Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Blaðsíða 18
78 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 Sport DV 71.þrennan hans Kidd Jason Kidd var með flórðu þreföldu tvennu tímabilsins og þá71. áferlin- um þegar hann skoraði 12 stig, tók 12 fráköst og gaf 13 stoðsend- ingar í 89-85 sigri New Jers- ey Nets á Milwaukee Bucks. Vince Carter skoraði 45 stig fyrir New Jersey, þar af 38 þeirra í seinni hálfleik. „Þeg- ar skorari verður heitur eins og Carter í þessum leik verð- ur þú að koma boltanum til hans,“ sagði Kidd eftir leik- inn en hann átti fimm af stoðsendingum sínum á Carter. Bogavac spilarsinn fyrsta leik Ljubodrag Bogavac hefur fengið leikheimild og spilar sinn fyrsta leik með KR þegar liðið heima- sældr Hamar/Sel- foss í Hveragerði í kvöld. Bogavac er þrítugur og 204 sm kraftframherji sem hefur mikla reynslu. „Mér líst mjög vel á Bogie, en hann hefur staðið sig vel á æfing- um og er fjölhæfur leikmað- ur sem kann leUdnn mjög vel. Hann á eftir að styrkja okkur í lokabaráttunni, enda leikmaður með reynslu," sagði Herbert Arnarson í viðtali við heimasíðu KR. Blikastúlkur Faxaflóa- meistarar Breiðablik tryggði sér á þriðjudagskvöld sigur í Faxaflóa- móti meistara- flokks kvenna með því að vinna 1-0 sigur á Stjörnunni á Stjörnuvelli í Garðabæ. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum og ljóst að það lið sem ynni sigur í leiknum yrði Faxaflóameist- ari. Vanja Stefanovic skoraði sigurmarkið á 34. mínútu leiksins. Blikar unnu alla fimm leiki sína í mótinu með markatölunni 30-2 og liðið hélt Jireinu í fjórum þessara leikja. Raulfyrsturtil að spila lOOIeiki Spánverjinn Raul hjá Real Ma- drid varð á þriðju- dagskvöldið fyrsti leikmaðurinn í sögu meistara- deildarinnar til þess að leiki 100 leiki í keppninni en hann kom þá inn á sem varamaður í 0-1 tapi Madrídarliðsins fyrir Arsenal. Félagar hans hjá Real Madrid, Roberto Carlos (98 leikir) og David Beck- ham (96), gætu náð þessu líka í ár en þá þarf Real-liðið að sýna miklu betri leik í seinni leiknum á Highbury. Raul er einnig markahæsti leikmaður meistaradeildar- innar frá upphafi en hann hefur skorað 51 mark í keppninni. 18. umferð Iceland Express deildar karla fer fram í kvöld og stórleikur kvöldsins er örugglega leikur liðanna í 2. og 4. sæti í Keflavík. Það er ekki nóg með að þetta sé einn af úrslitaleikjum toppbaráttunnar heldur mættust liðin einnig í bikarúrslita- leiknum í Laugardalshöll um síðustu helgi. Réðu ekkert við Jeremiah Jeremiah Johnson hjá Grindavík var óstöðvandi í fyrri hálfleik bik- arúrslitaleiksins þarsem 19 stig, 7 fiskaðar villur og 5 stoðsendingar hans sáu tilþess að Grindavík fór inn i klefa með 21 stigs forskot gegn Keflavík.Johnson gafallt sitt i leikinn og varlfka orðinn þreyttur I seinni hálfleiknum. : w i'l *ri ya mm mm Spillir sigurvíman fyrir? Ef marka má þróun mála undan- farin ár hefur það reyrist nýkrýnd- um bikarmeisturum oft erfitt að ná sér niður fyrir næsta leik á eftir. Fjórum sinnum á síðustu sex árum hafa bikarmeistararnir tapað fyrsta deildarleik sínum eftir bikarúrslit- in. Keflavík (2004) og Njarðvík (2002) eru einu bikarmeistararnir til þess að vinna fyrsta leik sinn á nýrri öld en í bæði sldptin mættu þau liði sem féll úr deildinni seinna um vorið. Hafa ekki tapað heimaleik í þrjú ár Ef litið er framhjá kæru Hamars- manna sem færði þeim tvö miJdl- væg stig í fallbaráttunni hafa Kefl- víkingar ekki tapað deildarleik á Sunnubrautinni í rúmlega þrjú ár eða síðan nágrannar þeirra í Njarð- vík unnu þá 7. janúar 2003. Ham- ars/Selfoss-menn kærðu leik og unnu hann hjá dómstól KKÍ en ekki inni á vellinum þar sem Keflavík vann ellefu stiga sigur, 88-77. Kefla- víkurliðið hefur með þessum leik unnið 35 heimaleiki í röð og er fimm leikjum frá því að jafna met Njarðvíkur í úrvalsdeild en Njarðvík vann 40 heimaleiki í röð á árunum 1986 til 1989. Fimm aðrir leikir í kvöld Allir hinir fimm leikir 18. um- ferðarinnar fara fram í kvöld og vekur væntanlega leikur Njarðvík- Grindvíkingar tdku Keflvíkinga í kennslustund í Laugardals- höllinni á laugardaginn og héldu áfram sigurgöngu sinni í bikarúrslitaleikjum. Þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi unnið alla þrjá leiki liðanna í deild og deildabikar þegar kom að úrslita- leiknum áttu þeir aldrei möguleika gegn grimmum Grindvík- ingum sem áttu svör við öllu. Keflvíkingar geta hins vegar glaðst yfir einu, þeir fá tækifæri til þess að leita hefnda eftir aðeins fimm daga bið þegar liðin mætast í Iceland Express deildinni í kvöld. Sárt og sætt Leik- menn Grindavíkur og Keflavík upplifðu bikar- úrslitaleikinn á misjafn- an hátt. DV-myndir Vilhelm Það var eins og Keflavíkurliðið hefði ekki komið til leiks í fyrri hálf- leik bikarúrslitaleiksins og Grinda- vík var komið 21 stigi yfir í hálfleik og hafði haldið Keflavík í aðeins 34 stigum á fyrstu 20 mínútum leiks- ins. Seinni hálfleikurinn var því hálfgert formsatriði og Grindvík- ingar unnu þar sinn fjórða bikarúr- slitaleik í jafnmörgum leikjum. Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur í baráttunni um eftir- sóttustu sætin í úrslitakeppninni en með átta stiga sigri eða stærri geta Grindvíkingar komist upp fyrir Keflavík í annað sætið. Keflvíkingar eru með tveimur stigum meira og eiga því enn möguleika á deildar- meistaratitlinum en til þess þurfa . þeir að vinna upp fjögurra stiga for- skot Njarðvíkinga og 24 stiga óhag- staðan innbyrðisleik frá 30. desem- ber. Deildarmeistaratitillinn er því elcki beint inni í myndinni en Keflvíkingar þurfa sigur á bikar- meisturunum í kvöld ætli þeir sér að verja 2. sætið í þessari umferð. inga á móti Snæfelli í Stykldshólmi mesta eftir- væntingu en Njarðvíkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð gegn Snæfelli eftir sjö töp í röð þar á und- an. Bæði lið hafa verið á góðu róli, Njarðvíkingar hafa unnið fimm leiki í röð en Snæfell er með þrjá sig- urleiki í röð. ÍR-ingar fá gott tækifæri til þess að bæta stöðu sína fyrir úrslitakeppnina þegar þeir fá Skallagrím í heimsókn í Seljaskól- ann og þá geta Haukar komist upp úr fallsæti með sigri á Þór á Akur- eyri. Hinir leikirnir eru viðureignir Hamars/Selfoss og KR í Hveragerði og Hattar og Fjölnis á Egilsstöðum. ooj@dv.is Deildarmeistarar Hauka taka á móti bikarmeisturum Stúdína Nýjustu meistarar kvennakörfunnar mætast á Ásvöllum Megan og Maria Megan Mahoney hjá Haukum og Maria Conlon hjá ÍS eru frábærir ieikmenn og gera báðar lið sin betri. Nýjustu meistaralið kvenna- körfunnar mætast í kvöld á Ásvöll- um í Iceland Express deild kvenna en þá taka deildarmeistarar Hauka á móti bikarmeisturum Stúdína. Þessi leikur gæti vissulega flolckast sem upphitunarviðureign fyrir komandi úrslitakeppni því fátt get- ur komið í veg fyrir að þessi lið mætist þar í undanúrslitunum, Haukar hafa tryggt sér 1. sætið og ÍS er fjórum stigum á eftir Keflavík sem er í 3. sætinu. Þetta er líka fyrsti leikur liðanna eftir ótrúlegan 63-62 sigur ÍS í átta liða úrslitum bikar- keppninnar þar sem Maria Conlon skoraði þriggja stiga körfu um fjór- um metrum fyrir utan línuna um leið og flautan gall. Það er eina tap Haukaliðsins gegn íslensku liði síð- an í býrjun október en liðið er búið að vinna 16 deildarleiki í röð. Haukaliðið hefur ekkert spilað í 14 daga eða síðan liðið trýggði sér deildarmeistaratitilinn með eins stigs sigri á Grindavík í Grindavík 8. febrúar síðastliðinn. Þjálfari liðsins Ágúst Björgvinsson verður ekki með í kvöld þar sein hanri er upptekinn með karlalið Hauka sem spilar mik- ilvægan fallbaráttuslag við Þór á Ak- ureyri. Yngvi Gunnlaugssbn stjórnar Haukaliðinu í kvöld líkt og hann gerði í úrslitaleik Powerade-bikars- ins þar sem Haukar unnu 14 stiga sigur á Keflavík, 77-63. ÍS hefur unnið síðustu sex leild í deild og bikar og hefur bætt sinn leik með hverjum leik. Bandaríski bak- vörðurinn Maria Conlon hefur fallið vel inn í liðið og er sterkur leikmað- ur sem þekkir það vel hvað þarf til þessa að vinna í körfubolta. Conlon var með 25 stig og 14 stoðsendingar í bikarúrslitaleiknum og er með 26 stig og 12,3 stoðsendingar að meðal- tali í síðustu þremur leikjum þar sem hún hefur nýtt 53% skota sinna og 9 af 15 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.