Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 Fréttir 33V Hannesvill meira danskt Hannes Smárason for- stjóri FL Group segir í sam- taJi við danska blaðið Bör- sen að samsteypan sé ekki hætt kaupum á hlutum í dönskum fyrirtækjum. „Við erum með tvö fyrirtæki í sigtinu í augnablikinu og erum einnig að líta í kring- um okkur með önnur en ekkert hefur enn verið ákveðið," segir Hannes. Hann lætur þess einnig getið að FL Group reyni að vera vandlátt í vali sínu þótt það sé aðeins aðgang- ur að fjármagni sem tak- marki frekari kaup. Hlynur Hallsson neitaði að ganga með bindi þegar hann tók sæti á Alþingi fyrir Steingrím J. Sigfússon. Nú storkar hann þingheimi með nýrri hárgreiðslu sem ekki hefur sést áður á hinu háa Alþingi. Kynþokki á Vestfjörðum í fyrsta sinn verður efnt til kosn- inga um kynþokka- fyllsta Vestfirðing ársins. Það er frétta- vefurinn bb.is sem efnir til kosning- anna en kosið verð- ur um bæði kynin sem talin eru búa yfir mest- um kynþokka. Sagt er á vefnum að þeir séu ófáir karlmennimir á Vestfjörð- um sem taldir eru bera af í þokka og fjölmargar konur sem geisla af sjarma. Það er þó tekið fram að kynþokki sé afstæður og að kosning- in snúist ekki aðeins um út- lit heldur einnig útgeislun og persónutöfra. ar reglur um klæðaburð áAlþingi," segir Hlynur Hallsson sem reyndar hverfur af þingi nú strax um næstu helgi Til Þýskalands „Ég er á leið til Þýskalands þar sem ég ætla að setja upp tvær sýn- ingar; aðra í Berlín og hina í Múnchen. Þarna sýni ég slagorð, ljósmyndir og fleira," segir Hlynur sem kallað hefur varamann inn fyrir sig á meðan. „Bjarkey Guð- mundsdóttir frá Ólafsfirði leysir mig af og svo er von á Steingrími J. bráðlega. Hann er að verða ótrú- lega brattur," segir Hlynur Halls- son, þingmaðurinn sem klippir sig sjálfur með vél. Svarthöfði hvetur alla til að reyna svona kókbað og verður Fréttablað- inu ævinlega þakklátur fyrir ábend- inguna sem fólst í litlu fréttinni um sturtuhausana sem hreinsa má með því að láta liggja í glasi af kóka kóla yfir nótt. Svaithöfði Sameina verslanir Kaupás boðaði til borg- arafundar á Hornafirði nú á dögunum þar sem fundar- efni var rekstur 11-11 og Krónunnar á Höfn. Það var forstjóri Kaupás sem mætti á staðinn til þess að kynna rekstur fyrirtækisins og rekstur lágvöruverslananna á Höfn. Þar kom fram að 11-11 hafi skilað hagnaði en Krónan rekin með tapi. Það var því ákveðið að sameina verslanirnar og verður það rekið undir merkjum 11-11. Forstjórinn sagði verðlækkanir í versl- uninni á næsta leiti ásamt því sem að góð tilboð verða á nauðsynjavörum. Engum starfsmönnum var sagt upp heldur boðið starf í 11-11. Hlynur Hallsson hefur komið sem ferskur vorvindur inn í sali AI- þingis í stað Steingríms J. Sigfússonar sem slasaðist illa í bflveltu. Hlynur lét strax til sín taka, fyrst með því að neita að ganga með hálsbindi á þingfundum og svo nú með því að mæta í ræðupúlt með hárgreiðslu sem ekki hefur sést áður á Alþingi. Nokkurs konar hanakamb sem teygir sig svo gott sem út í pönk. „Ég raka þetta sjálfur í kringum toppinn með vél sem ég hef átt lengi,“ segir Hlynur. „Þetta hef ég gert í heil tíu ár en núna er eitt blað brotið í vélinni þannig að hárið hefur verið eilítið sneggra en áður. Kon- unni minni finnst þetta helst til stutt en ekki verður við það ráðið nema laga vélina," segir þingmaðurinn. Sérstaða Klipping Hlyns á Alþingi hefúr vakið athygh og má segja að klipping- in auki áhrifamátt þess sem hann læt- ur frá sér fara í ræðustóli þingsins. Allavega skapar Hlynur sér sérstöðu á sjónvarpsskjánum í beinum útsend- ingum frá störfum Alþingis. Þyrpist ungt fólk að skjánum til að fylgjast með þessum manni sem virðist stíga til jarðar í takt við það sjálft. Hálsbindið „Ég hef hins vegar látið af and- „Þetta hefég gert í heil tíu ár en núna er eitt blað brotið í vél- inni þannig að hárið hefur verið eilítið sneggra en áður." ófi mínu gegn hálsbindinu hér á Alþingi. Ég nennti bara ekki að standa í þessu lengur," segir Hlyn- ur sem væntir þó breytinga þar á fyrr en síðar. „Eg hætti mótþróan- um gegn því vilyrði að málið yrði tekið upp og þessu breytt og þá helst strax á næsta ári. Það gengur ekki að vera með einhverjar gaml- Sturta & kók Pulsa og kók er frægt hugtak sem gagnast hefur landsmönnum lengi í erli dagsins þegar hungrið sverfur að. Kók og Prins póló líka. Kókið er og hefur lengi verið snar þáttur í lífi þjóðarinnar. Um tíma þótti jafnvel gott að greiða hár sitt upp úr kók og þrífa rúður. En þeir tímar eru liðnir. Því gladdi það Svarthöfða eilítið þegar hann las um það í Frétta- blaðinu að kóka kóla væri gott til að hreinsa sturtuhausa. Flestir ' kannast við þann vanda þegar sturtuhausarnir stíflast og bun- urnar taka stefnu út og suður en ekki beint niður eins og vera á. Frétta- Svarthöfði blaðið greindi frá því að ráð sé að láta sturtuhausa liggja í kóka kóla yfir nótt og losi það um allar stíflur. Hvaða eðliseiginleikar kóka kóla valda þessu er ósagt látið enda ekki um vísindagrein að ræða heldur litla frétt um stíflaða sturtuhausa. Nú er Svarthöfði vísindalega þenkjandi og hefur gaman af því að gera tilraunir. Þegar hann var búinn að hreinsa sturtuhausinn heima hjá sér með því að láta hann liggja í kók- glasi yfir nótt datt honum í hug að Hvernig hefur þú það? „Prýðilegt. Jú, þú ert að draga mig fram úr rúminu, en það er ekki seinna vænna, segir Haukur Már Helgason skáld.„Ég ákvað að gera 10 kvikmyndir á árinu með kenýska kvikmyndagerð til hliðsjónar. Fyrsta myndin fjallar um fáránleika löngunar. Mynd núm- er 2 um sætar stelpur. En ég er ekki kominn lengra. En þetta er eigintega áhugamál við hliðina á bók sem ég er að skrifa. “ láta kóka kóla renna í baðkerið. Stífla hafði verið í niðurfallinu, ekki mikil en nóg til þess að hægt rann úr kerinu. Til að láta tilraunina ganga fyrir sig á sem vísindalegastan hátt keypti Svarthöfði 50 stykki af tveggja lítra kóki og var því kominn með hund- rað lítra til að láta renna í baðkerið. Fyrst setti hann tappann í og hálf- fyllti svo baðkerið sem tekur 200 lítra þegar það er velfullt. Þegar kók- ið var komið ofan í leit það svo ljóm- andi vel út, svo freyðandi og flott að Svarthöfði stóðst ekki mátið og skellti sér ofan í. Lá hann lengi vel í köldu kókinu og sötraði af yfirborð- inu á meðan lyst leyfði. Hleypti svo úr, og viti menn; stíflan hvarf eins og dögg fyrir sólu. Hið merkilega er hins vegar þær breytingar sem urðu á húð Svart- höfða eftir kókbaðið. Aldrei hefur hún verið mýkri né fallegri á að líta. Meö hanakamb á Albinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.