Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Blaðsíða 17
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 7 7 F Vinsæl Vefslðan MySpace.com gefur fólki möguleika á að skapa sitt eigið heimasvæði. Siðan nýturmikilla vinsælda. ■ „Þetta snýst um hvernig krakkarnir sjá sig i samfélaginu og hvernig þeir vilja vera. Þetta er ný leið fyrir krakka til þess að „hanga" saman. Eru að skapa tengsl Ungling- areinangrast ekki með þvi að stunda netið, heldurskapa tengsl og skapa sér imynd. Deilur um sjónvarpsþáttinn Lærlinginn Trump skýtur á Mörthu Stewart Verkamenn Wembley-leikvangsins munu vinna veömál Stórgræða á eigin seinagangi Sjónvarpsstjörnurnar Martha Stewart og Donald Trump deila nú hart í bandarískum fjölmiðlum. Martha Stewart hugðist taka við Lærlingnum, sjónvarpsþættinum Ætlaði að reka Trump Martha Stewart ætlaði að segja hina frægu setning Donalds Trumps:„Þú ert rekinnT'Átti Trump sjálfur að taka pokann sinn. sem Donald Trump kom á fótinn. Trump átti að hætta með þátt- inn, og sagðist Stewart ætla að reka hann í fyrsta þættinum. Einnig átti að breyta nafni þáttarins; setja nafn Mörthu Stewart þar inn. Til- raunaþættir voru gerðir síðasta haust og átti að athuga hvort Stewart væri hentugur arftaki. Eftir nokkra þætti var ákveðið að hætta við framleiðsluna. Segir sjónvarps- konan fræga það hafa verið vegna þess að Trump hafi ekki vilja hætta með sinn þátt og ætlað í sam- keppni við sig. A þriðjudaginn útskýrði Trump sína hlið málsins í bréfi sem hann skrifaði til Stewart. „Frammistaða þín í þáttunum var hræðileg. Þættina skorti útgeislun, skemmt- anagildi og margt fleira. Mér leist ekki á blikuna," sagði Trump í bréf- inu. „Þetta voru bara mistök, sér- staklega fyrir NBC.“ Verkamenn sem vinna að bygg- ingu Wembley-leikvangsins í London lýstu því hversu heppnir þeir voru við breska dagblaðið The Sun í gær. Verkamennirnir gátu, eins og aðrir, lagt undir í veðmáli sem gekk út á hvort Wembley-leik- vangurinn myndi opna á réttum tíma, 13. maí. Veðmangararnir hjá fyrirtækinu Paddy Power, sem sáu um veðmálið, sáu ekki fyrir að verkaménnirnir myndu leggja undir í þessu veðmáli. Verkamennirnir vissu að verkið myndi aldrei klárast á réttum tíma. Opnað var fyrir veðmál þann 30. janúar, en þá hafði fyrirtækið sem sér um uppbyggingu leikvangsins gefið út að um 70 prósent líkur væru á því að verkið kláraðist á réttum tíma. Aðeins var opið fyrir veðmál í tvo daga. Á þessum tveimur dögum voru 12 milljónir lagðar undir. Tals- maður fyrirtækisins sagði að mqnn hefðu þá áttað sig á að mistök hefðu verið að opna fyrir þetta veðmál. „Við hefðum áttum að sjá þetta fyrir. Þegar við sáum að verkamenn voru að leggja undir í gríð og erg, í útibúi okkar sem er nálægt Wembley, fór okkur að gruna ýmislegt. Einnig fannst okkur skrýtið að enginn hafði lagt undir að verkið yrði klárað á réttum tíma." Verkamenn sem töluðu við The Sun sögðust hafa vitað í marga mán- uði að leikvangurinn yrði ekki opn- aður á réttum tíma. Samt sem áður lögðu fæstir þeirra háar fjárhæðir undir í veðmálinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.