Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Blaðsíða 29
UV Lífið FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 29 Atta liöa ursiu i ; * sisraði í fyrra en riensuuis - »»— ”*• andi i ár. — Sigmar Guðmundsson Kemur í stað Loga Berg- mannssem spyrill og al- mennur stuöpinni. K-' í kvöld keppa lið Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Borgarholtsskóla í átta liða úrslitum í Gettu betur. Borgarholtsskóli sigr- aði á síðasta ári, en teflir fram ungu og óreyndu liði í ár, þar sem sigur- vegarar síðasta árs eru útskrifaðir. Liðin unnu sínar viðureignir í út- varpinu nokkuð örugglega, Borgó lagði Framhaldsskólann að Laugum og Flensborg keyrði niður Fram- haldsskólann í Austur-Skaftafells- sýslu. Lenda í úrslitum á tíu ára fresti „Við stefnum á að vinna, alveg klárlega," segirÁrni Stefán Guðjóns- son liðsmaður Flensborgarskólans. Allir meðlimir liðsins hafa áður Hafsteinn Birgir, yngsti meðlimur- inn í liði Borgó Segir það taka tima að byggja upp gott lið. DV-mynd Hari keppt í keppninni, en koma fram í sjónvarpi í fyrsta sinn í kvöld. „Flensborg komst fyrst í úrslit árið 1986 og svo aftur árið 1996, það er því aldrei að vita hvað gerist í ár,“ segir Árni, en Flensborg hefur ekki ennþá unnið hinn ástsæla hljóðnema. Ámi vill kalla þetta Liverpool- taktíkina og lfldr því velgengni liðsins við velgengni Liverpool í bikarkeppninni f breska fótbolt- Engin pressa á Borgó „Nei, þetta er bara afslappað, það krefst þess enginn að við sigrum aftur," segir Hafsteinn Birgir Einarsson, meðlimur í liði Borgarholtsskóla, en skólinn vann keppn- ina í fyrra. „Það tekur langan tíma að byggja upp gott lið, strákarnir í lið- inu í fyrra voru til dæmis allir á síð- astaári," segir Haf- steinn enn fremur. Hafsteinn er yngsti meðlimurinn í liðinu, er bara á fyrsta ári, en hann hefur næga reynslu úr spurninga- keppnum. „Já, ég tók þátt í Spurninga- keppni grunnskól- anna og vann hana árið 2004," segir Haf- steinn, stoltur og til- búinn f viðureignina í kvöld. Hverjir hafa unn- ið Gettu betur? FjölbrautaskóliSuðurlands1986 FjölbrautaskólinnlBrerOholti 1987 MenntaskolinnrReykiavrk.mS MenntaskólinniKópavogl.1989 Menntaskálinn viðSund, 199 Menntaskólinn <1 Akureyn, 1991 MenntaskólinnaAkiireyn.1992 Menntaskólinn íReykjavik, 1993 MenntaskólinniReykiavik.1994 Menntoskolinn i Reykiavik, 199S Menntaskólinn í Reyk/avik, 1996 MenntaskolinniReykjovlk, 1997 Menntaskóllnn I Reykjavik, I99B MenntaskalínniReykiavik 1999 Menntaskólinn í Reyk)avlk, 2000 Menntaskólinn i Reykjavlk, 200 J Menntaskolinn i Reykpivik, 2002 Menntaskólinn í Reykiavik, 2003 Verzlunarskóli islands, 2004 Borgorholtssköli, 2005 Úrslit seinni umferðar. Fjölbrautaskóli Suðurnesja 17 Verzlunarskóli islands Menntaskólinn í Kópavogi 19 Menntaskólinn á Akureyn 2b Menntaskólinn við Hamrahlið 25 Kvennaskólinn i Reykjavik 11 Borgarholtsskóli 20 Framhaldsskólinn á Laugum 16 Fjölbrautaskólinn i Gardabæ 27 Menntaskólinn við Sund 29 Menntaskólinn á Egilsstöðum 17 Menntaskólinn i Reykjavtk 26 Fjölbrautaskóli Norðurl. vestra 12 Fjölbrautaskóli Suðurlands 13 Framhaldssk. í A-Skaftaf.sýslu 15 Flensborgarskólinn iHafnarfirði 20 Gettu betur-lið Flens- f borgarskólans Stefniríúr-1 slitin f ár. DV-mynd Hari. jí. l Anna Kristin Jónsdóttir Sér um að semja spurning- arnar og dxma í Gettu betur í ár. Jónas Örn Helga- son Byrjaði i Gettu betur-liði MH og kepp ir núna um milljónirl Meistaranum. Nær MR að komast á beinu brautina? Menntaskólinn í Reykjavík hefur unnið keppnina 12 sinnum í heild- ina. Hann hefur þó ekki sigrað undanfarin tvö ár og á því harma að hefna núna. Fleiri hættuleg lið eru þó meðal þeirra átta sem keppa um hljóðnemann, en Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunaskól- inn þykja einnig luma á góðum liðum sem og Menntaskólinn á Akureyri sem aldrei má vanmeta. Gettu betur er á dagskrá Sjónvarpsins klukkan 20.10 alla fimmtudaga fram á vor. dori@dv.is Krúttkynslóðin tryllti lýðinn í vel heppnaðri tónleikaferð til Berlínar Heljarinnar Evróputúr í sumar „Þetta var þannig að fjögur bönd fóru út, Skakkamanage, Borko, Hudson Wayne og Seabear og spil- uðu tvenna tónleika á tveimur mjög merkilegum og fínum klúbbum í Berlín. Þangað mættu miklu fleiri en við áttum von á,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson í hljómsveitinni Skakkamanage. „Hinn tímann not- uðum við til þess að skoða þessa dýrindisborg sem sum okkar þekkja mjög vel og aðrir minna. Berlín er merkilegasta menningarborg Evr- ópu og er gróskan í menningarlíf- inu gríðarleg. Þannig að okkur leiddist ekki." Svavar segir það hafa verið gam- an að sjá hversu ánægðir Þjóð- verjarnir voru með tónleikana og að þeir hafi f raun tryllst yfir íslensku krúttkynslóðinni. Á milli atriða var spilaður borðtennis sem þykir al- gengt á betri skemmtistöðum borg- Seabear Kom fram á tónleikunum í Berlín. arinnar. „Það mynduðust mörg viðskipta- sambönd í þessari ferð sem ekki verður farið frekar út í hérna. En við stefnum á heljarinnar Evróputúr í sumar í kjölfarið á þessari ferð. Það má líka búast við því að Senjórinn, sem þessi ferð hét, muni reka inn á íslandsstrendur fljótlega," segir Svavar. Annars er Skakkamanage á leið upp í bústað um helgina að taka upp fyrir nýja plötu. 4K-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.