Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Blaðsíða 27
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 27 Lesendur Ur bloggheimum Afmælisyfírheyrsla „i gær fékk ég hringingu frá rannsóknarlög- reglu ríkisins þar sem ég var boðaður í yfir- heyrslu hjá Benedikt Lund, rann- sóknarlögreglumanni, i morg- un. Þeir eru nefnilega að klára málið þarsem stúlkan hljóp í veg fyrir mig í lok nóv- ember. Skemmtilegt að hefja afmælisdaginn á því að fara íyf- irheyrslu hjá lögreglunni. Yfírheyrslan gekk ágætlega, tók um hálftíma, þar sem Bene- diktspurði mig spjörunum úr. Ég reyndi að svara eftirbesta minni og komst þokkalega frá þessu. I lokin varmér tjáð af lögfræðingi RLRaðég hefði ekki réttarstöðu sakborn- ings (það hefur sem sagt verið á huldu fram tilþessa) og væri í dag túlkaðursem vitni." Guðni Eirikur Guðmundsson - gudni- erik.blogspot.com Meinafræði... „...fær mig tilað hugsa um sjúkdóma. Skrít- ið. Einna helst sjúkdóma í mér. Stundum þá er ég við það að tapa mér, ég held að ég sé með alla sjúkdóma í heim- inum. Ég velti fyrir mérhvernig likaminn geturyfírhöfuð virk- að i Ijósi þess hvað það eru til margir sjúkdómar sem geta lagstáhann. Rökhugsunin nær þó oftastyfírhöndinni og jú jú, margir sjúkdómar eru ótrúlega sjaldgæfir.... Mér fínnst samtóhugnalegt hvað það getur margt farið úrskeiðis.... og þrátt fyrir allt er fjöldi fólks sprelllifandi. Húrra fyrirþví! Þetta minnir mig samt á að vera auðmjúk gagn- vart fífínu og reyna að lifa þvi:)“ ÓlöfBirna Margrétardóttir - naflakusk.blogspot.com In æslandikk „Nei, núer nóg komið!! Ókei, ég er nörd, ég veitþað..en afhverju er búið að þýða War of the Worlds tónleikana sem Sinfóní- an heldur á fímmtudaginn eftir viku?? Hvaö heitir þetta þá á íslensku? HÉIMSÓFRIÐAR- BÁLIÐ?? eða STRlÐ HEIMANNA?? eða HEIMSSTYRJÖLDIN? Æi, ég er geðveikt pirruð á þessu. Fékk algjört tilfelli f gærþeg- ar ég sá auglýsinguna og keypti miðana meðdet samme. Bróðir minn spurði áðan hvort þetta væri nokkuð á íslensku. Ég hélt nú ekki... en hringdi nú samt og tékkaði. Og viti menn. Jú, íslensk þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Jæja, þýðir lítið að væla. Annað- hvort hætti ég við eða fer með l glöðu geði. Er það ekki? Kannski verður þetta ágætt. Instrúmental músikin verð- ur allavega óhreyfð. Nema fíðlur geti spilað á ís- lensku???" Guðrún Sæta Ægisdóttir - thegurk.blogspot.com Panamaskurðurinn keyptur fýrir 10 milljónir Á þessum degi fyrir 102 árum síðan keypti Bandaríkjastjórn land- svæði það sem Panamaskurðurinn liggur að fyrir tíu milljónir dollara. Með því fengu Bandaríkjamenn yf- irráð yfir þessum mikilvæga skipa- skurði sem tengir Atlantshaf og Kyrrahaf saman. Þann 1. janúar árið 2000 tók ríkisstjórn Panama yfir stjórn skurðarins samkvæmt samningi við Bandaríkjastjórn. Panamaskurðurinn er eitt mesta verkfræðiafrek sem nokkurn tíma hefur verið unnið, enda 77 kíló- metra langur. Hann hafði gríðarleg áhrif til auðveldunar sjófarendum og skipafélögum. Skip sem siglir milli San Francisco og New York þarf þannig einungis að sigla um 9.500 kílómetra, í stað 22.500 áður, og þá um hinn hættulega Horn- höfða. Hugmyndir um smíði skurðar- ins komu fyrst fram á fyrri hluta 16. aldar þótt fyrstu framkvæmdir hæfust ekki fyrr en 1880 og þá und- ir franskri stjórn. Sú tilraun mistókst hrapallega, sérstaklega vegna slæms aðbúnaðar og veik- inda verkamanna. Talið er að allt í dacjr Þennan dag arið 1992 fórst skuttogarinn Krossa- nes á Halamiðum og með honum þrír áhafnarmeð- limir. Þetta var fyrsti ís- lenski skuttogarinn sem ferst. að 27.500 manns hafi látist við gerð skurðarins. Eftir að Bandaríkja- menn tóku við smíðinni árið 1904 hraðminnkaði dánartalan, aðallega vegna bætts hreinlætis verka- manna. Um 14.000 skip fara nú um skurðinn á ári. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Ríka fólhið leggur í stæði fatlaðra Hafdís skrifar: Ég vil byrja á því að hrósa DV fyr- ir umfjöllun um stæði fatlaðra og það fólk sem í þau leggur án leyfa. Sjálf hef ég ekki slíkt leyfi og þar af leiðandi legg ég ekki í stæðin. Eg aft- ur á móti á skyldfólk sem þarf að nota þessi stæði vegna ástands síns. Ég lagði leið mína í Kringluna í gær og eftir að hafa lesið umfjöllun DV um bílastæðamálið ákvað ég svona að gamni mínu að kanna hvort þar væru bílar sem ekki hefðu leyfið í framrúðunni en væri samt sem áður lagt í stæðin. Og viti menn! Flestir sem nýttu sér stæðin höfðu leyfi til þess fyrir utan einn bfl. Svörtum BMW, rosalega huggulegum bfl, var lagt í stæði fyrir fatlaða. í framrúðu bílsins var ekkert sem benti til þess að eigandinn væri fatlaður. Þar með lagði þessi ökumaður í stæði fatlaðra Lesendur og er einn af þeim siðlausu þrjótum sem leggja í þessi stæði og þar með taka þau frá fólki sem virkilega þarf að nota þau. Annars er þetta ótrúlegt, miðað við fiéttir síðustu daga er eins og það sé ríka fólkið sem leggur í fötluðu stæðin. Ætli það haldi að það hafi efni á því? ÍEBfií-* ýirslubaranklams í Hannes Smárason Lagðií stæði fatlaðra og er ríkur - lesandinn telur tengslámilli fjár og stæða fyrir fatlaða. Þakkir til Ólafs Hannibalssonar Guömunda Helgadóttir ellilíf- eyrisþegi hringdi: Mig langar að koma á framfæri þakklæti til Ólafs Hannibalssonar vegna greinar sinnar „Óbótamenn að verki“ sem birtist í Fréttablað- inu í gær. Grein Ólafs er frábær og það er eins og hann tali út frá mínu hjarta. Ég er sammála honum um Tryggingastofnun ríkisins að þar séu óbótamenn að verki. Þannig er að frá því ég byrjaði að vinna hef ég borgað í trygginga- sjóð. Ég stóð í þeirri meiningu að það sem ég væri að leggja inn kæmi mér síðar að notum þegar ég væri orðin ellilífeyrisþegi. Það er öðru nær. Núna er búið að rústa þessu bótakerfi algerlega, því sem ég trúði á og treysti til að geta lifað mannsæmandi lífi á mfnum efri Lesendur arum. Það er búið að skilja okkur elli- lífeyrisþegana eftir við fátækra- mörk. Ég óska þess að fleiri taki undir það sem Ólafur segir í grein Guðmunda seg- irað eHilíf- eyrísþegar hafí veríð blekktir og núna þurfí þeirað lifa við fátækra- mörk. sinni og láti í sér heyra. Við eldri borg- arar verðum að standa vörð um hagsmuni okkar. Ólafur Hannibalsson Sendikaldar kveðjur til Tryggingastofnunar ríkis- ms og segirþá sem starfa þar vera óbótamenn. Ingimar Ingimarsson Topiarius er veikur fyrir góðum titlum. Garðyrlcjumaðurinn segir Ég hef í gegnum tíðina alltaf verið svolítið veikur fyrir titlum, doktor, cand.mag, stúdent og svona. Nú er einn maður sem þrammar hér yfir í gúrkutíð ís- lenskra íjölmiðla, sem ýmist er að- júnkt eða formaður Félags fjár- festa. Það er ekki nema svona mánuður síðan hann var bara for- maðurinn - nú er hann orðinn að- júnkt. Þá var líka nánast ekkert mark tekið á honum, nú hlusta all- ir, hvort sem þeir vilja eða ekki. Ég finn lfka fyrir því þegar ég er að hlusta á hann að ég tek miklu meira mark á honum nú, með titli, en áður. Ég tek líka alltaf miklu meira mark á mönnum sem bera útfenska titla. Ég mæli eindregið með því að öllum titlum verði sveiflað yfir á latínu, svo einhver taki mark á fólki. Þannig gæti ég til dæmis orðið topiarius, þá tæki kannski einhver mark á þessum pistlum, í það minnsta læsi þá. Annars er bleytan að fara með okkur í garðyrkjunni, nú eru það gallarnir sem halda í okkur lffi. Nú ætti fólk að athuga með polla- myndanir í görðunum sínum, meðan jarðvegur er enn dálítið frosinn. Þá er hægt að athuga með jarðvegsviðgerðir á sumri komandi, því það er eins og við garðyrkju- menn segjum, „hann er fi'nn blautur en má bara ekki alltaf liggja í því.“ Pólitík fer vel saman við sveitarómantík „Maður fær hamingjuóskir hvar sem maður fer þessa dag- ana," segir Eyþór Arnalds, sem nýlega sigraði í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Árborg. „Það voru líka margir sem höfðu hvatt mig til að bjóða mig fram í prófkjör- inu. Það kom svo skemmtilega í Ijós að þeir höfðu rétt fyrir sér.“ Eyþór er nýfluttur ásamt sam- býliskonu sinni í Hreiðurborg í Sandvíkurhreppi hinum forna, rétt fyrir utan Hveragerði. Hann kann vel við sig í sveitasælunni, enda horfir hann nostalgískum augum á þau sumur sem hann var Tsveit að Kaldaðarnesi sem er næsti bær við Hreiðurborg. „Pólitík og sveitasælan fara vel saman í sveitarstjórnarmálum, enda eru spennandi tímar hérna í Árborg," segir Eyþór sem hlakkar til að takast á við verkefni þau sem í sveitarstjórn eru falin. „Það liggur mest fyrir að taka vel á móti þeim fjölda fólks sem kemur hingað yfir heiðina og byggja upp fyrsta flokks bæjarfé- lag með heildstætt skipulag og framtíðarsýn. Það skiptir líka miklu máli að styðja við bakið á skólunum í sveitarfélaginu, enda er bókvitið í askana látið í dag. Þegar ég var skólanemandi sjálfur var ég óendanlega forvitinn um eðlis- og stjörnufræði sem ýtti enn frekar undir sjálfstæða og gagnrýna hugsun. Ekki skemmdi fyrir að ég og Andrés Magnússon blaðamaður stofnuðum mál- fundafélag í Hagaskóla, þar sem ýmis málefni voru til umræðu. Við vorum reyndar „Pólitík og sveitasæian fara vel saman í sveit- arstjórnarmáium." stundum bara tveir á fundi, en fórum alltaf báðir í pontu. Svo þegar maður er kominn réttu megin við fertugt og reynslunni ríkari telur maður sig hafa betri yfirsýn á heimsmálin. Það að verða fertugur voru tímamót að því leyti að maður fór að nota eyr- un betur og hlusta meira á aðra. Það held ég að geti verið einn helsti kostur stjórnmálamanna almennt." Evbór er fæddur og uppalinn í Reykjavík, sonur þeirra Jóns L. Arnalds, fyrrverandi héraðsdómara, og Sigríðar Eyþórsdóttur kennara. Eyþór útskrifaðist ur MH og lauk burtfararprófi í tónsmíðum. Hann var áður í hljómsveitinni Todmobile þar sem hann spilaði á selló og söng. Hann hefur auk þess starfað sem framkvæmdastjori og gegnt margvíslegum ábyrgðarstörfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.