Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Blaðsíða 33
32 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006
Menning DV
20% afsláttur af öllum viðburðum
Coneert ef greltt er með Mastercard
á forsöludegi Mastercard
Kynnifi ykkur frekari tilboð og tónleikadagskrá Concert á vef
rilboftiklúbbi MatterCard. WMW.kreditkort.ii/tllbodiklubbgr
CONCERT KYNNIR í SAMViNNU VIÐ RÁS 2
RAY DAVIES ON TOUR
HASKOLABIOI
14. APRÍL 2006
TAKMARKAÐ MAGN MIÐA
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA
Á WWW.CONCERT.IS
OG WWW.MIDI.IS OG í
VERSLUNUM SKÍFUNNAR
• CONCERT
•*•
Umsjon: Þorunn Hrefna Sigurjonsdottir hrefna@dv.is
Spaðar á laugar-
dagskvöldið
I ógáti skrifaði blaða-
maður á menníngarsíðu i
gær að Spaðaballið yrði
haldið í Leikhúskjatlaran-
um á föstudagskvöldið.
Hið rétta er að bailið
verður haldið á laugar-
dagskvöldið. Beðist er
innilega afsökunar á
þessum leiðu mistökum.
I Hinir ástsælu Spaðar
I Leika á laugardagskvöld,
I ekki föstudagskvöld.
Gunnar Kvaran sellóleikari Stjómar
Strengjasveit Listaháskólans á sunnudag-
inn sem endranær.
Strengir stroknir
í Neskirkju
Hinir árlegu tónleikar
strengjasveitar Listaháskóla fs-
lands verða haldnir f Neskirkju á
sunnudaginn kl. 17. Á efnis-
skránni verða verk eftir Johann
Sebastian Bach, Jón Nordal og
Samuel Barber. Tónleikamir eru
hlutiafVetrarhátíðíReykjavík. Á
tónleikunum verður fluttur hinn
frægi konsert í d-moll fyrir tvær
fiðlur, strengi og sembal eftir Jo-
hann Sebastian Bach. Einleikarar
em Gróa Margrét Valdimarsdóttir
og Gunnhildur Daðadóttir, nem-
ar í tónlistardeild LHÍ. Þá verður
fluttur Concerto Lirico fyrir
hörpu og strengi eftir Jón Nordal
en þar er Elísabet Waage hörpu-
leikari í einleikshlutverki. Auk
þessara verka verður flutt Adagio
eftir Samuel Barber. Það fræga
verk er upphaflega þáttur úr
strengjakvartett Barbers, en yfir-
leitt alltaf flutt af strengjasveit.
Stjórnandi Strengjasveitar Lista-
háskóla íslands er Gunnar Kvar-
an. Allir em velkomnir og að-
gangur er ókeypis.
í byrjun mars sendir rithöfundurinn Andri Snær Magnason frá sér |
nýja bók. Að sögn þróunarstjóra Eddu hefur Andri bæði sterka
sannfæringu og frumlega sýn og er því vel til þess fallinn að kenna
þjóð sinni ýmislegt.
Sjálfshjálparbók Andra Snæs
-
Andri Snær Magnason
Er mikill hugsjónamaður
og á næstunni kemur út
eftir hann bókin Drauma-
landið - Sjálfshjálparbók
handa hræddri þjóð.
Andri Snær Magnason rithöf-
undur hefúr sem kunnugt er sýnt
verndun hálendisins gríðarlegan
áhuga hin síðari ár og er nú að
leggja lokahönd á nýjustu bók
sína sem væntanlega kemur
■ út í marsbyrjun. Andri Snær
sagði frá því fýrir nokkru að
hann ætíaði sér ekki í neinn
jólabókahasar, enda byði um-
fjöllunarefnið ekki upp á slíkt.
Menningarsíða forvitnaðist um
málið hjá Eddu miðlun, útgáfu-
fyrirtæki Andra Snæs, og varð
Kristján B. Jónasson þróunar-
stjóri fyrir svörum. Hann sagði
að bókin fjallaði alls
ekki bara
virkjanamál.
„Þetta er þétt bók og hún rúm-
ar mikið af pælingum um atvinnu-
vegina, náttúmna, tungumálið og
þjóðina. Kannski hefúr umræðan
um virkjanamálin kveikt sumar af
þessum pælingum Andra Snæs, en
síðast en ekki síst fjallar bókin um
það hvernig hugmyndir verða til
og mikilvægi þess að nýta sköpun-
arkraftinn til þess að gera líf sitt
innihaldsríkt og gott. Andri varpar
líka fram spurningunni hvort það
sem við íslendingar höfum verið
að gera á síðustu ámm sé rétta
leiðin til þess."
Óttist eigi
Kristján er spurður út í óvenju-
legan titil bókarinnar: Drauma-
landið - SjáJfshjálparbók handa
hræddri þjóð.
„Draumalandið er sjálfshjálp-
arbók vegna þess að Andri ráð-
leggur lesendum að nýta sköpun-
arkraft sinn í stað þess að fyllast
hræðslu við hugsanlega refsingu
framtíðarinnar," segir Kristján.
„Hann hvetur fólk til þess að kasta
frá sér óttanum og fyllast í staðinn
djörfung og kjarki til þess að
horfast í augu við sína eigin
drauma. Þetta er jákvæð og upp-
byggileg bók og hún fjallar fýrst og
fremst um framtíðina. Hvernig við
emm og hvernig við getum orðið."
Það er óvenjulegt að bók komi
út á þessum árstíma á íslandi.
Kristján segir að erindi hennar sé
að kalla á raunveruiega og upp-
lýsta umræðu og það sé erfiðara
að halda henni uppi í hasarnum
sem einkennir jólamarkaðinn.
„Bók Andra Snæs mun hrinda
þessari umræðu af stað og kenna
okkur að það eru endalausir
möguleikar í stöðunni fyrir þessa
þjóð. Við þurfum bara að koma
auga á þá og leyfa okkur að íhuga
þá. Fáir em betur til þess fallnir en
Andri að kenna okkur þetta, vegna
þess að hann hefur bæði sterka
sannfæringu og fmmlega sýn - en
líka hæfileika til þess að koma
henni í orð," segir Kristján B. og er
stoltur af sínum manni.
Hver fær Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs?
Auður Jónsdóttir
rithöfundur 7/7-
nefnd fyrir Fólkið í
kjallaranum.
Nú ættum vér íslendingar
að krossleggja fingur, vegna
þess að í hádeginu á morgun
verður tilkynnt hver hlýtur
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs fyrir árið 2006.
Þetta verður gert í Stórþinginu
í Osló. Verðlaunin eru 350.000
danskar krónur og verða þau
afhent í tengslum við Norður-
landaráðsþing í Kaupmanna-
höfn þann 1. nóvember næst-
komandi. Okkar konur em
þær Auður Jónsdóttir, sem til-
nefnd er fyrir bók sína Fólkið í
kjallaranum, en hún hlaut ís-
lensku bókmenntaverðlaunin
í fyrra, og Kristín Marja Bald-
ursdóttir, tilnefnd fyrir skáld-
söguna Karítas, án titils.
Menning DV
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 33
Bóksölulistar
Þorvaldur Þorsteinsson, forseti Bandalags íslenskra lista-
manna, fékk vægt heilablóðfall fyrir rúmum mánuði og hef-
ur í kjölfarið tilkynnt stjórninni um afsögn sína. Hann safn-
ar nú kröftum erlendis en veit ekki hvenær hann byrjar að
vinna að list sinni á ný.
Þorvaldun
sér veuna veikinda
Listarnir eru gerðir
út frá sölu íPennan-
um Eymundsson og
Bókabúð Máls og
menningar dagana
15.-22. febrúar.
AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR
SÆTIB0K
1. Heilsa karla
2. Sumarljós og svo kemur nóttin
3. Hroki og hleypidómar
4. HvarerValli?
5. Fyrsta orðabókln mín
6. íslandsatlas
7. Endalaus orka
8. Ronja ræningjadóttir
9. Vísnabók um íslensku dýrin
10. íslenskur stjörnuatlas
SKALDVERK - INNBUNDNAR
H0FUNDUR
Joe Armstrong
Jon Kalman Stefansson
Jane Austen
Martin Handford
Rlchard Scarry
Hans H. Hansen
Judith Millidge
Astrid Llndgren
Vaka Helgafell
Snævarr Guðmundsson
Forsetí Bandalags íslenskra lista-
manna, Þorvaldur Þorsteinsson,
veiktist rétt fyrir síðasta aðalfund fé-
lagsins. Hann fékk væga heilablæð-
ingu og því var fundurinn haldinn
án hans þátttöku. Nú hefur Þorvald-
ur sagt af sér vegna veikindanna, en
bandalagið hefur engan varaforseta
og ekkert hefúr verið ákveðið um eft-
irmann.
Þorvaldur segir í viðtali við
menningarsíðu að þetta mál ætli
stjóm Bandalags íslenskra lista-
manna að leysa á næstunni. „Það
verður haldinn framhaldsaðalfund-
ur og ég mun skila af mér ársskýrsl-
unni, auk breytingatillagna sem ég
hef verið að vinna að síðustu mán-
uði. Stjómin tekur ákvörðun um það
hvort einhver innan hennar tekur
við forsetaembættinu, eða efnt verð-
ur til kosninga."
Stemmning fyrir breytingum
Þorvaldur var kjörinn forsetí
bandalagsins á aðalfimdi þess 30.
október 2004 og hefur því sinnt
starfinu í rúmt ár. Forsetinn er kjör-
inn til tveggja ára í senn og er hann
talsmaður stjómar og kemur fram
fýrir hennar hönd út á við og gagn-
vart stjómvöldum. Þorvaldur hefur
reynst farsæll í sínu starfi og m.a.
lagt áherslu á að gera bandalagið
sýnilegra og virkara. „Þegar ég veikt-
ist var ég í samvinnu við stjómina að
vinna í því að kanna möguleika
svona bandalags í samtímanum.
Vegna fýrirkomulagsins finnst mér
ýmsir möguleikar hafa verið van-
nýttir, þó að ég vilji ekki segja að það
sé á ábyrgð forvera minna. Ég vil
leggja áherslu á frumkvæði banda-
lagsins, en það er ekki auðvelt að
sýna það þegar forsetrnn er eini
starfsmaðurinn," segir Þorvaldur og
bætír við að hann hafi hlerað eftir
viðbrögðum við þessum hugmynd-
um meðal félagsmanna og honum
finnist þær fá góðan hljómgrunn.
1. Sumarljós og svo kemur nóttin Jón Kalman Stefánsson Igjj
Vetrarborgin Arnaldur Indriöason j
3. Vlö enda hringsins Tom Egeland /
4. Krosstré Jón Hallur Stefánsson j
5. Blóöberg Ævar Öm Jósepsson 1
6. Blekkingaleikur Dan Brown lorsya
7. Veronlca ákveöur aö deyja Paolo Coelho
IM
8. Þriðja táknið
9. Flugdrekahlauparinn
10. Afurelding
SKALDVERK - KIUUR
1. Hroki og hleypidómar
2. Minningar Geishu
3. Alkemistinn
4. Englar og djoflar
5. Grafarþögn
6. Mýrin
7. Blóöskuld
8. Móðir í hjáverkum
9. Úlfurlnn rauði
10. Da Vinci lykillinn
Yrsa Siguröardóttir
Khaled Hosseinl
Viktor Arnar Ingólfsson
Jane Austen
Arthur Golden
Paulo Coelho
Dan Brown
Arnaldur Indriðason
Arnaldur Indriðason
Michael Connelly
Allison Pearson
Llza Marklund
Dan Brown
HANDBÆKUR - FRÆÐIBÆKUR - ÆVISOGUR
Það sé stemmning fýrir breytingum
innan þeirra raða.
Slakar á og safnar kröftum
Sjálfur segist Þorvaldur vera al-
veg í fríi og einbeita sér að því að
slaka á og safna kröftum, en um
þessar mundir dvelur hann er-
lendis og sækir kvikmyndahátíð í
boði vinar síns. „Sem stendur hef
ég ekki hugmynd um hvenær ég
byrja aftur að gera myndlist og
skrifa bækur. Ég býst við því að ég
þurfi að læra að skipuleggja mig
betur og ég mun sennilega ein-
beita mér að því sem mér finnst
mest gaman að gera, sem er að
kenna og halda fyrirlestra fýrir
kennslu.is, fyrirtækið sem ég rek
með konunni minni, Helenu
Jónsdóttur," segir Þorvaldur að
lokum og honum fylgja allar góð-
ar óskir menningarsíðu DV.
Bandalag íslenskra listamanna,
skammstafað BÍL, „er bandalag fé-
laga listamanna í hinum ýmsu list-
greinum og er tilgangur þess fýrst og
fremst að styðja vöxt og viðgang ís-
lenskra lista, bæði innanlands og
utan, gæta hagsmuna íslenskra lista-
manna og efla með þeim samvinnu
og samstöðu. Aðild að BÍL geta þau
félög listamanna átt sem starfa á at-
vinnugrundvelli að listsköpun og
listflutningi og em formenn þeirra
sjálfkjörnir í stjórn," eins og segir
á heimasíðu félagsins.
1. Heilsa karla
2. Islandsatlas
3. Endalaus orka
4. íslenskur stjörnuatlas
5. Lost In lceland
6. Góðan dag barnið mitt
7. 109 japanskar Sudoku nr. 1
8. Salöt
9. Sálmabók
10.109 japanskar Sudoku nr. 2
BARNABÆKUR
1. Hvar er Valli?
2. Fyrsta orðabókin mín
3. Ronja rænlngjadóttir
4. Vísnabók um íslensku dýrin
5. Sögur og ævintýri
6. Stubbarnir fara í gönguferð
7. Óðfiuga
8. Ég er slanga
9. Pétur Pan
10. Gralli gormur
Joe Armstrong
Hans H. Hansen
Judith Mlllidge
Snævarr Guðmundsson
Sigurgeir Sigurjónsson
Björn Meidal
Gideon Greenspan
Jentas forlag
Ýmsir höfundar
Gideon Greenspan
Martin Handford
Richard Scarry
Astrid Lindgren
Vaka Helgafell
Astrid Lindgren
Andrew Davenport
Þórarinn og Sigrún Eldjárn
Blrgir Jóakimsson/Halla Sólveig
Vinsæl ævintýri
Bergljót Arnalds
ERLENDAR BÆKUR - ALLIR FLOKKAR
Spuni á vergangi
f Nýlistasafninu í kvöld kl. 20
hefst svokölluð Spunaleikaröð á
vegum samtakanna Spuna, sem
hafa það einfalda markmið „að
stuðla að almennum spuna". Þau
eru líka eitthvað á fimmta tug
spunakvöldin sem samtökin hafa
staðið fyrir síðustu sautján árin.
■ Síðustu tvö ár hefur miðstöð
Spuna verið í Spunasal gömlu
Hampiðjunnar við Brautarholt, í
fjöllistasetrinu Klink & Bank. Nú
er þessu svokallaða „Bankans-
tímabili Spuna" lokið og nýtt
tímabil Spunasögunnar hafið sem
kallast „Vergangur Spuna", þar
sem spunnið verður við nýjar
kringumstæður hverju sinni á
þeim stöðum sem best henta.
Tilefni Spunaleikaraðarinnar
framundan er heimsókn finnska
tónskáldsins og spunamannsins
Sami Klemola. Spunnið verður á
þremur stöðum: I Nýlistasafninu í
kvöld, sem fyrr segir, í Stúdenta-
kjallaranum annað kvöld kl. 22 og
í Norræna Húsinu á laugardaginn
kl. 20.
Endanlegur frestur til að til-
kynna þátttöku rennur síðan út á
sjálfum Spunakvöldunum. í hléi
er haldinn stuttur fundur þar sem
viðstöddum gefst
kostur á að bjóða fram
sín atriði sem eru þá
flutt eftir hlé. Þátttaka
í Spuna er öllum frjáls
og ókeypis.
Dr. Bjarni Þórar-
insson Hefurlöng
um verið liðtækur
spunamaður.
1. Honeymoon Patterson & Roughan
2. With No One As Witness Elisabeth George
3. The Historian Elizabeth Kostova
4. The Zahir Paulo Coelho
5. The Last Templar Raymond Khoury
6. Origin in Death J.D. Robb
7. Eldest Christopher Paolini
8. Memoirs of a Geisha Arthur Golden
9. Straight into Darkness Faye Kellerman
10. Eragon Christopher Paolini
ERLENDAR VASABROTSBÆKUR
1. With No One As Witness Elizabeth George
2. The Historian Elizabeth Kostova
3. Honeymoon James Patterson
4. The Zahir Paulo Coelho
5. Velocity Dean Koontz
6. Straight into Darkness Faye Kellerman
7. Origin in Death J.D. Robb
8. Kiss me Annabel Eloise James
9. Vendetta Fern Michaels
lO.The Chairman Stephen Frey