Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2006, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 Lífsstíll DV Yndislegt að fá bakkelsi um helgar Morgunstund Fanney Frímanns- dóttir ungfrú ísland 2003 „Ég reyni yfirleitt að hafa morgunmatinn hollan en efég ______________ heftimaþá fæ ég mér hafragraut," segir Fanney og viðurkennir að hún er oftast sein afstað á morgnana og heldur áfram: -„Þá kippi ég bara með mér skyri og ávexti til að hafa með I skólann. Annars finnst mér líka yndislegt að fá mér nýtt bakkelsi um helgar, “ segir hún og brosirsætt. Ingvar H. Guðmundsson Motur t'M' ; Spxnskur I kjúklingur með tómötum ogólHum Uppskrift fyrir fjóra: 1 kjúklingur, skorinn í átta bita 1 laukur, niðurskorinn 1 græn paprika, niðurskorin 1 dós niðurskornir tómatar ' 1/2 bolli grænar ólífur, niður- skornar 1/4 bolli vatn 1/2 tsk. oregano Ólifuolfa Salt og pipar Hitið ollu á pönnu. Kryddið kjúklinga- bitana eftir smekk. Steikið þá á pönn- unni, ca. 10 min. á hverri hlið. Þegar bit- arnir eru steiktir Igegn, setjið þá til hlið- ar. Setjið laukinn út á pönnuna og steikið i 6 mln. Bætið paprikunni útlog steikið i 4 mln. til viðbótar. Bætið tómötunum, oregano og vatninu úti og látið sjóða. Setjið kjúklingabitana afturút á pönnuna, setjið lokið á og látið malla 110 til 15 mln., snúið bitun- um við eftir 5 mln. Bætið ólifunum út i og látið malla 15 min. til viðbótar. Kveðja, Ingvar „Hvað höfum við heyrt oft að morgunmaturinn er mikilvæg- asta máltíð dagsins?" spyr Gunn- laugur Helgason fjölmiðlamaður þegar við spyrjum hann hvernig hann hefji daginn og heldur áfram áhugasamur: „Þetta er heilagur sannleikur," segir hann hlæjandi og segir: „Undanfarin ár hef ég reynt að hafa morgunmat- inn hollan og kjarngóðan.“ Allt annað í Ameríku „Það var allt annað þegar ég bjóíAmeríku, kleinuhringur með súkkulaði og stór kaffibolli,“segir hann og hlær. „Skál af Cheerios hefur verið vinsæl en vandamálið Fær sér hafragraut á morgnana DV Mynd Hari „Svo birtist Ijósið í myrkrinu," byrjar hann uppveðraður og segir: „Það var við- talið við Röggu Gísla þar sem hún sagðist borða hafragraut i morgunmat." byrjaði þegar ég fór að vinna í ís- landi í bítið. „Þá vaknaði ég 4.45, borðaði morgunmatinn klukkan 5.10, fór svo í vinnuna og borðaði síðan ekkert fyrr en klukkan rúm- lega níu. Þetta var of langur tími fyrir minn maga og á tímabili var mig farið að svima um klukkan hálfníu vegna hungurs," útskýrir hann hlæjandi og bætir við: „Eng- in furða að maður hakkaði í sig flskinn á mánudögum hjá Rúnari. Svo. birtist ljósið í myrkrinu," byrjar hann uppveðraður og seg- ir: „Það var viðtalið við Röggu Gísla þar sem hún sagðist borða hafragraut í morgunmat. Það sem ég var búinn að prufa var ab- mjólk og múslí. Jú, allt í lagi. Það þurfti púðursykur með til að vera í lagi. Hafragraut fylgdi mikið vesen eins og hann var eldaður í sveitinni í gamla daga. Það var síðan Rut Helgadóttir þáverandi matarráðgjafi í „bítinu" sem benti mér á að blanda vatni ú't í hafrana á kvöldin. Látajiggja yfir nótt og setja svo í örbylgjuna í 3 og hálfa mínútu að morgni. Þetta gerði ég og bætti síðan út í mjólk og púð- ursykri og smá salti. En með tím- anum hef ég sleppt bæði sykrin- um og saltinu og bætt rúsínum út í á kvöldin. Um leið og ég set hafrana í bleyti þá. verða þeir mjúkir og fínir daginn eftir. Nú byrja ég daginn með mat- skeið af lýsi. Grautinn tek ég með niður á NFS og borða á meðan ég les blöðin og fer yfir handrit þátt- arins. Skelli síðan í mig nokkrum vítamíntöflum, B- stress og stein- efnum. Á laugardögum áður en ég fer á Bylgjuna er það bland af Cheerios og Cocopuffs með börn- unum og á sunnudögum útbý ég „bröns" eða dagverð fyrir fjöl- skylduna, egg, bacon og pönnu- kökur," útlistar Gulli skemmtileg- ur og einlægur og bætir við: „All- an pakkann. Maður verður að hafa gaman af þessu." elly@dv.is 1 C2r LIFSINS ILBRlpÐUM LIFSSTIL Spurt er... Fólk þarf að vera með- vitað um hvað það lætur ofan í sig, lesa vel innihaldslýsingar á því sem keypt er, og sleppa því sem stenst ekki þær kröfur sem hver og einn hefur sett sér. Það er afar misjafnt hvar fólk setur mörkin og það sem einn myndi aldrei láta ofan í sig finnst öðrum allt í lagi. Við spyrjum Helgu Mogen- sen hjá Manni lifandi út í korn- tegund sem ber heitið hirsi sem sumir hverjir vita ekki hvað er. Helga er að vanda með svör á reiðum höndum. Hvað er hirsi? Því er auðsvarað. Hirsi er eitt af mikil- vægustu korntegund- um í heimi. Lítið þekkt hérna ennþá en þeim fer íjölg- andi sem nota þessa flottu korntegund. Auðmeltanleg fullt af B-vítamínum, fitusýr- um og steinefnum og er glút- enlaust. Það er mjög gott fyrir veturinn. Er gott í grauta, salöt, heita rétti eða sem með- læti hvort heldur með fiski eða lambakjöti. Þegar hirsið er lagt í bleyti þá blæs það út og þegar búið er að sjóða það þá verður það laust í sér og gott að vinna með. .*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.