Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Page 25
PV Lífið sjálft
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 25
Stöðugur vöxtur framundan
Lifstala er reiknuð út frá
fæðingardegi. Hún tekur til
eiginleika sem eiga öðru
fremurað móta lífviðkom-
andi.
Hermann Gunnarsson
er fæddur 09.12.1946
Lífstalan Hermanns er 4
Eiginleikar sem tengjast þessari tölu
eru: Grundvöiiur, regla, þjónusta og
hægur og stöðugur vöxtur.
Árstala Hermanns árið 2006 er 1
Árstala er reiknuð út frá fæðingar-
degi og því ári sem við erum stödd á.
Hún á að gefa vísbendingar um þau
tækifæri og hindranir sem árið færir
okkur.
Ríkjandi þættir íþessari tölu eru:
Nýtt upphafí lífi Hermanns og það á
efiaust við fjölmiðlastarfið. Hans tími
er kominn, aftur!
Eilífðarstúdent
Tómas Ingi Olrich er 63 ára í dag
„Maðurinn kann að meta listir og nýtur þess
að laera sem eilífðarstúdent. Hann birtist fólki
sem kaldur og lokaður karakter en sú hlið er
einungis hluti af persónuleika hans því hann
er einstaklega hlýr og gefandi gagnvart þeim
sem hann unnir og virðir. Hvert einasta vanda-
mál sem hann tekst á við felur í sér dýrmætt
tækifæri til að breyta tapi í ávinning. Hann ætti
að hafa það hugfast."
Stjörnuspá
Svali, Gassi og Kristín Ruth hafa umsjón með morgunþættinum Zúúber á Fm
957 alla virka morgna milli 7-10 ásamt Siggu Lund sem gekk nýverið til liðs
við þau. Lífsstíll forvitnaðist um góðverk og það vandræðalegasta sem þau
hafa lent í. Svörin komu á óvart.
ipjRt Vatnsberinn ao.jan.-is.febr.)
Hlýjar tilfinningar þínar til ást-
vina verða endurgoldnar ef þú hlustar
á hjarta þitt í stað huga (á sér í lagi við
vikuna framundan). Ekki láta kæruleysi
eiga við þig ef þú stendur frammi fyrir
ókláruðu verki. Vinnusemi, skipulag og
elja eiga vel við um þessar mundir hjá
fólki eins og þér.
Góðverk, vandræði & gotterí
„Ég gerði góðverk fyrir þremur
árum, var að þvælast yfir Fagradal
fyrir austan um miðjan vetur og
það gerði mikið vonskuveður og
fullt af bílum tók upp á því að fest-
ast og vera svona með almenn leið-
indi. Og ég sem sagt stóð í því að
hjálpa fólki út úr sköflunum og
hafði gaman af því. Mér fannst ég
vera voða góður þá,‘‘ segir Sigvaldi
Kaldalóns, eða Svali eins og hann
er kallaður, einstaklega ljúfur og
Gassi tekur við, nánast án umhugs-
unar: „Ég geri góðverk á hverjum
degi. Síðasta góðverkið var að vera
betri við þá sem eru í kringum
mig.“
Kristín Ruth hlustar af kost-
gæfni á vinnufélagana og tekur til
máls: „Ég held ekki mikið í minn-
inguna um góðverk því ég tel að
þau góðverk sem þú gerir komi
bara ffá hjartanu og séu bara best
geymd þar. Góðverkin eru það
daglega sem við gerum. Að vera
góð við fjölskyldu og vini, koma vel
fram við náungann því maður veit
aldrei hvenær maður þarf sjálfur á
hjálp hans að halda. Ég gef alltaf
reglulega blóð því ég er í svo sjald-
gæfum blóðflokki og það er skortur
á því blóði," segir hún töfrandi og
meðvituð um áherslur lífsins.
Eitthvað vandræðalegt sem þið
hafíð lent í?
„Vá, það er svo margt," svarar
Kristín hlæjandi og strákarnir
kinka báðir kolli til samþykkis en
hún bætir við: „Ég er alltaf að gera
mig að fffli og ekkert eitt sem
stendur upp úr því þetta er alltaf
eitthvað sem maður vill gleyma
eða maður hlær endalaust að."
Sigvaldi virðist ekki vera í vand-
ræðum með að rifja upp vand-
ræði: „Án efa þegar ég gekk nánast
alla leið út í Laugardalslaugina
með skýluna í hendinni," segir
hann kíminn á svipinn og Kristín
og Gassi skella upp úr og hann
heldur frásögninni áfram: „Fattaði
svo allt í einu að það hefði senni-
lega verið betra að vera búinn að
klæða sig í hana áður en maður
skellti sér til sunds. En ég sem sagt
snéri við og fór ekki ofan í laugina.
Ég sé ennþá fyrir mér andlitin á
liðinu sem ég mætti. Alveg hrika-
Krlstín:
„Ermeðslúð-
urfréttirnar og
einn stjórn-
andi þáttar-
ins.“
Svali:
„Ég held utan
um þáttinn og
passa upp á
að alltrenni
eins og það á
að renna. Þau
(Gassi, Stina
og Sigga Lund)
hafa oftast
kallað mig
pabbann.“
Gassi:
„Ég sé um
dagskrárgerð,
slmahrekki,
Ijósmyndir,
blaðaauglýs-
ingarog að
reka Svala
áfram.“
lega vandræðalegt. Ég get nefni-
lega stundum verið dálítið utan
við mig." elly@dv.is
Að stýra hugsunum og velja rétt
Katrín
Sigurðardóttir
HgíIsq
Að lifa í nú-
inu og njóta
þess að vera
hér og nú í
augnabiik-
inuerein
mikilvæg-
asta ákvörð-
unin sem við
tökum ílífinu. Með þvíað vera hér ognú
tökum við ábyrgð á lifi okkar, hvernig
okkur líður og hvað það er sem við löð-
um að okkur. Núið er það eina raun-
verulega sem við getum lifað í, fortíðin
er liðin og því hluti afsögunni og fram-
tíðin er innan seilingar þó svo við ætlum
að varða leiðina okkar með þviað setja
okkur markmið.
Hugurinn
Það er eðli hugans að vera úti um allt.
Við ráðum ekki við hugann en við ráð-
um því sem við hugsum um. Þvier mikil-
vægtiyrir okkur að velja það sem við
hugsum um, að velja jákvæðar hugsanir
og það sem er okkur til framdráttar. Allt
það sem við hugsum um erþað sem vex
og dafnar, með þvi að veita einhverju
aukna athygli gefum við því innblástur
og aukinn vöxt. Hugurinn geturþví
bæði verið vinur okkar og óvinur, allt
eftirþví sem við veljum sjálf. Við skulum
því vanda okkur við að velja það sem
við hugsum um. Þetta er ein afástæð-
unum fyrir því að það er mikilvægt að
vera til staðar hér og nú, við getum ekki
valið hugsanirefvið erum Ijarlæg og
ekki til staðar í núinu.
Veldu
Skreffyrirskreflærum við að stýra hugs-
unum okkar og athöfnum þar til líf okk-
ar er eins og við viljum hafa það. Við
lærum að taka fulla ábyrgð á örlögum
okkar, hvernig okkur líður, hvar við erum
stödd í lífinu og hvað það er sem við
löðum að okkur. Við veljum það sjálf
hvernig okkur líður, það er enginn ann-
ar sem gerir okkur glöð eða döpur. Ef
Ekkert að óttast í núinu er enginn ótti
og engar áhyggjur. Óttinn býr í framtíð-
inni en áhyggjurnar I fortiðinni.
það er leiðinlegt heima hjá okkur er það
einfaldlega afþví að við erum leiðinleg,
það er engin önnur ástæða fyrir því. Við
„Núið erþað eina
raunverulega sem
við getum lifað í, for-
tíðin er liðin og því
hluti afsögunni."
veljum það hvernig okkur líður óháð
öðru eða öðrum i kringum okkur.
Þegar við lifum í núinu getum við vaiið
um viðbragð og hættum að bregðast
við. Við hættum að fá áráttur og vera
háð. Við förum að skapa okkar eigin ör-
lög samkvæmt óskum okkar og þrám.
Katrin er menntuð sem sjúkraliði og
vann á fæðingar- og endurhæfingar-
deildum í 18 ár. Hún útskrifaðist sem
jógakennari frá Yoga Studio Ás-
mundar Gunnlaugssonar.
Fiskamirq?. febr.-20. mars)
Leyfðu hlutunum að þróast á
réttum hraða því fagnaðarlætin byrja
fyrr en þig grunar þegar viðskipti eru
annars vegar. Reyndu að komast í
snertingu við þinn innsta kjarna og vel-
gengni blasir samstundis við þér.
Hrúturinn (21. mars-19.apríl)
Fólkfætt undir stjörnu hrúts-
ins ætti ekki að láta ímyndun-
arafl sitt hlaupa með sig í gönur.
NaUtið (20. april-20. mai)
6 Þú býrð yfir framúrstefnu-
legri hugsun þessa dagana sem þú
ættir að nýta þér mun betur í starfi.
Ivíbmm (2l.mal-21.júnD
Réttlætiskennd þín fær þig til
að vinna verk sem tengist fjölskyldunni 4
hratt og örugglega. Þú veist hver þú
ert í raun og veru og ættir að sameina
fólkið þitt.
faðbb'm (22.júní-22.júlí)_____
Ef þú getur með engu móti
deilt tilfinningum þínum með
öðrum ættir þú að leita til vinar sem þú
getur treyst sem fyrst. Dagarnir
framundan verða annasamir mjög og
góðir í alla staði.
l)Ón\b(23.júli-22.ágúst)
Þú ert eflaust auðsærð/ur
það sem eftir lifir af febrúarmánuði en
ættir að huga að innri styrk þínum og ^
heilsu.
Meyjan (23. ágúst-22. septj
Máttur ástarinnar er mikill og
er fólk fætt undir stjörnu meyju minnt
á það hér. Ef þú lætur verk þín stjórnast
af ást eyðir þú ekki orku þinni að nauð-
synjalausu. Orka þín mun margfaldast
ef þú ferð að ráðum þessum. Sú um-
framorka sem þú skapar mun opna
huga þinn og hjarta fyrir þeirri auðlegð
sem bíður þ(n.
Vogín (23. sept.-23.okt.)
Stjörnuspá vogar í dag er
skýr: Vertu þolinmóð/ur gagnvart fé-
lögum þínum og fjölskyldu í dag og á
næstunni.
SporðdrekinnwoH.-íi./w.)
Nú ættir þú að huga að þér
eingöngu og hlusta á þarfir þínar. Ef þú
getur með engu móti deilt tilfinning-
um þínum með öðrum ættir þú að leita
til vinar sem þú getur treyst sem fyrst.
Dagarnirframundan verða annasamir
mjög og góðir í alla staði hjá stjörnu
sporðdrekans.
Bogmaðurinní22.frá,-2j.itej
Haltu þig frá þrætum yfir
smámunum þessa dagana. Þú býrð yfir
hernaðaranda sem þú stjórnar af kost-
gæfni og gefur lausan tauminn þegar
þú þarft á því að halda. Heppni ein-
kennir bogmann vikuna framundan.
Steingeitingzfe.-J9.jan.)
Ef þú finnur fyrir ójafnvægi er
það tímabundið og stendur einungis
yfir í stuttan tíma. Mikil læti kunna að
vera í kringum þig um þessar mundir.
Þú ert fær um að draga þig í hlé þegar
mikið stendur til og ættir þú að huga
að einhverju verki sem þú kýst að Ijúka
fyrir vikulok. •*
SPÁMAÐUR.IS