Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 Sport DV BSwa VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR ÍTÓRÍNÓ Svíþjóð og Sviss í úrslitum Það verða lið Sviþjóðar og Sviss sem mætast í úrslita- leiknum í kvennaflokki í krullu á vetrarólympíuleikun- um í Tórínó í dag. Undanúr- Eftir þrenn bronsverðlaun og eitt silfur var loksins komið að því að hin sænska Anja Parson ynni ólympíugull. Það gerðist í svigkeppni kvenna í gær en hún sýndi fádæniaöryggi í báðum férðum og vann þar með fyrstu gullverðlaun sænskra kvenna í alpagreinum á Ólympíuleikum. Kroatinn, Janica Kostelic hafði titil að verja en komst ekki á verðlaunapáll í gaér. : V slitín fóru fram í gær og hafði lið Sviss betur gegn Kanada sem þóttí sigurstranglegt fyrir leikana enda krulla gífurlega vinsæl íþrótt þar í landi. Svíar háðu sannkallaðan grannaslag gegn Norðmönn- um og réðust úrslit ekki fyrr en á lokastundu. Svícir em núverandi heims- og Evrópu- meistarar í greininni. Bandarískur sigur í kvöld? Sasha Cohen frá Banda- ríkjunum er með foyrstu í listhlaupi kvenna á skautum fyrir lokahluta keppninnar sem fer fram í kvöld. Rúss- neski heimsmeistarinn, Irina Slutskaya, er þó ekki nema 0,03 stígum á eftír Cohen og þykir ef eitthvað er sigur- stranglegri fyrir kvöldið. Rússar hafa unn- ið gull í öllum öðrum greinum, parakeppninni og hjá körlum í listhlaupi á skautum sem og í ísdanskeppn- inni. En Banda- ríkjamenn hafa hefðina á bakvið sig í keppni kvenna og gætí því Cohen haldið uppi heiðri Bandaríkjanna í kvöld. Bræðurfengu gull og silfur Þeir Philipp og Simon Schoch frá Sviss fengu gull og silfur í stórsvigskeppni á snjóbrettí á vetrarólympíu- leikunum í Tórtnó á Ítalíu í gær og með því varði eldri bróðurinn, Philipp, títil sinn í greininni. Simon hefur þó forystu í heims- bikarkeppninni sem stendur. „Þetta er algert brjálæði," sagði Simon. „Ég von- aðist eingöngu til þess að við báðir kæmust í úrslit- in. En það var betri maður- inn sem vann í dag og það var svo sannarlega Philipp." Þriðja skíða- göngugull Svía Svíar jöfnuðu í gær besta árangur sinn frá upphafi með því að vinna tvívegis gull- verðlaun á Ólympíuleikun- um - í skíðagöngu og svigi kvenna. Bjöm Lind vann sín önnur gullverðlaun í gær með sigri í sprettgöngu og þar með þriðju skíðagöngu- gullverðlaun Svía. Félagi hans, Thobias Fredriksson, fékk brons en Roddy Darra- gon frá Frakk- landi varð annar. I kvennaflokki urðu óvænt úrslit þegar Chandra Craw- ford frá Kanada vann sigur. SÆmSKUH BIILLMOLI Hin 25 ára Anja Párson ritaði nafn sitt með stóru letri í sögu- bækumar er hún vann ömggan sigur í svigkeppni kvenna. Fyrir gærdaginn hafði hún unnið tvenn bronsverðlaun í Tórínó og átti þegar eitt silfur og eitt brons frá Salt Lake City. En hún hefur alltaf sagt að hún hafi ekki áhuga á slíkum verð- launapeningum - aðeins gullinu. Það kom loksins í gær og fagnaði hún því vel og innilega. Það var faðir önju, Anders, sem kom dóttur sinni á bragðið I skíða- íþróttínni og var hann meðal þeirra sem fögnuðu henni í markinu í gær. Annar kunnur sænskur skíðakappi, Ingimar Stenmark, var einnig á staðnum en öll koma þau frá sama 500 manna þorpinu - Tárnaby í Sví- þjóð. Sigrinum var víða fagnað í heimalandi hennar en ásamt því að vera fyrsta ólympíugull sænskra skíðakvenna frá upphafi vom þetta einnig fjórðu gullverðlaun Svía á leikuntun. Það er metjöfnun Svía á vetrarólympíuleikum frá árinu 1988. Meiddist í upphitun Það sem meira er að Párson meiddist á hné í upphitun fyrir keppnina og þurfti sérstaka með- höndlun lækna á milli ferðanna. Hún lét þó engan bilbug á sér finna og var með væna forystu eftir fyrri ferðina þrátt fyrir að hafa verið með rásnúmer eitt. Það er því óhætt að segja að Sví- ar ráði sér vart af kæti þessa stund- ina - sérstaklega þar sem þeir hafa nú unnið fleiri gtdl en Norðmenn í Tórínó sem er með eindæmum sjaldgæft. Enginn hefði væntanlega spáð því áður en keppni hófst í Tórínó. Anja Párson var ekki nema sautján ára þegar hún kepptí fyrst í heimsbikamum og þurfti ótrúlegt nokk ekki nema tvær tílraunir í svig- inu til að vinna sigur. Alls hefur Anja fagnað 31 sinni sigri á heims- bikarmóti en langflestir þeirra em í tæknilegri greinunum - svigi og stórsvigi. Henni tókst þó í fyrra að vinna sína fyrstu sigra í hraðagrein- unum, bruni og risasvigi, og í Tórínó vann hún brons í bmninu sem og alpatvíkeppninni. Sigurstrangleg á morgun Á morgun keppa stúlkumar í stórsvigi og verður Párson að teljast gífurlega sigurstrangleg en síðastlið- in tvö ár hefur hún unnið heimsbik- arkeppnina í alpagreinunum í sam- anlögðum árangri. Helstí keppinautur hennar, )an- ica Kostelic frá Króatíu, varð að sætta sig við ijórða sætíð í gær en tvær austurrískar skíðakonur vom á pallinum með Párson í gær - þær Nicole Hosp og Marlies Schild sem vann silfur í alpatvíkeppninni þar sem Kostelic vann sigur. „Ég grét næstum því eftír meiðsl- in í upphituninni og nú trúi ég þessu varla,“ sagði Párson. „Ég hef gengið í gegnum svo erfitt tímabil undanfarið og nú hefur mér loksins tekist það. Það var alltaf draumur minn að verða ólympíumeistari." Ég er veik Kostelic hefur barist við veikindi í Tórínó og náði ekki að sýna sitt besta í gær. Hefði hún unnið gull hefði það verið það fimmta í röð- inni hjá henni en það hefur engum skíðakappa tekist í sögunni. Hún verður þó sennilega að bíða í fjögur ár í viðbót ef marka má orð hennar eftir keppni í gær. „Ég er veik og mér líður virkilega illa. Ég er búin á því," sagði Kostelic. „Það er afar ólíHegt að ég keppi á morgun. Ég er gjörsamlega orku- laus. Ég reyndi allt sem ég gat í dag og meira get ég ekki. Þessum leik- um er lokið hvað mig varðar." eirikurst@dv.is Lyfjahneyksli skekur herbúðir austurrísku ólympíufaranna Þjálfari á flótta reyndi að fremja sjálfsmorð Brunkappinn frægi frá Austurríki, Franz Klammer, segir að skugga hafi verið varpað á þátttöku Austurríkis á ólympíuleikunum í Tórínó vegna lyfjahneykslis í kringum skíðagöngu- og skíðaskotfimilið landsins. í Austur- ríki em fréttir af hneykslinu í fyrirrúmi þrátt fyrir ffábæran árangur í öðrum greinum, tíl að mynda alpagreinum karla og kvenna sem hefur verið að- alsmerki Austurríkis í gegnum tíðina. Klammer sjálfur vann gull í bmni á ÓL árið 1976 og er fimmfaldur heims- bikarmeistari í greininni. „Það er mjög óþægilegt að heyra af öllu þessu og varpar skugga á hina ólympíufarana." Vandamál austurríska liðsins hófust á laugardaginn þegar fregnir bámst af því að einn þjálfara liðsins, Walter Mayer, hefði heimsótt íbúðir austurrísku gönguskíða- og skíða- skotfimikappanna. Mayer þessi var settur í bann bæði í Tórínó og á ólympíuleikunum árið 2010 eftir að upp komst að hann hefði staðið að lyfjamisnotkun í austurríska liðinu í Salt Lake City árið 2002. Lögreglan í Tórínó gerði rassíu í íbúðum Austurríkismannanna og Mayer flúði í kjölfarið af vettvangi. Vegahindrun var svo sett upp fyrir hann en Mayer keyrði á hana af fúll- tim kraftí. Hann hefur síðan þá viður- kennt að það hafi verið tilraun til sjálfsvígs. í fyrradag flúðu svo tveir skfða- göngukappar heim til Austurríkis eft- ir að hafa viðurkennt fyrir forráða- mönnum austurríska liðsins að hafa beitt ólöglegum aðferðum við að bæta frammistöðu sína á leikunum. Kom það í kjölfar annarrar rassíu sem ítalska lögreglan gerði. „Þetta er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að þetta er besta ffammistaða Team Austria Wcfaer Mayer Austurríkis á ólympíuleikum frá upp - var ritað höfðu Austurríkismenn unn- hafi," sagði Klammer en þegar þetta ið sautján verðlaun, þar af átta gull. ItídwíQ Gredíef Símon Vatier íáer MmSItt Doníca Meaofebcti Austurríska liðið WalterMayervar hafður með á mynd austurrlsku skíða- göngukappanna - þó ekki nemaefstí hægra horninu. Nordlc Photos/AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.