Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Blaðsíða 39
0V Síðast en ekki síst FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 39 Spurning dagsins Hvað finnst þérum lóða- úthlutanirvið Úlfarsfell? Ruglútíeitt „Þetta er fyrir neðan allar hellur. Síðan eru þetta allt ofdýrar lóðir svo þetta er rugl út í eitt." Þórunn Maggý Guðmundsdóttir miðill. „Það er bara hneyksli að láta sama manninn fá all- arlóðirnar." Gísli Gíslason húsasmiður. „Sá sem fékk lóð- irnargerði bara það sem lá fyrir og varlöglegt." Ágúst Pálma- son rafeinda- virki. , Þetta eru mistök sem ráðamenn þurfa að draga tilbaka." Finnur Óskars- son útimaður. „Það hefði áttað aug- lýsa það fyrirfram að það væri að- eins einn um hverja lóð." Guðmundur Rúnar Einars- son, fyrr- verandi garð- yrkjumaður. Töluverð reiði er gagnvart Reykjavíkurborg eftir að sami verktakinn fékk næst- um allar lóðirnar sem boðnar voru út við Úlfarsfell nú á dögunum. Framsókn að þurrka sig út „Stjórn hinna vinn- andi stétta. Samfylk- ing og Framsókn. Þetta þótti mér fyrir nokkrum misserum að væri nokkurskonar náttúrulegur alli' ance við stjórnar- myndun. Þegar tækist að ryðja íhaldinu út úr stjórnarráðinu. Jafnaðarmenn og eilítið tilverutýndir samvinnumenn í leit að tilverurétti. Hann væri auð- velt að finna í öflugri og frjálslyndri stjórn með stórri Samfylkingu.“ NÆR EKKI AÐ VERÐA HUNDRAÐ ÁRA „En þetta virðist sjálf- krafa orðið að engu Framsókn er með nokkuð dæma- lausum hætti að þurrka sjálfa sig út. Það er voðalega lítið eftir. Næstum því miður. Mikið af fínu fólki þar sem ég vona og er viss um að endi í Sam- fylkingu, enda spannar hún hæglega litrófið frá miðju til vinstri með Framsókn í far- angrinum. Af hverju stefnir í að það sem engan óraði fyrir nokkrum árum að gæti gerst sé að eiga sér stað: Framsókn næði ekki að verða hundrað ára? Þau tímamót i eftir m tíu „Á meðan flonsum við ss'Tv-“* » Hun er tál- sXn- er egó- í okkur k ollum.“ Það er allt öfugsnúið þessa dagana. Birgitta Hauk- dal, sem áður var drottning íslenskrar æsku og allir elsk- uðu og dáðu, hefur verið máluð út í hom. Dúkkurnar em komnar á útsölu og kosta nú aðeins 199 krónur. Birgitta, þessi litla systir íslensku þjóðarinnar sem allir myndu treysta tii að passa fyrir sig, er nú aðeins skugginn af sjálfri sér. Samt hefur hún ekkert breyst. Hún er alltaf sama góða og brosmilda Birgitta. Það er þjóðin sem hefur breyst. Þjóðin hefur breyst í óþekkan, ofdekraðan, spilltan krakka sem gefur löngutöng í allt sem henni var áður heilagt. Og er það nema von. Það er komið 2006. Við lifum ekki lengur í næntísinu. Við eigum hálfa Köben og London er orðin okkar nýja höfuðborg. Við höfum 1 það svo gott að það er ekkert til að rífast1 um lengur. Ekkert til að berjast fyrir. Við búum aðeins við lúxusvandamál. Þess vegna gefum við skít í hluti sem við nennum ekki lengur að sinna. Við nennum ekki að sinna litiu systur. Ekki núna. Það er svo gaman. Við vitum að litla systir er ekki að fara neitt og þegar partíið er búið mun litía , systir taka á móti okkur með hiýlega brosinu sínu. Litía j / systir breytist ekkert. Á meðan dönsum við nautnadans við Silvíu Nótt, sem er andstæða Birgittu Haukdal. Silvía er ekki til. Hún er tálsýn. Hún er egóffíkið í okkur öllum. Hún er hégóminn. Hún rífur kjaft en ekki fyrir neinn málstað. Hún rífur niður. Hún er vonda stjúpsystirin sem býr í hug- skoti okkar allra. Hún er vonda sjálfið sem situr á öxlinni á þér. Birgitta er góða sjálfið, sem við heyrum ekki lengur í. Við erum svo langt frá Birgittu að hún komst ekki einu sinni upp á topp þrjú í Eurovision-forkeppninni. Við emm næstum búin að gleyma góða sjálfinu í okkur. Með sigri Silvíu hefur djöfúllinn í okkur sigrað. Hin gömlu trikk djöfulsins kristallast í múgæsingnum sem hefur orðið til í kringum Silvíu. Hæ hæ, ég er djöfullinn! Ef þú fílar mig ekki er hugsanlegt að ein- hverjum gæti þótt þú hallærislegur. Viltu verða talinn hallærislegur? Viltu vera talinn húmorslaus eða viltu f verða talinn það versta af því versta: Gamaldags!? Fylgdu mér, djöflinum, því þá muntu verða talinn ungur og frískur og enginn mun geta sakað þig um að vera gömul klisja. Þér er borgið ... eitt m'stings- kalt laugardagskvöld í febrúar árið 2006. Við berum enga ábyrgð á þér eftír það. llari Sigurjón Kjartansson Tíu ár sem ljósár í nú þegar hrunadans Fram- sóknar er hvað æðisgengnastur. En hvað veld- ur?“ GRÓFLEGA GENGIÐ FRAM AF KJÓSENDUM „Aðeins eitt. Fortakslaus þjónkun við Sjálfstæðis- flokkinn í rúman áratug. Það var einfaldlega orðið of seint að snúa óheillaþró- un við þegar Halldór tók við forsætisráðu- neytinu. Þar sem hann hefur um margt staðið sig vel. Framsókn var búin að ganga of oft og of gróflega fram af kjósendum sín- um: írak, Búnaðarbanka- salan, fjölmiðlalögin, ör- yrkjamálin, virkjanaæðið og skattalækkanir á þá ríku en aukn- ar álögur á þá efnaminni. Of langt gengið og of oft. Því mið- ur. Hvort að draumur minn um stjórn hinna vinnandi stétta rætist í annarri mynd getur vel verið. Hver veit nema að Samfylking nái að lokum hreinum meirihluta með Framsókn í farteski innan borðs eftir nokkur ár. Allt getur gerst. Við- snúningur- inn í borg- inni strikar undir það.“ Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður ritar á bjorgvin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.