Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2006, Qupperneq 32
I •< 32 MÁNUDACUR 13. FEBRÚAR 2006 Menning DV Þórarinn á Iðu Fimmtugasta og fjórða skáldaspírukvöld- ið verður haldið í Iðu annað kvöld kl. Okkar ástsæla skáld Þórarinn Eldjárn mun þá lesa upp úr verkum sínum, m.a. upp úr nýjustu ijóðabók sinni og vonandi fleiri textum sem hann á i handraðanum. Opið verður fyrir frjálsum umræðum með skáldinu, þar sem andinn fer á flug í nota- legri stemningu kertaljósa og guta stólsins fræga. Gestir mega taka með sér hressingu að ofan. Frítt er á Skáldaspfrukvöld og eru sem flestir hvattir tii að mæta og hlýða á upplestur skálda. Eldjárninn Þórarinn Les úr Ijóðasafninu. DV-myndGVA *' rv Irvings minnst í kvöld verður þess minnst að öld er liðin frá dauða Henry Ir- ving sem fyrstur enskra leikara naut þess heiðurs að vera aðlaður í Bretíandi. Hann var áhrifamikill leikari, leikstjóri og leikhússtjóri á Viktorfutímanum og setti mark sitt á enskt leikhúslíf langt fram eftir öldinni: Merkir breskir leik- arar á borð við Oliver og Burton stóðu í skugga hans. Það eru þeir félagar Steven Berkoff og Simon Callow sem stýra uppákomunni í kvöld en báðir hafa haldið á loft hinni fornu hefð „actors-managers" á ferli sínum. Bæði leikið og rekið leikflokka. Hátíðin verður í leikhúsinu sem hýsti frægustu sviðsetningu Irvings, The Bells, Lyceum-leik- hússin í Covent Garden sem nú hýsir The Lion King. Þar verður The Bells flutt af skara þekktra leikara til stuðnings við TheatreCares, líknarsjóð leikara fyrir HlV-smitaða og eyðnisjúka. Hundrað ára dánartíðar Henriks Ibsen verður minnst víða um álfur á þessu ári. Hér á landi verður stórviðburður því tengdur þegar Þjóðleikhúsið frumsýnir nýja þýðingu af Gautnum í nýjum leiksal undir stjórn Baltasars Kormáks. Útrásapmaðurlnn Pétur Gmitur Júlía leikur á sviði Leikhúsrekstur á Broadway gengur vel. Á sama tíma og að- sókn að kvikmyndum minnkar er aðsókn að leiksýningum í New York sú besta síðan 1985. Tólf milljónir sóttu leiksýningar í New York á síðasta ári og hafa tekjur aldrei verið hærri: 825 milljónir dala. Og enn kætast menn. Þar eins og í London tíðkast mjög að draga kvikmyndaleikara á svið: Jonathn Pryce verður þar í Dirty Rotten Scoundrels sem byggt er á bíó- mynd og Jospeh Fiennes kemur og leikur í Faith Healer eftir írska meistarann Brian Friel í apríl. Mest tíðindi þykja þó að Julia Roberts sem litía reynslu hefur af leik á sviði ætíar að koma og leika í verki sem heitir Three Days of Rain. Verður ffumsýning í mars. Þar mun dívan leika konu á tveimur tímum í ævi hennar. Verður Roberts með í sýningunni í tólf vikur og er uppselt á allar sýningar. Seld- ust miðarir 7 milljónir dala á Þetta verður ár Hinriks. í fyrra var það ár Hans Kristjáns. Hinrik er Ibsen og Norðmenn eru nú að massa sig upp í mikil hátíðahöld til að minna menn á glæsilegan feril þessa merka skálds Ijóða og leiks. Ekki að undra: verk Ibsen eru leikin á 130 stöðum í heiminum í viku hverri. Hafa Norðmenn sett í gang vefsíðu til að fylgjast með ffam- gangi verka hans um veröldina af þessu tilefni. Ibsen dó 78 ára gamall í maí 1906 og það dugar mönnum til að herða róðurinn fyrir skáldinu og verkum hans sem mörg hafa enn afar sterk áhrif á áhorfendur og eiga erindi. Vilja menn meina. Kassinn Hér á landi verður þessa minnst með nýrri sviðsetningu á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen sem verður frumsýndur í Kassanum 23. febr- úar. Leikstjóri er Baltasar Kormákur en með titilhlutverkið fer Björn Hlynur Haraldsson. Pétur Gautur er vígslusýning Kassans, sem er nýtt svið í Þjóðleikhúsinu og nýtur sérstaks stuðnings Landsbankans. Með hlutverk Péturs Gauts fer Bjöm Hlynur Haraldsson sem þreytir nú fmmraun sína í Þjóðleik- húsinu. í öðrum hlutverkum em Brynhildur Guðjónsdóttir, Edda Amljótsdóttir, Guðrún S. Gísladótt- ir, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egils- son og Ólafur Darri Ólafsson. Karl Ágúst Úlfsson hefur gert nýja þýðingu á verkinu, um lýsingu sér PáÚ Ragnarsson og Helga I. Stef- ánsdóttir gerir búninga. Grétar Reynisson gerir leikmynd sýningar- innar á Pétri Gaut. Öllu beitt og tjaldað Pétur Gautur er Ijóðleikur og afl- aði skáldinu heimsfrægðar. Verkið kom fyrst út á bók árið 1867 en tæp- um áratug síðar var það frumflutt og hefur reglulega verið sett upp í ffægum uppsetningum í helstu leikhúsum heims síðan þá. Hin margbrotna titilpersóna verksins og knýjandi spumingar um það sem skiptir máli í lífinu og kjarna hins siðlega manns em hluti af aðdráttarafli leikritsins. í sýningu Þjóðleikhússins nú verður sjónum beint að Pétri Gaut í nútímanum. Ekki að furða: Gautur er útrásarmaður og kemur víða við á flandri sínu um veröldina, hann er uppá kvenhöndina og er tilbúinn að ljúga og svíkja til að ná sínu fram. Verða mótmæli við Sfinxina? Á þessu ári Ibsens er skáldsins minnst með leiksýningum, hátíða- höldum og hvers kyns uppákomum víða um heim. Menntamálaráðu- neyti Noregs skipuleggur margvís- lega viðburði á árinu en undir lok ársins verður sérstök hátíðarsýning á Pétri Gaut við Sfinxina í Giza í Eg- yptalandi en eitt atriði verksins ger- ist þar. Nú í febrúar er einmitt hundrað og þrjátíu ára sýningarafmæli leik- ritsins, en Pétur Gautur var frum- fluttur í Kristjaníuleikhúsinu þann 24. febrúar 1876. J Baltasar og Bjórn Hlynur Frumsýning verður I ÞJJm frumraun■ Baltasar hefur ekki unnið I áðurJ°Pnu rými sem Kassanum.Björn Hlynur tekst I á við sittstærsta hlutverk tilþessa og fetar ífótspor I þeirra Lárusar Pálssonar, Gunnars Eyjólfssonar, Arn-[ \ars°R Yn9var,og JakobsÞórs. Dv-myndÞjóðleikhúsið I Þjóðleikhúsið heiðrar skáldið með Pétri Gaut, stendur fyrir dag- skrá um verkið og Ibsen í samstarfi við norska sendiráðið í mars og námskeiði fyrir almenning í tengsl- um við sýninguna á Pétri Gaut. Eurovision er smitandi ■ ■ Herma eftir Eurovision í Ameríku Júlía er köld Skellirsérá svið sem hún hefurekki gert áður, nýbúin að fæða tvibura. DV-mynd Reuter Nú er í ráði vestanhafs að læra af þeim mikla áhuga sem Eurovision vekur einatt í Evrópu og hyggst NBC stofna til sam- keppni sem byggir á þessu merka menningarfyrirbæri okkar Evr- ópubúa. Tilgangur NBC er að koma upp samkeppnisþætti sem getur tekist á við hinar gríðarlegu vinsældir American Idol - sem er reyndar þáttur byggður á breskum þætti sem kallast Pop Idol. American Idol er á Fox sem er beinn keppinautur við NBC á mörgum sviðum í sjónvarpi vest- anhafs. Hugmyndin er einföld. Hægt er að efna til undanúrslita í öll- um ríkjum Bandaríkjanna og stefna öllu saman til eins loka- kvölds I beinni útsendingu með atkvæðagreiðslu og finna þannig lag ársins og flytjanda - og ríki. Sjá þeir NBC-menn að hér er for- múla sem getur ekki klikkað því hér verður stefnt saman í keppni ríkjum og forn rígur þeirra í mill- um færður á nýtt svið, en það hefur lengi verið kapp með ríkj- unum á íþróttasviðinu sem kunnugt er. Ekki hafa þeir NBC-menn látið uppi mikið um áætlanir sín- ar en hugsa Fox þegjandi þörf- ina. í síðustu viku hafði Amer- ican Idol vinninginn yfir sjálf Grammy-verðlaunin: 28 milljón- ir horfðu á Idolið en rétt 15 millj- ónir sáu Grammy-útsendinguna sem státaði þekktum nöfnum á borð við U2, Madonnu og Cold- play. Evrovision er smitandi: menn eru þess minnugir að bæði ABBA og Celine Dion hófu þar feril sinn og fimmtíu ára saga þykir þeim í Ameríku tilkomumikil. Ekkert fyrirbæri í sjónvarpi þar vestra býr yfir slíkri sögu. Það voru 39 þjóðir sem tóku þátt í Eurovision í fyrra og þyk- ir Bandaríkjamönnum fyrirbærið einstakt hvað varð- ar fjölbreyti- leika. Þá þykir þeim kosning- arfyrirkomu- lagið merki- legt og til eftir- breytni. Selma Björnsdóttir Á æfingu í Kænugarði. DV-myndAFP . <L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.