af þeim sökum. En þetta var sæmilegt ef ég lít á heild- ina og þýðir ekkert að vera sár yfir þessu stafaveseni." Sindri mun á morgun taka þátt í æfingum fyrir alpatvíkeppni sem fer fram á þriðjudaginn en þar er keppt í svigi og bruni sama daginn og lagður saman árangurinn í Deneriaz hafði fengið besta tímann í síðustu æfingunni fyrir keppni og var því ósáttur við að þurfa vera með svo hátt rásnúmer. Hann hins vegar lét það ekki á sig fá og kláraði brautina á bestum tíma í sjálfri keppninni. Þá kom það einnig talsvert á óvart að Bru- no Kemen ffá Sviss hlaut bronsið. Fyrirfram voru Bandaríkja- mennimir Bode Miller og Daron Rahlves taldir líklegir til afreka en þeim tókst ekki að skila sér á verð- launapall né heldur Austurríkis- maðurinn Fritz Strobl sem hafði titil að verja. Ekki hugsað um neitt annað Deneriaz er 29 ára gamall og hafði þrisvar unnið bmnkeppnir í heimsbikarkeppninni. Hann hafði þó aldrei komist ofar en í áttunda sæti á stórmótum. Þar að auki leit út fyrir að ferli Deneriaz væri lokið fyrir ári síðan er hann lenti í afar slæmri byltu í keppni í Chamonix. „Ég hef ekki hugsað um neitt annað undanfarið ár. Þetta er ótrú- legt. Ég er Ólympíumeistari," sagði Deneriaz. „Ég þurfti að fá tíma til að jafna mig og bæta mig jafnt og þétt. En ég var svö viss um að ég gæti unnið í dag að ég var búinn að panta kampavínið." Norðmaðurinn Kjetil-Andre Aamodt lenti í fjórða sæti og missti þar með af því að vinna sér inn átt- undu verðlaun sín á Ólympíuleik- um. þeim tveimur greinum. Sindri „£<7 VOT SVO VÍSS UIV OÖ keppir svo í næstu viku í svigi. . , Þetta er í fyrsta sinn sem hann BQ QBBtl Ufinið I uOQ OÖ keppir á Ólympíuleikum en hann . tók þátt í heimsmeistaramótinu f VOf OUItin Oð pOPtQ Borneo í fyrra. Þar keppti liann í Irnrnnnvínið 11 risasvig Og stórsvigi. eirikurst@dv.is ** * Antoine Deneriaz Fagnaði sætum sigri í bruni karia í gær. Nordic Photos/Getty Michelle Kwan keppir ekki Þó svo að Kwan sé ekki nema 25 ára gömul hefur hún unnið fimm heimsmeistaratitla og níu sinnum hefur hún orðið Bandaríkjameistari. En hún á enn eftir að vinna verðlaun í listdansi á skautum á Ólympíuleik- um og nú lítur út fyrir að sá draum- ur hennar sé úti. Hún hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarna vikur og mánuði og leit lengi vel út fyrir að hún gæti ekki keppt í Tórínó. Hún ákvað þó að gefa kost á sér seint á síðasta ári en varð í gær að draga sig í hlé vegna meiðsla í nára. „Þessi ákvörðun er sú erfiðasta sem ég hef tekið á minni ævi,“ sagði Kwan. „En þetta er rétt ákvörðun. Ég finn að ég er ejcki upp á mitt besta og virði ég Ólympíuleikana það mikið að taka ekki þátt í þannig ástandi." „Hún hefur sýnt mikið hugrekki," sagði Peter Ueberroth, formaður bandarísku ólympíunefndarinnar í gær. „Michelle hefur sennilega meiri þýðingu fyrir bandarísku ólympíu- nefridina en nokkur annar keppandi sem hefur keppt á okkar vegum,“ sagði Ueberroth. Kwan var ekki nema þrettán ára gömul er hún var varamaður fyrir bandaríska keppnisliðið á Ólympíu- leikunum í Lillehammer árið 1994. Hún vann sér þó rétt til að keppa á mótinu en bandaríska ólympíu- nefndin ákvað að veita Nancy Kerrigan sætið sem var slösuð þegar úrtökumótið í Bandaríkjunum fór fram. Þáverandi eiginmaður Tonya Harding, sem vann úrtökumótið, hafði þá ráðist á Kerrigan og veitt henni áverka. Kwan fékk þó sitt tækifæri í Nagano fjórum árum síðar þar sem hún lenti mjög óvænt í öðru sæti. Hún keppti svo á heimavelli árið 2002, í Salt Lake City, en hlaut þá bronsið. íTórínó vegna meiðsla Michelle Kwan Keppir ekki á Ólympiuleikunum vegna meiðsla. Nordic Photos/Getty

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.